16.2.2008 | 10:16
Norðfirðingar á Næsta bar í kvöld!
Ég sá í Fréttablaðiðinu í morgun að Jón Knútur Ásmundsson heldur útgáfuteiti á Næsta bar í kvöld klukkan 6 í tilefni af útkomu bókarinnar "Nesk". Kristinn Pétursson útgefandi bókarinnar kallar hana fyrstu bloggbók á Íslandi.
Það kemur fram í fréttinni að hann er rauðhærður og er með bloggsíðu á vefslóðinni www.raudhausar.com og er forsenda að vera rauðhærður til að geta bloggað þar. Sniðugur húmor. Ef ég man rétt þá voru Skagamenn með keppni um rauðhærðasta íslendinginn, þegar þeir halda írska daga hátíðlega.
Í útgáfuteitinu mun Jón Knútur lesa úr bók sinni og Katrín Oddsdóttir fjalla um blogg. Þá mun Hlynur Ben spila en hann er líka norðfirðingur.
Fyrir fólk eins og mig og aðra Nobbara, sem hafa búið í aldarfjórðung eða meir fjarri heimahögunum, þá er Jón Knútur sonur Ása rauða og Hildar ljósu. Hlynur er sonur Benna og Röggu Hjálmars.
Það er full ástæða fyrir Norðfirðinga, Fjarðabyggðarbúa og alla austfirðinga til að mæta.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:41 | Facebook
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.