Launajafnrétti og foreldraábyrgð.

Mikið hefur verið fjallað um kvennfrelsi og launamun kynjanna  og er oft talað af mikilli tilfinningu um þessi mál.   Eðlilega,  launmunur kynjanna kemur við rættlætiskennd okkar allra. 

 

Eitt sinn voru  konur heimavinnandi og karlar fyrirvinnur heimilanna.  Konur sóttu út á vinnnumarkaðinn og börnin fóru í leikskóla og í dag taka karlar almennt meiri þátt  í heimilisstörfum og uppeldi barna.     Ennþá  bera konur að meðaltali meiri ábyrgð á heimili  og börnum og karlar bera að meðaltali meira úr  bítum á vinnumarkaði.  Kynbundinn munur í heimilis- og  foreldraábyrgð  endurspeglar stöðu kynjanna  á vinnumarkaði.    

 

Jöfn foreldraábyrgð kynjanna er  trúlega forsenda til að  ná launajafnrétti á vinnumarkaði.  Þannig voru lög sem tryggðu feðrum  jafnan rétt til fæðingarorlofs stórt skref til að jafna foreldraábyrgð og mun  einnig minnka  launamun kynjanna.

 Það eru um 14 000 mæður sem búa ekki með barnsfeðrum sínum , en  þær hafa  lögheimili um 20 000 barna hjá sér, þ.e. barna yngri en 18 ára.   Þær bera  þ.a.l. mesta ábyrgð á uppeldi þeirra og hafa stöðu, skattalega og félagslega sem foreldri og einstætt foreldri ef þær eru ekki í sambúð með nýjum maka.   Það eru um 12 000 feður sem greiða meðlög með þessum 20 000 börnum.  Trúlega er kynbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokk, sem telur 26 000 foreldra eða um 16% af vinnnandi fólki á   Íslandi.    Eðli málsins samkvæmt eru þessi 16% fólk á fyrri hluta síns  starfsferils, og kjör þess á þessum tíma hefur  mikil áhrif á gengi þeirra  á vinnumarkaði.  Meiri ábyrgð kvenna í   foreldrahlutverkinu  rýrir sveigjanleika þeirra  á vinnumarkaði og viðheldur þannig bæði útskýrðum og óútskýrðum launamu. 

Undir forystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra,  var sameiginleg forsjá lögfest sem  meginregla við skilnað foreldra. Þetta þýðir að löggjafinn gefur þau skýru skilaboð að við skilnað ber foreldrum að fara áfram sameiginlega með ábyrgð á börnum sínum.  Að gefinni þeirri forsendu að sameiginleg forsjá þróist í jafna foreldraábyrgð, þá mun þessi löggjöf, eins og  fæðingarorlofslögin, einnig jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.  Þannig minnkar launamunur  kynjanna.  Foreldrajafnrétti forsenda fyrir  launajafnrétti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 184085

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband