6.12.2009 | 12:37
Að mjólka nytin úr kúnni !
Við Íslendingar höfum búið við gott tekjuskattskerfi, þar sem að ein skattaprósenta gildir fyrir alla og allir hafa persónuafslátt. Það þýðir það að fólk með lágar tekjur greiðir mun minni skatt hlutfallslega af launum sínum heldur en fólk með hærri tekjur. Kerfið er einfalt, skilvirkt og tryggir það að þeir með hærri laun greiða meiri skatta hlutfallslega en þeir með lægri laun.
Nú þarf að auka tekjur ríkissjóðs. Eðlilegasta ráðstöfunin hefði verið að ráðast gegn atvinnuleysinu en þar berst ríkisstjórnin af fullum þunga gegn uppbyggingu á bæði á Bakka og í Helguvík og kemur með afgerandi hætti í veg fyrir að búin verði til ný störf. Á meðan eru þúsundir einstaklinga atvinnulausir sem ekki greiða neina skatta en þyggja atvinnuleysisbætur. Að virkja þennan hóp í atvinnulífið væri besta og skilvirkasta ráðstöfunin til að auka tekjur í ríkisskassann. Nei það má ekki því nú er orðið bannorð að virkja og bannorð að leggja rafmagnslínur um landið okkar og því verða þúsundir Íslendinga áfram atvinnulausir.
Lausnin hjá ríkisstjórninn er að henda núverandi kerfi og taka upp þrepaskipt skattkerfi og skattleggja þyngra þá með hærri laun. Ef ríkisstjórnin vildi auka álögur á þá tekjumeiri þá hefði verið mun eðlilegra og einfaldara í framkvmd hækka skattaprósentuna, eða bara bæta við hátekjuskatti eins og var um árið. Slík breyting hefði ekki kostað jafn umfangsmikla vinnu vegna kerfisbreytingar hjá bæði Alþingismönnum og embættismönnum. Sú vinna hefði verið betur nýtt í margt annað.
Það er margsannað ef skattaálögur aukast yfir eitthvað ákveðið stig, þá eykur það ekki skattekjurnar. Í heimi hagræðinnar er þetta kennt við Laffer. Á einfaldri íslensku heitir það að mjólka nytin úr kúnni, þ.e. ef kusa er mjólkuð of hart þá minnkar það sem hún gefur af mjólk og í versta falli hætt að mjólka. Það er vonandi að ríkisstjórnin mjólki ekki nytin úr íslensku samfélagi.
![]() |
Skattafrumvörp til nefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2009 | 10:36
Dreifð byggð og dreifð starfsemi?
Á Austurlandi hefur verið byggð enginn einn staður sem er 3 x stærri en næst stærstu staðir eins og t.d. Akureyri fyrir Norðurlandi og Ísafjörður fyrir Vestfirði. Austfirðingafjórðungur hefur talið 10-12 þús manns dreift í mörg sveitarfélög sem voru flest með innan við 1000 íbúa áður en sameining sveitarfélaga hófst og ekkert með fleiri en 2000 íbúa. Framundir 1970 og jafnvel 1980 rifust Seyðisfjörður, Neskaupstaður og jafnvel Eskifjörður um það hvað staður væri forystusveitarfélag fjórðungsins, enda voru þetta stærstu staðirnir með öflugust fyrirtækin og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þessir staðir áttu það allir sameiginlegt að búa við slæmar vetrarsamgöngur og voru endastöðvar. Það eru áratugir síðan það komu upp hugmyndir um að tengja saman Seyðisfjörð og Neskaupstað með göngum og frá þessum göngum átti líka að leggja göng til Egilsstaða. Það heyrist lítið talað um þessa hugmynd í dag og eiga Austfirðingar trúlega fullt í fangi með að fá í gegn ný jarðgöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar hefði komið í veg fyrir þessir staðir væru þessar endastöðvar sem þeir eru.
Sú þróun hefur átt sér stað allstaðar í hinum vestræna heimi að fólki sem starfar við framleiðslu fækkar en það fjölgar störfum í þjónustu og opinberri þjónustu. Þetta á líka við á Íslandi þar sem fólki sem starfar við fiskveiðar og fiskvinnslu og landbúnað, fækkar. Á sama tíma fjölgar fólki sem vinnur við verslun og þjónustu. Fyrir austan hefur fólki fækkað við sjávarsíðuna en íbúum fjölgað á Egilsstöðum og nú síðast á Reyðarfirði í kjölfar uppbyggingar stóriðju þar. Hinu opinbera hefur ekki þótt skynsamlegt að setja niður þjónustufyrirtæki á endastöðvum og einstaklingar í einkarekstri staðsetja sína starfsemi miðsvæðis. Bæði Seyðisfjörður og Neskaupstaður hefðu staðið mun sterkara í dag ef þessi staðir hefðu verið tengdir saman fyrir 20-30 árum og þróun byggðar á Austurlandi hefði orðið með allt öðrum hætt en er í dag.
Norðfirðingar hafa staðið í varnarbaráttu í mörg ár. Þeir þurfa að verja tilvist Fjórðungssjúkrahússins, Verkmenntaskólans osfrv. Nú standa Norðfirðingar í enn einni varnarbaráttunni að reyna að halda hluta af bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar á Norðfirði og koma í veg fyrir að allt verði staðsett á Reyðarfirði. Norðfirðingar eiga samúð mína alla í þeirri baráttu. Það er samt svo að þegar öll barátta fer í varnarvinnu, þá er lítið eftir fyrir sóknina og það hefur kannski verið stóra vandamálið í firðinum fagra, sem manni þykir svo vænt um. Baráttukveðjur heim.
![]() |
Fjölmenni mótmælti flutningi bæjarskrifstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2009 | 15:37
Mikilvægt að þetta fari fyrir hæstarétt.
Það eru margir með myntkörfulán og margir eru í alvarlegum vandamálum. Hér á landi varð algert efnahagslegt hrun, og við fengum á okkur hryðjuverkalög sett af Gordon Brown og ríkisstjórn hans. Afleiðing af öllu þessu var að lán stökkbreyttust og margfölduðust. Það má örugglega færa rök að force majore , en það ákvæði gengur út á að það að ef það er forsendu brestur í samningi þá geti það leitt til þess að aðilar séu óskuldbundnir af ákvæðum samningsins.
Í skilmálum Sjóvá segir
"12. gr. Óviðráðanleg ytri atvik (force major)
Geti Sjóvá-Almennar tryggingar hf. vegna óviðráðanlegra ytri atvika ekki efnt skyldur sínar samkvæmt vátryggingunni eða greiðsla dregst af þeim sökum, bera Sjóvá-Almennar tryggingar hf. ekki ábyrgð á afleiðingum greiðslufalls eða greiðsludráttar. Með viðráðanlegum ytri atvikum er átt við óvenjuleg atvik, sem Sjóvá-Almennum tryggingum hf. verður ekki um kennt og eru þess eðlis að telja verður, að félagið hefði ekki átt að hafa þau í huga, þegar vátryggingarsamningur var gerður, svo sem styrjöld, óeirðir, uppþot, verkfall, verkbann eða opinber höft."
Yfir Ísland gekk uppþot, opinber höft, og landið lenti í styrjaldarástandi að fá á sig hryðjuverkalög. Afleiðing varð stökkbreytt lán sem hafa kostað mikla ógæfu hjá mörgum fjölskyldum.
![]() |
Gert að greiða myntkörfulán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.12.2009 | 11:17
Túnfiskur er ekki bara túnfiskur !
![]() |
Taka túnfisk af matseðlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar