Ekki í mínu nafni !

Ómar Ragnarsson marseraði á sínum tíma með 10-15 000 manns niður Laugarveginn og mótmælti Kárahnjúkavirkjun.  Það voru margfalt öflugri mótmæli og öfugt við þessi læti við Alþingi í dag, þá voru mótmæli hans eðlileg mótmæli þar sem fólk kom sjónarmiðum sínum á framfæri.   Í framhaldi bauð Ómar fram til Alþingis  enda taldi sig eiga mikið inni eftir að hafa fengið víðtækan stuðning í mótmælagöngu sinni.   Allir vita hvernig það fór,  hann náði ekki kjöri, þrátt fyrir víðtæka samstöðu í mótmælagöngu sinni.

Þetta voru 1000-2000 manns eða brotabrot af þeim fjölda sem Ómar Ragnarsson fékk með sér á sínum tíma.  Þessir mótmælendur tala ekki fyrir hönd þjóðarinnar og tala sannarlega ekki í mínu nafni.   Það er í góðu lagi að mótmæla, það er hluti af okkar lýðræðislega rétti,  en svona framferði eins og viðgengst í dag er engum til góðs

Það er mikilvægt núna ríkisstjórnin haldi sjó og klára sína vinnu og svo verði kosið þegar kjörtímabilinu er lokið.  Bæði tími, fjármunir og vinna er betur varið í annað en kosningabaráttu eins og ástatt er í þjóðfélaginu.


mbl.is Enn mótmælt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Tek undir þetta Gísli. Ég skil vel reiði fólks en þessi skrílslæti við Alþingishúsið eiga engan rétt á sér. Hvað hefur þetta fólk fram að færa annað en hrópandi slagorð. Þetta er ekki rétta leiðin til að koma málefnum á framfæri.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Sammála.  Skrílslæti eru ekki boðleg og mótmælin eru því miður að þróast í þá átt.  Fólk hefur fullan rétt á að mótmæla en skrílslæti og ofbeldi á ekki að líðast.

Gísli Gíslason, 22.1.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband