30.3.2008 | 10:33
Meðlagsgreiðendur; Útlagar nútímans.
Hver hefur ekki séð kúrekamyndir, þar sem fógeti auglýsir eftir meintum glæpamönnum með því að hengja plaköt út um alla sýslu. Á plakötunum stendur "WANTED" og þá var einnig stundum "WANTED, dead or alive". Í myndunum voru oft hinir eftirlýstu kúrekar sem voru fórnarlömb aðstæðna. Þetta voru útlagar eða "outlaws" eins og það heitir á hinu engilsaxneska máli.
Ennþá er Kaninn við sama heygarðshornið. Nú eru útlagar nútímans ekki ógæfusamir kúrekar heldur meðlagsgreiðendur. Í Los Angeles er nú átak að koma í fangelsi "Top 10" skuldurum meðlaga ! Um það má lesa hér í vefútgáfu Los Angeles Times. Myndir af þessum 10 ógæfu mönnum lenda á "FBI's Most Wanted list" og eru þar í hópi með Osama Bin Laden. Samkvæmt heimildum eru um 80% af þeim sem skulda meðlög í Kaliforníu einstaklingar sem hafa tekjur við fátæktarmörk eða lægri tekjur og yfir 25% af útistandandi meðlagskröfum eru vextir. Ætli meðlagsgreiðendur séu ekki bara "niggara 21 aldarinnar".
Þrátt fyrir að feður og meðlagsgreiðendur hafa átt og eigi fáa formælendur hér á Íslandi, þá verður vonandi umræðan og framkvæmd stjórnvalda aldrei aldrei svona vitlaus hér á landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:37 | Facebook
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 185615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá pabbi það er alveg ótrúlegt hvað þú bloggar mikið
En ókei bæbæ :)
Knús,Kossar og ást
Eyleif :)
Eyleif Ósk Gísladóttir, 31.3.2008 kl. 19:43
Er þetta ekki næsta skrefið hér á landi? Ég var að gera skattskýrsluna mína og skv. skattayfirvöldum þá er ég ekki einstæður faðir. Samt borgaði ég tæplega 400 þús. í meðlag á síðasta ári með dóttur minni. Það er hvergi skráð á skattframtalið.
Sigurður Haukur Gíslason, 1.4.2008 kl. 00:36
:) Eyleif knús og kossar :)
Sigurður, ég skrifaði um þessi mál fyrir nokkru og hét greinin barnlausir foreldra. Þar bendi ég að báðir foreldrar hafa sömu framfærslu skyldu en ólíka skattalega stöðu. Sú mismunun hlýtur að vera brot á stjórnarskrá.
Gísli Gíslason, 1.4.2008 kl. 08:24
Góð grein. Er tekið eitthvað á þessu í frumvarpi Daggar?
Sigurður Haukur Gíslason, 1.4.2008 kl. 15:08
Ég er ekki viss hvort þetta sé í frumvarpinu. Það þyrfti einn faðir með sameiginlega forsjá að keyra svona prófmál fyrir dómsstóla.
Gísli Gíslason, 1.4.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.