Réttar upplýsingar!

Þegar maður les svona frétt, þá veltir maður fyrir sér hvaða upplýsingar um hvalveiðar hefur þetta fólk ?   Hvað gera íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar til að koma réttum upplýsingum til þessara þingmanna um stofnstærð og annað er varðar veiðarnar  ?  

Trúlega sitja þessir þingmenn uppi með rangar upplýsingar og hagsmuna aðilar sem vilja nýta hvalastofna gera mest lítið til að koma réttum upplýsingum til  þeirra.  Á meðan svo er þá tapast orðræðan úti í heimi, sem umhverfiverndarsamtök hafa mótað, oft á röngum forsendum.  Hér er verk að vinna, sem ég held að því miður enginn sé að vinna.


mbl.is Gagnrýna undanlátssemi gagnvart hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðræðan er löngu töpuð og "réttar" upplýsingar breyta þar engu um. Íslendingar verða að bíta í það súra epli að yfirgnæfandi meirihluti íbúa BNA, og reyndar flestra vestrænna ríkja, er alfarið á móti hvalveiðum og skiptir þar engu hvort hvalirnir eru í útrýmingarhættu eða ekki. Fyrir þessu eru tilfinningarök, svona líkt og að við étum ekki hunda þótt þeir séu ekki í útrýmingarhættu og fordæmum dráp á fólki þótt íbúum jarðarinnar fjölgi alltof hratt. Það skiptir því engu máli þótt íslenskir fræðimenn og hvalfangarar dæli í fólk upplýsingum um stofnstærðir og fiskát hvalanna því það breytir engu um tilfinningar fólks. Þetta er staðreynd málsins hvort sem okkur líkar hún betur eða verr.

GH (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Meiri hluti fólks í USA og Evrópu er á þessari skoðun vegna þess að sú skoðun hefur verið mótuð með röngum forsendum.  Það þýðir að það er hægt að hafa áhrif á skoðanir fólks.  Það hefur því miður ekki verið gert og því situr fólk uppi með skoðanir byggðar á röngum forsendum.  Ég trúi því að hægt sé að breyta því og er að því leyti ósammála þér.  Skoðanir fólks breytast með tíma, það sem gott og gilt fyrir nokkrum áratugum er ekki gilt í dag osfrv.  Þannig trúi ég því að sjálfbærar hvalveiðar eru hluti af framtíð mannkyns.

Gísli Gíslason, 21.5.2009 kl. 12:24

3 identicon

Mín reynsla á USA er reyndar sú að flestum er slétt sama um hvalveiðar.
Háværi minnihlutinn er hinsvegar töluvert hávær.
Það skal reyndar tekið fram að ég hef bara reynslu af skólafólki. Ég hugsa að sæmilega upplýst fólk sé fylgjandi hvalveiðum fái það að heyra það sem satt og rétt er.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 13:57

4 identicon

Ég hef nú verið töluvert í USA og reynsla mín er alveg eins hjá honum Guðmundi Steinbach. Flestum er nákvæmlega sama, meira að segja eru margir sem hafa horn í síðu þessa háværa minnihlutahópa og kalla þá treehuggers.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 17:02

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Það eru fáránleg rök að við eigum ekki að stunda hvalveiðar vegna þess að fólk úti í heimi er á móti því, fólk sem hefur  verið matað á kolröngum forsendum. 

Það þarf að kynna okkar málsstað enda veiðar okkar mjög sjálfbærar.  Kynning á sér ekki stað, hvorki af stjórnvöldum né hagsmunaðilum a.m.k hef ég ekki orðið var við það og það er vandamálið. 

Gísli Gíslason, 21.5.2009 kl. 17:58

6 identicon

Ég hef aldrei áttað mig á andstöðu Bandaríkjamanna við hvalveiðar, né heldur hvað aðrar þjóðir taka mikið mark á þeim í þessum efnum.

Bandaríkjamenn veiða sjálfir um 50-70 dýr á ári, úr tiltölulega litlum stofni. 

http://en.wikipedia.org/wiki/Whale_hunting

Elín (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 17:58

7 Smámynd: Gísli Gíslason

jú, jú Bandaríkin stunda hvalveiðar og það er réttlætt með því að þetta séu frumbyggja veiðar. 

Meginmálið er að þingmenn á Bandaríska þinginu, sbr þessa frétt, eru á móti hvalveiðum.  Þeir hafa fengið einhliða upplýsingar um hvalveiðar sem segir mér að upplýsingaflæði um okkar málsstað bæði frá stjórnvöldum og hagsmunaaðilium til þessara þingmanna er ófullnægjandi.  Það er vandamál.

Upplýsingarnar á Wikipedia, þar sem allir geta bætt inn upplýsingum, er lýsandi um hvað vantar hjá okkur að koma okkar skilaboðum á framfæri.  Á Wikipedia byrjar saga hvalveiða á Íslandi árið 1982 þegar landið mótmælti ekki hvalveiðibanni IWC.  Þarna er ekkert sagt að Ísland hafði bannað hvalveiðar víð Ísland á öðrum áratug síðustu aldar og hófu ekki hvalveiðar aftur fyrr en eftir seinna stríð.  Trúlega voru þær hvalveiðar sem stundaðar voru eftir seinna stríð meira og minna sjálfbærar.  Þessar mikilvægu staðreyndir rata ekki einu sinni á wikipedia og segir allt um máttleysi stjórnvalda og hagsmunaaðila til að koma á framfæri réttum upplýsingum og verja þannig á alþjóðavettvangi þennan mikilvæga atvinnuveg.

Gísli Gíslason, 22.5.2009 kl. 08:11

8 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég sé að á öðrum stað á wikipedia eru nánari upplýsingar um okkar hvalveiðar, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Whaling_in_Iceland, en samt vantar mikið uppá þessar upplýsingar.

Gísli Gíslason, 22.5.2009 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 185615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband