Kaldsjávarækjan hefur misst forystuna í Englandi.

Fyrir utan allskonar sætindi og jólavörur þá eru mandarínur trúlega ein af þeim fáu hollu neyslu vörum sem aðeins er í búðum fyrir jól.  Áður voru epli og appelsínur svona jólavara en er í dag hversdagsvara.   Eitt sinn var pilluð kaldsjávarrækja svona jóla vara í Englandi.   “Prawn cocktail” var hluti af af þeirra jólastemmningu rétt eins og hjá okkur að fá mandarínur í búðir.  Nú er pilluð rækja búin að vera í mörg ár eins og epli og appelsínur þ.e. hverdagsvara.hz1l3147_640  

 

Breski markaðurinn hefur tekið um 50% af pillaðri rækju úr Atlantshafinu. Á síðustu árum fóru að koma ýmsar aðra rækjutegundir frá fjarlægum löndum inná breska markaðinn.    Oft eru þetta stærri rækjur en kaldsjávarrækjan, jafnvel með sterkari lit.  Nú er ég ekki hlutlaus en almennt finnst mér heitsjávarrækjur ekki eins bragðgóðar og pilluð rækja úr Atlantshafinu. 

Jólin 2007 í Englandi eru trúlega  fyrstu jólin þar sem  heitsjávarrækja er ráðandi í auglýsingum frá súpermörkuðunum en ekki okkar kaldsjávarrækja.   Forysta kaldsjásvarrækju, sem hefur staðið í áratugi er því lokið á breska markaðnum.  Með heitsjávarrækju kom alls konar vörunýjungar sem hentugra er að gera á stærri rækjum.

seafood party pack

 

Nú er samkeppnin ekki endilega innbyrðis á milli þjóðanna  eða framleiðendanna sem framleiða rækju úr Norður Atlantshafi, heldur er samkeppnin ekki síður almennt  við rækju sem framleidd er í Asíu og þá oft framleidd í eldi.  Sú rækja eykur markaðshlutdeild sína hratt á okkar hefðbundnu mörkuðum.

 

heitsjávarrækja  Samherji lokar rækjuverksmiðjunni Strýtu.Nú var í fréttum að Samherji er hættur að framleiða pillaða rækju.  Áður höfðu mörg öflug fyrirtæki eins og Eskja, Sigurður Ágústsson, Hraðfrystihúsið Gunnvör og Þormóður Rammi hætt framleiðslu á pillaðri rækju.  Ýmis önnur fyrirtæki í greininni höfðu orðið gjaldþrota eða hætt starfsemi. 

Trúlega heldur framleiðendum á kaldsjávarrrækju áfram að fækka þar sem að samkeppnin verður áfram hörð, bæði innbyrðis en ekki síst við ýmsar tegundir af rækju frá fjarlægum löndum eins og Asíu. 


mbl.is Rækjuvinnslu hætt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Hárréttar ábendingar, Gísli. Við höfum þurft að horfa upp á þessa blóðtöku úr byggðum landsins á meðan t.d. rammfölsku ofursterku gengi er haldið gangandi af Seðlabankanum og bankageiranum, sem flytur hávexti út sem nemur þriðjungi af heildar- útfluttri vöru og þjónustu!

Ívar Pálsson, 15.1.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Hárrétt og neytendur á Íslandi borga svo hæstu vexti (verðtrygging + vextir).   Ég held að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær við hættum að nota eigin gjaldmiðil.

Gísli Gíslason, 15.1.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 184136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband