Foreldrajafnrétti í Noregi !

Þessi ágæta kona er á móti því að feður fá aukinn rétt til fæðingarorlofs þar sem það skerði sjálfsagðan rétt móður til að vera með sitt barn fyrsta árið.   Í Noregi fá feður 5 vikur en mæður 12 mánuði.  Finnst einhverjum sanngjarnt?? Svona kerfi hefur afgerandi áhrif á frama móður á vinnumarkaði og viðhaldur þannig lauanmun kynjanna.   Ímyndið ykkur móðir sem eignast 3 börn eftir háskólanám á aldrinum 26-36, samaborið við föður á sama aldri.

Það að feður fái jafnan rétt til að umgangast börn sín er jafnréttismál en ekki síður bestu hagsmunir barna.   Rannsóknir sýna að börn sem mynda rík tengsl við báða foreldra spjara sig betur, jafnvel þó foreldrar búa ekki saman.  Fordómar útí foreldrajafnrétti seinkar að launajafnrétti kynjanna náist.

Viðhorf Anniku Huitfeldt opinberar viðhorf margra kvenna er telja sig jafnréttissinna.  Þeim finnst sjálfsagt að beita sértækum reglum til að tryggja að konur séu a.m.k 50% í stöðum og stjórnum í samfélaginu.  Hinsvegar er þessi sami hópur alltaf á bremsunni þegar jafna á rétt barna til beggja foreldra.   Þar er sjálfsagt að konur og mæður ráði áfram og mæður hafi 12 mánaða fæðingarorlof samanborið við 5 vikur fyrir feður.

Fyrir nokkru var jafnréttisráðherra í Noregi Karita Bekkemellen. Hún stefndi að foreldrajafnrétti, bæði með fæðingarorlofslögum sem og að báðir foreldrar bæru sameiginlega ábyrgð á börnum eftir skilnað.   Henni var vikið til hliðar og nú er önnur kona tekin við eftir að innflytjandi millilenti í ráðuneytinu.  Nýja konan, Annika,  er á móti foreldrajafnrétti og það virðist frændum vorum í Noregi þóknanlegt.

Viðhorf Anniken Huitfeldt enduspeglast líka hjá áberandi einstaklingum á Íslandi, sem gefa sig út fyrir að vera jafnréttissinnaða.  Þannig líkti Kolbrún Halldórsdóttir Félagi um foreldrajafnrétti við fótboltafélag á alþingi og framkvæmdarstjóri Jafnréttisstofu hefur sagt að barátta forsjárlausra foreldra sé ekki hluti af jafnréttibaráttunni.  Þannig hafa þeir feður og karlar sem vilja benda á hina hlið jafnréttismála mætt fordómum þeirra sem telja sig eiga þennan málaflokk. 

Á meðan þeir sem telja sig sjálfskipaða málsvara jafnréttis fjalla bara um kvenntréttindamál, þá verður einstreymisloki á umræðunni og umræðan verður áfram í blindgötu. Jafnrétti er gagnvirkur ferill og þá þarf að viðurkenna það og fjalla um það.  Það eru því miður litlar líkur á því á meðan áberandi þingmenn líkja Félagi um foreldrajafnrétti við fótboltafélag og æðsti embættismaður jafnréttimála segir að barátta forsjárlausra sé ekki hluti af jafnréttisumræðunni.

Foreldrajafnrétti og launajafnrétti mun haldast í hendur !


mbl.is Nýr ráðherra í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á meðan konur sjá um brjóstagjöf er eðlilegt að þær fái lengra fæðingarorlof. Svo tekur það líkama konunnar langan tíma að jafna sig eftir fæðingu og meðgöngu. En það er vissulega fagnaðarefni að feður fái orlof með börnum sínum því ég tel báða foreldra jafn mikilvæga fyrir barnið. Góðir hlutir gerast hægt.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.2.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Auðvitað eiga mæður eins og feður að eiga sitt fæðingarorlof.  Það sem manni finnst sorglegt er að þegar einstaklingar sem þykjast vera jafnréttissinnaðir, eru oft alfarið á móti því að jafna foreldraábyrgð kynjanna.  Nýr Jafnréttisráðherra í Noregi er í þeim hópi og skoðanasystkyni á hún mörg hér á landi.

Gísli Gíslason, 1.3.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband