30.8.2008 | 11:27
Álver eða álbræðsla ?
Þegar Alusuisse byggði sína verksmiðju í Straumsvík, þá var ávallt talað um álver. Orðið álver er frekar jákvætt enda var mikill þörf á þessari viðbót í atvinnulíf landsmanna um 1970, eftir að norsk íslenska síldin, sem var helsti nytjastofn, hafði hrunið. Ávallt var svo talað um álverið í Straumsvík, enda var lengst af mikill stuðningur við þá starfsemi.
Þegar verið var að byggja álver Alcoa á Austurlandi, þá varð hugtakið álbræðsla nokkuð almennt í málnotkun. Sama var þegar átti að stækka álverið í Straumsvík en þá var talað um álbræðslu Alcan af andstæðingum stækkunnar.
Orðið bræðsla hefur í áratugi verið notað yfir fiskimjölsverksmiðjur. Á síldarárunum svokölluðu um og eftir miðja síðustu öld þá fór sú síld sem ekki var nógu góð til söltunar í bræðslu. Bræðsla var einnig var nefnd gúanó. Ávallt þótti betra að koma síld í salt enda fengu skip lægra verð ef aflinn fór í bræðslu eða gúanó. Orðið gúanó er skítur frá fuglum. Þannig hefur hugtakið bræðsla gildishlaðna frekar neikvæða merkingu.
Þegar blaðamenn nota hugtakið álbræðsla er auðvelt að ímynda sér að þeir séu frekar mótfallnir þeirri starfsemi og öfugt ef þeir nota hugtakið álver. Persónulega finnst mér miklu eðlilegra að tala um álver en það endurspeglar vissulega mína afstöðu til þeirrar starfsemi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:15 | Facebook
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kenni efnafræði í 8. bekk og ég tala alltaf um álver en ekki álbræðslu enda er ekki verið að bræða ál. Súrálið sem álið er unnið úr er ljóst duft og er efnahvarfið svona: 2 Al2O3 + 3 C ® 4 Al + 3 CO2
Sigurður Haukur Gíslason, 1.9.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.