Hið nýja Ísland þarf nýjan forseta.

Krafa samtímans er að athafna- og stjórnmálamenn geri upp fortíð sína og tengls sín við bankahrunið.  Hið nýja Ísland skal byggja á forystu sem hvorki tengist eða ber ábyrgð á bankahruninu.

Það er því ljóst að það verður uppstokkun í landsmálum og í bankakerfinu sem einnig getur haft afleiðingar útí atvinnulífið þar sem bankarnir eiga ríka hagsmuni að gæta.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson studdi og dásamaði útrásarvíkingana í ræðu og í riti.  Menn í viðskiptum á erlendri grundu með Forseta Íslands í sínu fylgdarliði þóttu trúverðugir og fengu ríka fyrirgreiðslur.  Hluti af þeim fjármunum er nú að falla á þjóðina.   Sterk tengsl forsetans við ákveðnar viðskiptablokkir er staðreynd.  Þessir sömu aðilar eiga ráðandi hlut í stærstu fjölmiðlum landsins. Síðasta ríkisstjórn Davíð Oddssonar vildi setja leikreglur til að tryggja dreift eignarhald á fjölmiðlum. Það hugnaðist Ólafi ekki sem neitaði að undirrita fjölmiðlalögin.  Þannig tryggði hann óbreytt eignarhald á fjölmiðlum.  Davíð hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna en Ólafur Ragnar ekki á sama hátt, þó það sé efnisleg ástæða fyrir gagnrýnni umfjöllun um þátt hans í útrásinni.    

Ólafur Ragnar hefur verið öðruvísi forseti en forverar hans.  Á margan hátt hef ég kunnað ágætlega við margt sem hann hefur sagt og gert.  Hann hefur engu að síður verið pólitískari og virkur þáttakandi í útrásinni. Þannig er hann ekki eins hlutlaus og fyrirrennarar hans voru.  

Ólafur Ragnar Grímsson getur í mínum huga ekki verið hluti af hinu nýja endurreista Íslandi.   Til þess hefur hann setið of lengi og verið of virkur þáttakandi í útrásinni, sem nú virðist á góðri leið með að setja íslensku þjóðina í alvarlega skuldaklemmu.  Við þurfum því nýjan forseta á Bessastaði sem hvorki tengist eða ber ábyrgð á bankahruninu.  Slíkur forseti verður hluti af hinu nýja Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Bíddu nú. Ber Forseti Íslands nú ábyrgð á bankahruninu.

Hvaða endemis bull er þetta maður ?

hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Offari

Forsetinn og seðlabankastjórinn bera enga ábyrgð á bankahruninu. Kerfið var meingallað og sá galli hvatti menn til að misnota kerfið. Það er ekki þar með sagt að þeir hefðu átt að misnota kerfið. En þeir sem nauðguðu kerfinu eru einmitt sökudólgarnir, ekki fórnarlömbin.

Ég hef ekki trú á því að sátt náist í þjóðfélaginu fyrr en gamlir valdhafar hafa tekið pokann sinn.

Offari, 7.2.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 184163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband