Jákvæð grein um EB í Mbl !

Ég hef lengi fyllst dapurleika við að lesa Morgunblaðið á síðustu mánuðum, því mér hefur fundist vanta á faglega fréttaumfjöllun um mörg mál, ekki síst EB. Mér hefur fundist ritstjórnin hafi ákveðna skoðun og fréttaflutningur miðist við að styðja ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins og þá er sleppt við að fjalla um "hina hliðin".

Ritstjórunum og miðlinum hafa takist ætlunarverk sitt með því að fjalla mjög lengi mjög neikvætt um EB og láta hjá líða að birta nokkuð jákvætt um Evrópusambandið. Þeir eru búnir að fylla þjóðina þjóðerniskennd þar sem að margir líta á EB sem nánast kölska sjálfan. Fasta bloggarar Mbl kyrja svo þennan söng með miðlinum. Trúlega er ritstjórnin orðin það örugg með árangurinn að þeir treysta sér nú til að birta grein eins og þessa. Vonandi markar svona grein upphafið að því að Morgunblaðið nái vopnum sínum og verði faglegur fréttamiðill.


mbl.is Hefði hörmulegar afleiðingar fyrir Wales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi frétt virkar ekki á íslendinga. Íslendingar vilja ekki erlenda fjárfesta. Þjóðin er áratugum á eftir öðrum Evrópuþjóðum í hugsun, þegar viðskipti eru annars vegar. Þú veist, utlendingarnir þeir stela öllu. - eins og við gerum, ef við fáum að ráða.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 11:44

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað er nú að ykkur. Þeir sem eru búnir að vera á spena ESB eiga erfitt með breyta því. Varðandi erlendar fjárfestingar. Hvað er svo spennandi við þær. Eru þið að segja að við getum ekki lifað af án erlendra fjárfesta.? Hvað er takmark fjárfesta. Þið hljóðið að geta sagt ykkur það sjálfir ekki satt en ef ekki þá fjárfesta fjárfestar þar sem von er á að fjárfestingin borgi sig. Ef þið gætuð hugsað áfram þá hlýtur það að vera akkur okkar sem þjóð að fjárfesta í okkur sjálfum.

Valdimar Samúelsson, 27.11.2012 kl. 13:00

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Punkturinn hjá mér var að það birtist grein í Morgunblaðinu þar sem aðili fjallar jákvætt um EB. Það eitt eru tíðindi.

Það er gott mál að menn hafi skoðanir á erlendum fjárfestingum osfrv.

Gísli Gíslason, 29.11.2012 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband