Undirritar Forseti Íslands Icesave lögin??

Þegar Forseti Íslands var að þjónusta Baug með því að neita að undirrita svokölluð fjölmiðlalög þá sagði hann eitthvað á þá leið að það væri gjá á milli þings og þjóðar. 

Ef einhverntímann er gjá á milli þings og þjóðar þá er það núna.  Hann ætti því að neita að undirrita þessi lög og senda í þjóðaratkvæði. 

 


mbl.is Sömdum við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Þá var það eina rétta í stöðuni hjá forseta að neita undirritun, enda frumvarpið lélegt, sett fram á röngum forsendum og skaðaði alla heilbrygða umræðu um fjölmiðla. Frumvarpið sem slíkt varð svo til þess að baugsmenn og miðlar fengu óheftar hendur sem þeir svo misnotuðu óspart.

Að sama skai er jafn slæmt að skrifa undir þetta frumvarp og binda þjóðina á skuldaklafa nýfrjálshyggjunnar.

Skaðvaldar í hvoru tvegjja málanna voru sjálfstæðisflokkur, sjálfræðisflokkurinn og sjálfgræðgisflokkurinn með HH og DO í broddi fylkingar.

Hefðu DO og félagar ekki hlutast til um að eyðileggja íslenska fjölmiðla með ritskoðunarstefnu að hætti rússa væri málum kanski almennt betur farið í þjóðfélaginu.

Hvorugir hefðu þá komist upp með jafn mikinn ósóma og þeir hafa síðan komist upp með, hvorki sjálfgræðgismenn né sjálfstæðismenn.

Kristján Logason, 28.8.2009 kl. 20:50

2 identicon

Hann bjóst við að það færi í þjóðaratkvæðagreiðslu en þar sem Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki hugsað sér að mögulega, fræðilega ætti íslenskur almúgur undir nokkrum kringumstæðum fengið að kjósa beint um lög, þá tóku þeir lögin til baka og mynduðu þar með fyrsta fordæmið fyrir því að forsetinn neiti að kvitta undir lög.

Sumsé, svokallaður málskotsréttur forseta er í reynd orðinn að neitunarvaldi. Enn eru ekki til lög sem heimila þjóðaratkvæðagreiðslur og þar með eru yfirgnæfandi líkur á að lögin yrðu einfaldlega tekin til baka í stað þess að kjósa um þau, sérstaklega þar sem meirihluti Íslendinga virðist vera á móti samningnum, og með því er allt ferlið komið á fyrsta punkt og við erum á sama stað og í Október, 2008.

Hvorki yfirvöld né stjórnarandstaðan né forseti mun leyfa því að gerast.

Rétt er að nefna að ég er mjög hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum sjálfur. Ég er ekki sáttur við hvernig ferlið virkar, ég er bara að benda á að það sé svona. Við erum ekki í neinu skárri málum þótt forsetinn neiti að skrifa undir lögin vegna þess að málið færi ekki fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, það yrði einfaldlega tekið til baka og byrjað upp á nýtt, nema í ennþá verri stöðu.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:05

3 identicon

Ég man nú reyndar eftir orðum Steingríms Joð í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið... að þetta væri þarft frumvarp, en hann gæti ekki stutt það, því það væri sett fram af svo miklu offorsi.

Afstaða hans þá réðist af populisma og það gerir hún enn... nema að hann hefur bætt við þrælslundinni, þegar hann nú sýnir Samfylleríinu fádæma undirgefni. Maðurinn sem eigin samflokksmenn kalla ómerking orða sinna, segir í viðtali að hann hefði kosið öðruvísi í ESB málinu, ef hann hefði verið í stjórnarandstöðu. Fádæma stefnufesta þar á ferð.

En því miður mun ÓRG skrifa undir lögin... og það fljótt, því hann fær um það ordru frá stjórnvöldum. Þessi gjá sem núna blasir við er mun dýpri og stærri en þegar fjölmiðlalögin voru á borðinu hans, en þetta er gjá sem er búin til af vinstri stjórn og því er hún miklu fallegri og með bólstruðum veggjum og rauðum dregli í botninum... alla leið til ESB.

Ófeigur Ófeigsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:36

4 identicon

Og svona af því að Kristján Logason talar um að DO og félagar hafi "hlutast til um að eyðileggja íslenska fjölmiðla með ritskoðunarstefnu" þá er þetta holl lesning fyrir hann, sem og aðra: http://tinyurl.com/ktz3mf

Ófeigur Ófeigsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:50

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar Ólafur Ragnar hafnaði fjölmiðlalögunum voru rökin tvíþætt:

1) Mikilvægi málsins.  2) Sú gjá sem hafði myndast milli þings og þjóðar.

- IceSave er stærsta skuldbinding sem íslenska ríkið hefur gengist í ábyrgð fyrir frá upphafi, og yfir 70% þjóðarinnar eru mótfallin því.

Nú mun reyna á það hvort forseti vor er sjálfum sér samkvæmur.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2009 kl. 21:56

6 Smámynd: Gísli Gíslason

Sagan mun dæma verk Forsetans þegar hann neitaði að undirrita fjölmiðlalögin.  Tilgangur með lögunum var að tryggja dreifða eignaraðild að fjölmiðlum til að tryggja að ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðanna þannig að þau væru ekki að þjóna eigendum sínum.   Bauglsmiðlarnir fóru  mikinn, vel studdir af Samfylkingunni, sögðu að Sjálfstæðisflokkurinn væri að ofsækja Jón Ásgeir og félaga.  Það náði eyrun fólks og að sama skapi trúði fólk að Baugsmálið væri ofsókn Davíðs gegn Baugi.  Í dag hefur Eva Joly sagt að Baugsmenn fengu ótrúlega vægan dóm.  Forsetinn hljóp undir bagga með Baugi og Samfylkingunni og neitaði að undirrita fjölmiðlalögin.  Við sitjum því uppi með að fjölmiðlar á Íslandi eru því ekki hlutlausir í leit að sannleika.   Þeir eins og bankarnir fyrir hrun eru að hluta að þjóna hagsmunum eigenda sinna. 

Sagan mun dæma hrunið, orsakir og afleiðingar.  Mjög alvarlegur og óskrifarður þáttur í hruninnu er  að fjölmiðlar veittu stjórnvöldum, bönkum, stjórnmálaflokkum og öðrum ekki eðlilegt aðhald með upplýstri umræðu um stöðuna í efnahagsmálum.  Enda voru það stærstu eigendur bankanna sem áttu fjölmiðla og fengu að eiga þá í friði þar sem ekki náðist  að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum sem tryggði ritsjórnarlegt stjálfstæði þeirra.  Enn og aftur er ábyrgð Forsetans mikil.  

Auðurinn er góður þjónn en slæmur húsbóndi.

Gísli Gíslason, 29.8.2009 kl. 11:30

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er athlysverð grein í Staksteinum í Mbl í dag, þar sem fjallað er um synjun forsetans á fjölmiðlalögunum, en þar segir m.a.

"Í vefritinu Pressunni eru rifjaðar upp athyglisverðar setningar úr bók Guðjóns Friðrikssonar um forsetann, sem út kom fyrir síðustu jól. Réttilega er vakin athygli á að þar tilgreini forsetinn aðrar ástæður fyrir synjun sinni en „gjána milli þings og þjóðar“.

Í bókinni er haft eftir forsetanum: „Mér var orðið ljóst að ástandið heima á Íslandi var ekki alveg með felldu. Búið var að beygja allar stofnanir ríkisvaldsins meira og minna undir valdahroka í einum manni sem virtist eingöngu vera að hefna sín á hinum og þessum í þjóðfélaginu sem honum mislíkaði við.

Aldrei var að vita hvar þetta endaði ef forsetinn gripi ekki í taumana.“

Það var með öðrum orðum ekki gjáin fræga sem olli því að forsetinn notaði málskotsréttinn, heldur þurfti að koma böndum á Davíð Oddsson. Þetta kemur þeim, sem fylgdust með málinu, reyndar ekkert á óvart.

En nú þarf ekki að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórn og litlar líkur eru á að forsetinn skjóti Icesave-málinu til þjóðarinnar."

Svo mörg voru þau orð.   Þessi ákvörðun forsetans er eitt af því sem mun eldast mjög illa og standast illa dóm sögunnar, þrátt fyrir að fjölmiðlar væru búnir að keyra af stað múgsefjun í landinu gegn fjölmiðlalögunum.

Gísli Gíslason, 2.9.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 184017

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband