26.10.2011 | 16:31
Sögulegir möguleikar "álvers andstæðinga" að búa til "önnur störf" !
Það er deginum ljósara að ekki verður byggt álver við Bakka á Húsavík og það er deginum ljósara að ekki heldur verður byggt í Helguvík. Það er alveg ljóst að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna er nú að takast það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir frekari uppbyggingu á álverum á Íslandi. Það eru góð og gild rök að finna eigi aðra orkukaupendur en álver. En nú þegar er hætt við bæð Bakka og Helgurvík þá situr eftir fólk sem vantar atvinnu. Atvinnuleysi er böl sem verður að útrýma. Á tímum Kárahnjúkadeilunnar var oftsinnis fullyrt að það væri ekkert vandamál að búa til önnur og betri störf en í álverum. Það hefur lengi verið þörf á að fjölga störfum en nú er beinlínis nauðsyn. Nú hefur ríkisstjórnin og allir þeir sem börðust hvað mest á móti framkvæmdunum fyrir austan sögulega möguleika á að koma fram með ný atvinnutækifæri.
Hverfandi líkur á að álver rísi í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 185615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Álversandstæðingar hafa haft mörg ár til að koma fram með ,,eitthvað annað'' ! Ég á ekki von á því að þeir fari að taka uppá því að kynna ,,eitthvað annað'' núna, þegar fullnaðarsigur í stríði við stóriðjuna er nánast í höfn! Ég á frekar von á þvi að við munum halda áfram að horfa á milljarðana renna óbeislaða til sjávar þrátt fyrir fögur fyrirheit iðnaðarráðherra um ,,annarskonar stóriðju'' ! Stjórnleysingjarnir og sósíalistarnir í ríkistjórninni mun sjá til þess, svo fremi sem þessi volæðistjórn nær að tóra eitthvað áfram!
Elias Bjarnason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 17:06
Þið ættuð bara að vita hvað þetta eitthvað annað yrði. Smá þolinmæði er kostur en ekki löstur. Tíminn vinnur með því að Ísland verði að fullu sjálfbært.
Guðni Karl Harðarson, 26.10.2011 kl. 17:18
Elli, ég óttast það að þú hafir rétt fyrir þér því það bendir fátt til að margir nýir orkukaupendur séu í biðröðum eftir orkunni okkar.
Guðni, auðvitað er mikilvægt að vita hvað "eitthvað annað" verður og ef það er svona auðvelt að fá eitthvað annað en álver, þá er ekkert því til fyrirstöðu að koma fram með það og hefjast handa. Það þarf að fjölga störfum á okkar landi, en ég upplifi að það sé ekki forgangsatriði hjá ríkisstjórninni.
Gísli Gíslason, 27.10.2011 kl. 10:03
Gísli það er verið að vinna að því þó ég geti sjálfur ekki lofað neinu. En allt tekur sinn tíma.
Alls ekki auðvelt en gæti samt veitt nokkuð af fólki vinnu amk. til að byrja með. Kannski svona 30 til 40 störf (?) til að byrja með en síðan 90+
Guðni Karl Harðarson, 27.10.2011 kl. 23:34
Guðni 90 störf plús er alls ekki nóg. Það eru þúsundir manna atvinnulausir og það þarf að búa til vinnu fyrir alla. Við eigum aldrei að sætta okkur við atvinnuleysi.
Gísli Gíslason, 28.10.2011 kl. 10:27
Veit ég vel Gísli en ég er að tala um þetta sem atvinnuuppbyggingu út frá einum stað. Sem síðar getur orðið til þess að fullt af öðrum stöfum yrðu til á öðrum stöðum.
Guðni Karl Harðarson, 28.10.2011 kl. 11:24
Ákveðinn hópur hefur verið svo upptekinn af því að vera á móti álverum og á sama tíma fullyrt að það sé ekkert mál að búa til önnur störf. Nú þegar það er virkileg þörf að búa til störf, þá er ekkert handfast í þeim efnum. Og nú á eiga landsmenn að vera þolinmóðir. Það vantar atvinnuuppbyggingu núna strax.
Gísli Gíslason, 29.10.2011 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.