22.11.2008 | 11:20
Flokkur að pissa í skóinn sinn.
Þetta er fyrsta ríkisstjórn sem Samfylkingin á aðild að. Vegna óvæntra heimskreppu í fjármálum, þá urðu verkefni ríkisstjórnarinnar önnur og meiri en búist var við þegar ríkisstjórnin var mynduð. Þegar þetta áfall reið yfir þá fór Samfylking að mælast í skoðanakönnunum með aukið fylgi en Sjálfstæðisflokkur með minna fylgi. Þá finnst hluta af Samfylkingu í lagi að hætta ríkisstjórnarsamstarfinu, þ.e. gefast upp úti í miðri á. Þetta er algerlega óábyrg afstaða þessara þingmanna, sem kannski veitir tímabundna hlýju en verður til langs tíma eins og að pissa í skóinn sinn. Nú ríður á forystuhæfileika Ingibjargar hvort hún haldi hjörðinni saman og þau haldi ótrauð áfram þeirri vinnu sem er í gangi eða hvort þing verði rofið og boðað til kosninga. Ábyrgð hennar er mikil. Landið þarf staðfasta stjórn en ekki nýjar kosningar þar sem fyrst verða bræðra og systravíg í prófkjkörum og svo hörð kosningabarátta. Öll sú vinna sem í slíkt færi væri betur varið í að vinna á efnahagskreppunni.
![]() |
Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 186667
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.