Sorglegt af Jóhönnu!

Björn Bjarnason hefur verið starfsamur ráðherra.   Jóhanna Sigurðardóttir hefur einnig verið starfsamur ráðherra, alltaf þegar hún hefur verið ráðherra.   Bæði eru fagmenn og ég ber mikla virðingu fyrir þeim báðum. 

Ef Jóhanna hafði þörf fyrir það að sparka í einhvern af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, þá hefði hún gert betra val með því að velja einhverja aðra en Björn Bjarnason.   Því var þetta sorglegt af henni.  Björn hefur verið starfsamur ráðherra og einn albesti fagmaður sem hefur verið ráðherra á Íslandi síðustu áratugina.  Sama má segja um  Jóhönnu sem á  mikið verk fyrir höndum.

Jóhanna Sigurðardóttir er 67 ára á þessu ári og Björn er 65 ára á þessu ári.  Væntanlega er þetta því þeirra síðasta kjörtímabíl.  Bæði eru afburðarstjórnmálamenn og vonandi koma nýjir þingmenn á næsta kjörtímabil sem hafa  sömu vinnusemi og fagmennsku og þau tvö.


mbl.is Birni þótti lítið leggjast fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Nú þykir mér þú blindur á annað augað félagi Gísli. Vel má vera að Björn hafi enhverju sinni stundað vinnu með ágætum, þá kanski helst sem menntamálaráðherra en hin síðari ár hefur Björn helst verið iðinn við að blogga og skrifa bækur, milli þess sem hann er í stríðsleik með lögreglu

Kristján Logason, 2.2.2009 kl. 00:22

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kristján

Björn er annálaður vinnuþjarkur - vel lesinn og stálminnugur og ég hef hingað til ekki vitað hann fara með rangt mál.

Það þarf yfirgripsmikla vanþekkingu til þess að halda því fram að Björn Bjarnason sinni ekki störfum sínum.

Það verður fróðlegt að sjá hvort viðtakandi ráðherra sem hefur starfað undir hans stjórn hefur dug í sér til þess að leiðrétta Jóhönnu - ef ekki leggst lítið fyrir þær báðar.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.2.2009 kl. 04:31

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Heill og sæll Kristján. Blindur í annað augað getur ekki borið virðingu fyrir pólistískum andstæðingum.  Ég get borið virðingu fyrir ráðherra af vinstri vængnum sem og hægri vængnum, ekki bara blindur að bera virðingu fyrir ráðherra á öðrum vængnum.   Ég er handviss um að sagan mun dæma Björn Bjarnason vel, einfaldlega vegna þess að hann var starfsamur og hann var og er faglegur.   Ég tek undir með Ólafi Inga, það verður fróðlegt að sjá hvort nýr ráðherra hafi dug í sér að leiðrétta forsætisráðherra. Og ef ekki þá leggst lítið fyrir þær báðar.

Gísli Gíslason, 2.2.2009 kl. 08:28

4 Smámynd: Kristján Logason

ég er alltaf til í að dæma menn af góðum verkum. Enn legg mikið upp úr því að meta menn út frá því hvaða mann þeir hafa að geyma. Því miður hefur Björn verið staðinn að ósannsögli og það frekar miklu nú upp á síðkastið og hefur hann því set mikið niður hjá mér. Ég gagnryni það ekki að hann hafi áður fyrr verið vinnusamur en árásir hans og beinar lygar í síðustu viku slógu öll fyrri met.

Hér áður fyrr gat ég haft gaman að vitleysunni í honum og látið mér nægja að hlægja ég var sannarlega sjaldan sammála (sem þó kom fyrir, enda ég pólitískt viðrini) en í seinni tíð hefur slíku hrakað. 

Hann ,sem svo margir, hafa setið of lengi í stólnum og með síðustu verkum náð að skaða æru sína mikið. 

Kristján Logason, 2.2.2009 kl. 12:03

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Heill og sæll.   Ekki minnist ég þess að hann hafi sagt ósatt né staðinn yfirhöfuð að ósannsögli, hvað þá skaðað æru sína.   En svo Kristján er í góðu lagi hjá okkur að vera sammála að vera ósammála um BB!

Gísli Gíslason, 2.2.2009 kl. 13:53

6 Smámynd: Kristján Logason

Félagi Gísli. Það er siður góðra manna að geta verið ósammála um flest en vinir þó. :)

Þannig var um sjallana og kommana í hafnafirði hér forðum þegar afi minn var í pólitíkinni 

Það sem ég reyddist BB í síðustu viku voru tilhæfulausu dylgjur og árásir hans á Ögmund vegna aðgerða lögreglu. Þar, sem og í árásum á Atla, fór björn með staðlausa stafi og hirti ekki um að svara þó menn bæru hönd fyrir höfðu sér í skrifum. 

Hann hefði verið maður að meiri í þeirri orðræðu ef hann hefði játað mistök sín og að hann hefði farið offari í stað þess að bregða fyrir sig undarlegri umræðu um byssulögjöf til varnar

Orðræður má sjá á smugan.is sem og á Bloggi björns 

Því miður eru þetta ekki einu ósannindi Björns en í málefnum herstöðvar, nató og herstöðvar andstæðinga hefur hann einnig farið með rangt mál.  

í málefnum er varðar stóra slagin 49 á austurvelli segir hann heldur ekki rétt og satt frá og því miður mætti margt fleira tleja 

Kristján Logason, 2.2.2009 kl. 16:08

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Það á nú alveg eftir að koma í ljós hver voru tengl þingflokks VG við þessi skrílslæti við Austurvöll (ég skil á milli mótmælenda annars vegar og skrílslátanna hinsvegar).    Þannig kaupi ég ekkert að BB hafi sagt neitt ósatt í þessum efnum, og efast stórlega um að hann hafi sagt ósatt. 

En upphafið að þessu innleggi var að Jóhanna sagði að Björn væri ekki starfsamur og það stenst enga söguskoðun.  Meira að segja Hjörleifur Guttormsson ver Björn í þessum efnum sbr.  http://hjorleifurg.blog.is/blog/hjorleifurg/entry/792240/ 

"Ég tók eftir sneiðinni frá Jóhönnu til Björns Bjarnasonar í dag um að hann hefði verið svifaseinn. Ég hefði geymt mér slíka einkunnagjöf þar til í þinginu þegar fyrrum samráðherra hennar hefði getað svarað fyrir sig. Sjálfur þekki ég ekki málavöxtu, en mér hefur sýnst Björn athafnasamur sem ráðherra."

Gísli Gíslason, 2.2.2009 kl. 16:43

8 Smámynd: Kristján Logason

Séð hef ég skrif Hjörleifs en sagði einnig að hann hafi hingað til verið starfssamur en vil meina að lítið hafi frá honum sést undanfarið. Tel það vera vegna þess að hann var of upptekinn við að skrifa bók sína um evrópumálin. Ég skal hins vegar draga það til baka reynsit það rangt hjá mér.

ég er alltaf til í að viðurkenna það þegar ég geri mistök. Þannig mætti vera um fleiri.

Læt hér fylgja með orð atla um BB

Dómsmálaráðherra reynir í viðtali við Smuguna í gær að svara fyrir og réttlæta rangar og fáheyrðar sakargiftir í minn garð um að ég hafi veist að lögreglunni......

Dómsmálaráðherra verður enn ber að ósannindum í svari sínu. Þar fullyrðir hann að forystumenn Landssambands lögreglumanna hafi gengið á minn fund og ganrýnt framkomu mína.    Það er fjarri sanni. Ég átti frumkvæði að því að koma á fundi með þessum forystumönnum og sótti þá heim á skrifstofu Landssambands lögreglumanna......

Það fór sem mig grunaði. Dómsmálaráðherra hefur ekki manndóm í sér að biðja mig afsökunar á afar meiðandi ummælum og röngum sakargiftum um að ég hafi veist að lögreglu. Honum er hins vegar í lófa lagið að óska rannsóknar á málinu. Ef hann þorir.

Og læt ég þar með þessum leik mínum lokið :) 

Kristján Logason, 2.2.2009 kl. 18:43

9 Smámynd: Gísli Gíslason

Heill og sæll. Ég læt líka staðar numið hér, en segi bara að lokum að ég trúi Birni margfalt betur en Atla Gíslasyni.

Gísli Gíslason, 2.2.2009 kl. 18:52

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það sem viðheldur flokksræðinu er fólk sem blandar saman stjórnmalum og trúmálum. Margir Vinstri grænir fannst allt í lagi þegar hluti mótmælenda grýtti lögreglu og skemmdi eignir, s.s. Alþingishúsið. Það var í lagi af því þetta var þeirra lið. Hins vegar gagnrýndu þeir lögreglu fyrir að beita piparúða. Í svona átökum er alveg ljóst að einhverjir lögreglumenn ganga full harkalega til verks og það ber að fordæma og kæra þegar það á við.

Í íþróttum byrja margir með því að halda með ákveðnum liðum og leikurinn snýst um það. Löngu síðar, þegar þekkingin er orðin meiri, svo og viskan þá fara menn að horfa  og njóta á íþróttirnar sem listform. Þá skipta félög nánast engu máli. Þessi greining á einnig við um pólitíkina. Byrjendurnir eru áhangendur flokka og flokksgæðinga. Þeir hafa enga þekkingu til þess að meta verk pólitíkusa og styðja þess vegna flokkana og pólitíkusa þeirra í blindi. Þegar viskan vex fara menn að sjá styrkleika í málflutningi einstaklinga án tillits til flokka.

Tek undir með þér að Jóhanna hefur sett niður við þetta útspil sitt.

Sigurður Þorsteinsson, 2.2.2009 kl. 23:25

11 Smámynd: Kristján Logason

Sæll Sigurður. Fullyrðing þín um að Vinstri grænir hafi fundist þetta í lagi verður að teljast röng þar til þú getur sýnt mér komment þessara aðila og flokksskírteini.

Því miður þekki ég engan persónulega sem er með flokksskýrteini þar en ég hef heldur ekki fyrir hitt neinn mómælanda sem studdi aðgerðir gegn lögreglu. É get hins vegar örugglega dregið þá fram í dagsljósið og það úr mörgum flokkum sjálfsagt. Hef ekki hugmynd um það en suma hverja þekki ég einungis sem sjálfstæðismenn hvort svo sem þeir hafa vitkast í seinni tíð eins og þú nefnir að menn geri.

Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband