16.6.2012 | 11:28
Dæmigerð Moggafrétt
Í þessari frétt er lagt út með að Tómasi H. Heiðar hafi verið vikið vegna þess að hann hafi verið of harður að verja hagsmuni Íslands í makríldeilunni og með að skifta honum út þá sé Ísland að þjónkast EB.
En sá hinn sami Tómas H Heiðar hefur verið í saminganefnd Íslands um sjávarútvegsmál við ESB um umsókn Íslands að EB. Og andstæðingar þess ferils hafa nefnt það ferli aðllögunarferli en ekki umsóknarferli. Þar sé ekki verið að verja hagsmuni Íslands nægjanlega og þar er þáttakandi sá hinn sami og ver hagsmuni Íslands of kröftuglega skv samsæriskenningu þessarar fréttar.
Er líklegt að Tómas H Heiðar hafi annars vegar verið of harður til að verja hagsmuni Íslands í makríldeilunni og sé á sama tíma virkur í því sem andstæðingar EB kalla "aðlögunarferli" þar sem helst má skilja á sumum fréttamiðlum að Ísland hafi gleypi allt frá EB gagnrýnislaust, enda sé þetta ekki umsókn heldur aðlögunarferli. Ég held að hér hljóta aðrar ástæður að liggja að baki.
Svona fréttir eru hluti af ritsjórnarstefnu blaðsins, þ.e. ristjórnin er á móti því að ræða yfirhöfuð við EB og það flytur fréttir til að styðja sína ritstjórnarstefnu.
Það er mikil þörf á góðri, faglegri og upplýstri fréttamennsku og þar hefur Morgunblaðið mikið hlutverk sem það hefur ekki staðið undir í alltof of langann tíma.
Vilja lenda makríldeilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé ekki betur en að fjölmiðlar séu allir að stilla sér upp með eða á móti. Óli & Dorrit, EB og ekki EB, ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan osfrv.
Það er t.d. engin fjölmiðill að kryfja veiðigjaldið og útskýra hvað auðlindarenta er. Eins og í þessu máli sem fjallað er um í fréttinni, þá er fjölmiðillinn ekki að finna út hvar málið er statt, hvað ber á milli osfrv.
Kv. að Austan
Sindri Karl Sigurðsson, 16.6.2012 kl. 12:05
Sindri, þetta er lykilatriði sem þú ert að fjalla um, það er skortur á faglegri fjölmiðlun sem skoðar mál oní kjölinn. Því miður helgast fréttamennska oft af ritstjórnarstefnu fjölmiðilins eins og framsetningin í þessari frétt.
Gísli Gíslason, 16.6.2012 kl. 14:08
Moggafréttin er eins sönn og skýr og verða má! Að vísu ekki í anda hins sósíaldemókrataíska hugarfars sem gengur út á að afnema fullveldið,
þjóðfrelsið og ganga hið deyjandi, gjörspillta ESB á hönd. Skv. fréttinni ætlar hin óþjóðholla Icesave stjórn og svika þjóðina líka í makríldeilunni
til að fá gott veður inn í ESB-sukkið. Klárlega! Dæmigerð sósíaldemókrataísk uppgjöf varðandi þjóðarhagsmuni.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.6.2012 kl. 14:51
Guðmundur, Moggafréttin er ekki gagnrýnið hlutlaust fréttamat, heldur grein til að styðja frétt blaðsins. Annars er innlegg þitt dapurt en gæti vel verið hluti af staksteinum eða leiðari Morgunblaðsins. Og til upplýsingar þá er ég flokksbundinn Sjálfstæðismaður og í stjórn Sjálfstæðisfélags.
Gísli Gíslason, 17.6.2012 kl. 10:15
Gott komment frá Sindra, sammála því!
Skúli (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.