BESTU LÁNIN ERU ENGIN LÁN.

Fyrir hrun þá kepptust bankarnir við að lána fólki sem endurfjármagnaði húsnæðilánin sín, minnkuðu greiðslubyrgðina, gjarnan með því að taka 40 ára bankalán í stað 25 ára húsnæðisstjórnarláns og annarra skammtíma lána.  Fólk hugsaði fyrst og fremst um að lágmarka greiðslubyrgði dagsins en ekki hversu hratt eða hvort það yfirhöfuð væri að eignast eitthvað í sínu húsnæði.  Þegar svo skuldir margfölduðust við hrun, þá  lenntu margir í greiðsluerfiðleikum.

Kannski er þörf á að Íslendingar hugsi hlutina aftur uppá nýtt.   Kannski eru hin gömla hagfræði ömmu og afa klassísk að "engin lán eru bestu lánin".  Kannski þarf þjóðin að læra uppá nýtt að neita sér um ýmisleg og vera ekkert að kaupa neitt nema eiga fyrir hlutunum.  Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti að vera vaxtaþræll bankanna, sem er því miður veruleiki margra í dag.  Klara Vemundsdóttir hefur átt ánægjulegt líf enda sneið hún sér alla ævi fjárhagslega  stakk eftir vexti.  Það er til eftirbreytni.


mbl.is Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður var engin lausn á jöfnunni.  Þú getur ekki eignast húsnæði nema með verðtryggðum eða gengistryggðum lánum.  Þegar svo dýfan kemur, þá leggst hún á almenning af fullum þunga en hinir 'tryggðu' bera enga ábyrgð. 

Það skiptir engu í stærra samhengi, hvort þú skuldaðir 50% eða 90% við hrunið - í báðum tilfellum þarftu að greiða alla þína hundstíð af lánunum, eða fara á hausinn, meðan það er enn leyfilegt.

Ég persónulega myndi vilja fara til baka til íslenska hagkerfisins fyrir verðtryggingu.  Jú, það var verðbólga, en hún var þó 'góð' að því leiti að lánin þín lækkuðu meðan launin hækkuðu.

Annar kostur væri að verðtryggja húsnæðislán í vísitölu húsnæðisverðs.  Það er þó sanngjarnt fyrir báða aðila, skuldara og lánara.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Margir sem skulduðu 50% við hrun hefðu með hófsemi getað verið í minna húsnæði og skuldsett sig minna fyrir innanstokksmunum og annarri neyslu.  Margir af þeim hefðu komist af með 20-30% skuldsetningu og sömu rök má færa fyrir þeim sem skulduðu 90%.  Bankarnir keyrðu þessa þróun áfram.  Frólegt væri að skoða nú gamlar auglsýingar þar sem fólki var sagt að endurfjármagna og fara til sólarlanda fyrir afganginn.  Margir bitu á.

Það sem ég vildi koma fram með færslunni var að áður fyrr sparaði fólk áður en það keypti.  Núna skuldsetti fólk sig og oft óþarflega mikið, enda endurfjármögnuðu margir sig til þess eins að lækka greiðslubirgði og eyddu mismun í neyslu.  Hagfræði ömmu og afa um að bestu lánin eru engin lán er því eitthvað sem fólk ætti að velta fyrir sér.  Sparsemi og nægjusemi var ekki einkenni íslendinga árið 2007 og árin á undan.    Það að spara og eiga fyrir hlutunum var einfaldlega púkó.

Gísli Gíslason, 22.9.2009 kl. 11:32

3 Smámynd: Ragnar G

Þetta er alveg hárrétt Gísli. Mín skoðun er sú eins og þín að hagfræði ömmu og afa er sú allra besta. En þar sem höfðustólar lána hafa stökkbreyst í hruninu, þeir orðnir óeðlilega háir, fólk var búið að gera áætlun um greiðslur til framtíðar með því að fara í greiðslumat. 

því verður ríkisstjórin að stíga fram fyrir hönd skuldara í landinu og semja við lánveitendur um leiðréttingu á höfðustól skuldara. Þetta kostar ríkið ekki neitt því þarna yrði samningur milli skuldara og lánveitanda. Lánveitandi lækkar sinn stökkbreytta höfðustól sem leiðri til lækkunar á höfðuðstól skuldara. Fólk stæði í sömu sporum og fyrir hrun, forsendur stæðust og hver bjargar sér m.v. þær forsendur þegar lánin voru tekin.

Ragnar G, 23.9.2009 kl. 13:26

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Auðvitað er þetta hrun ekkert annað en "force majure"  og auðvitað á að taka tillit til þess. 

Gísli Gíslason, 23.9.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 184029

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband