Jafnrétti mikilvægt málefni

Í jafnréttisumræðunni er litið á launamun kynjanna sem mikið samfélagslegt vandamál.   Ein megin orsök launamuns kynjanna er munur í foreldra ábyrgð.  Meiri ábyrgð kvenna á heimili og uppeldi barna rýrir sveigjanleika þeirra á vinnumarkaði.  Á sama tíma og konur og karlar vilja svo gjarnan að launamunur kynjanna hverfi á vinnumarkaði, þá gleymist það oftast að megin orsök launamunarins er munur í forledraábyrgð kynjanna.  Og að jafna foreldraábyrgð er eitthvað sem sem er ekki efst á lista jafnréttisiðnaðarins á Íslandi, því þar hafa konur forskot.

FORELDRAJAFNRÉTTI LEIÐIR TIL LAUNAJAFNRÉTTIS.  Þetta tvennt helst í hendur.


mbl.is Krefst að jafnrétti verði virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta þvaður frá Femíninstafélginu er byggt á ótrúlegri vanþekkingu. Svo má heldur ekki gleyma því að þetta viðhorf felur í sér ótrúlega óvirðingu við lögfræðinga. Ef þessi munur væri til kominn vegna andúðar vinnuveitenda á konum væru lögfræðingar fyrir löngu búnir að gera sér mat úr þessum mun.

Málið er að það er ekkert ójafnrétti á milli kynjanna þó femínistar séu búnir að sannfæra sig um það. Karlar vinna meira en konur og skýrir það að verulegu leyti launamuninn, tímakaupið er hið sama en þar sem karlar vinna meira fá þeir auðvitað hærra kaup. Í hinum akademíska heimi hafa konur sem aldrei hafa verið giftar og eignast börn hærri laun en karlar, þær eru líka fyrr fastráðnar en karlar.

Ég hef séð tölur um unglækna í USA þar sem launamunurinn var nokkur á milli kynjanna. Það nægir t.d. grunnhyggnu fólki eins og femínistum, samsæri gegn konum eða eitthvað álíka þvaður gaspra þeir. Þegar betur er skoðað unnu karl-unglæknar um 500 tímum meira á ári en kvenkyns kollegar þeirra. Það skiptir hins vegar femínista engu máli, þeim er alveg sama um staðreyndir.

Sé litið til hins almenna launamanns eru konur sem komnar eru af barneignaraldri sem unnið hafa stöðugt án þess að taka sér barnseignarleyfi með hærri laun en karlar á sama aldri. Vinnuveitendur mismuna s.s. ekki vegna kynferðis.

Femínistar líta einnig framhjá því að karlar fara frekar í störf sem krefjast fjarveru frá heimilinu þar sem laun eru góð. Sjómennska er dæmi um þetta sem og að vinna á olíuborpalli. Þessi störf eru oft erfið og hættuleg og laun því í samræmi við það eins og eðlilegt er.

Málið með femínista er auðvitað að þeir sjá það sem þeir vilja sjá og líta algerlega framhjá mikilvægum staðreyndum. Þeim er alveg sama um raunveruleikann því ef jafnrétti er til staðar, sem er raunin, hafa þeir ekkert til að röfla yfir. Jafnrétti hefur náðst þrátt fyrir femínista en ekki vegna þeirra.

Svo er auðvitað nokkuð sem er samtvinnað málflutningi femínista: Þeir ganga út frá því að konur séu fórnarlömb og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þeir gefa sér að konur sætti sig bara við lægri laun er karlar fyrir sömu störf. Er þetta viðhorf ekki óvirðing við konur sérstaklega þar sem þetta er algerlega á skjön við veruleikann?

Helgi (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 10:27

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Sæll Helgi Þakka þér innlitið. Það er ákveðinn launamunur en hann á sér skýringar eins og t.d. kynbundinn mun í foreldraábyrgð, ákveðin störf vellaunuð sem eru karlastörf s.s. sjómennska ofl. Ég býst samt við að þegar kona er gift sjómanni þá ráðstafi hún launum sjómannssins alveg jafn mikið og hann, þannig að þó hann afli þá er ráðstöfunin sameiginleg.

Gísli Gíslason, 2.5.2012 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 183702

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband