Undirstrikar þörfina á að geta haft tvö lögheimili !

Börn sem búa við það að foreldrar þeirra búa ekki saman, búa oftast í lengri eða skemmri tíma hjá því foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá.  Þessi börn eiga þannig heima á tveimur heimilum, þó lögheimili sé bara hægt að skrá á einum stað.

Fólk sem á sumarbústaði, býr í lengri eða skemmri tíma í þeim, en þetta fólk á sitt lögheimili þar fyrir utan.  Þetta fólk á þannig tvö heimili, þá það sé að eins hægt að eiga eitt lögheimili.

Það er eðlilegt að fólk geti skráð sig með tvöfalt lögheimili, enda endurspeglar það veruleika margra Íslendinga.


mbl.is Eiga lögheimili í sveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisdagar !

Júlí er mikill afmælisdagamánuður hjá mörgum sem ég þekki eins og:

11. júlí á Fiffi afmæli

12.júlí á Kristín Kristins, Kiddi á Sjónarhól, Kiddi Steinn og Heimir bróðir afmæli

17.júlí á Jónína Harpa Njálsdóttir afmæli.

18.júlí á Deddi afmæli.

19. júli á Raggi Guðmunds afmæli

21.júlí á Rúnar Þór Jóhannsson afmæli

24.júlí á Sigurbergur Ingi Jóhannsson afmæli.

26.júlí á Siggeir Þorsteinsson  afmæli.

27. júlí á Gunna Smára afmæli.

30.júlí á morgun á svo pabbi og Eyrún Björg afmæli.

31.júlí á Kiddi í Freyju afmæli.

5.ágúst á svo mamma afmæli

Ég sendi öllum mínar bestu afmæliskveðjur og góðar afmælis kveðjur til pabba og Eyrúnar á morgun en sá gamli verður 69 ára og Eyrún Björg verður 13 ára. Orðin táningur.  Hér er svo mynd af pabba með Lóló ömmu.  Tekið fyrir ári síðan. 

IMG 2257


Blessuð sé minning Sr. Birgirs !

Ég hitti Séra Birgir Snæbjörnsson aðeins tvisvar á lífsleiðinni.  Í fyrra skiptið þegar dóttir mín Eyleif Ósk var skírð og hitt skiptið er sonur minn Gísli Veigar var skírður.  Nærvera hans og prestleg hlýja var góð.  Guð blessi minningu Sr. Birgis Snæbjörnssonar.
mbl.is Andlát: Birgir Snæbjörnsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi góður !

Ég kann vel við þessa greiningu hjá Bubba.  Aðstæður fólks út á landi hafa fengið litla umfjöllun.   Fyrir ríflega 10 árum störfuðu yfir 9000 manns við fiskveiðar og önnur ríflega 9000 manns við fiskvinnnslu. Nú eru um 4000 sjómenn og svipaður fjöldi fólks í fiskvinnslu.  Þetta er helmings fækkun í undirstöðu atvinnuvegi sjávarþorpanna.   Trúlega er svipaða sögu að segja úr landbúnaði.  Þessi þróun hefur þýtt fækkun í flestum þéttbýlisstöðum við sjávarsíðuna.  Hús fólks út á landi verða verðlítil og  þannig þarf fólk sem flytur, oft að byrja uppá nýtt með tvær hendur tómar í höfuðborginni.

Ég held að þau sem börðust sem mest á móti þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað austur á landi og mun verða við Húsavík ættu að koma með raunhæfar tillögur á borðið um uppbyggingu atvinnuvega úti á landi.  Önnur leið er að viðurkenna að það sé í lagi að viss svæði leggist í eyði.  Margir hugsa það en enginn hefur kjark til að segja það, a.m.k væri það kjarkaður stjórnmálamaður sem stæði fram og segði slíkt.  Við uppbygginguna austur á landi, þá urðu eignir fólks aftur einhvers virði. Fólkið fékk þannig frelsi til að selja og koma sér í burtu.  Flestir völdu að eiga sínar eignir og vera áfram.

Það er mikilvægt að það verði ekki einhver rétttrúnaður í samfélaginu að öll uppbygging atvinnuvega út á landi sé slæm.


mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Deddi.

Á þessum fallega degi er Nelson Mandela níræður og á þessum fallega degi er hann Deddi tengdafaðir minn 67 ára.  Í dag skín sólin á kempurnar í Höfðaborg og í Neskaupstað, þar sem lognið hlær svo dátt.     Í tilefni dagsins set ég smá mynd af kempunni, Mandela með barnabörnum sínum og kempunni Dedda með Sigrúnu og dætrunum og sonardóttir.  Um leið og ég sendi Dedda mínar bestu afmæliskveðjur, þá er gott að vitna í hans eigið orðatiltæki "Já, já,Þetta er allt saman dásamlegt".

Nelson Mandela með barnabörnin          IMG 2293

 

 

 

 


Kynslóðabil í sifjamálum.

Guðrún Erlendsdóttir hrl,  hæstaréttardómari til margra ára lýsti því yfir í Morgunblaðinu þann 12. febrúar 2006 að hún væri algerlega á móti því að sameiginleg forsjá væri gerð að meginreglu.  Þá lá fyrir Alþingi tillaga frá Dómsmálaráðherra Birni Bjarnasyni að  lögfesta þá meginreglu að foreldrar fari áfram sameiginlega með forsjá barna  sinna eftir skilnað. Öll Norðurlönd höfðu þá þegar þessa reglu sem og velflest vestræn ríki.    Það var mjög sérstakt að tveir dómarar, annar hæstarréttadómari,  þ.e. Guðrún Erlendsdótti og hinn héraðsdómarinn Jónas Jóhannssón tjáðu sig um fyrirhugaða lagasetningu.  Bæði voru mjög á móti þessum réttarbótum fyrir börn á Íslandi.  Rétt eftir þetta fór Guðrún Erlendsdóttir á eftirlaun.  Um þetta er fjallað í blaði Félags ábyrgra feðra(foreldrajafnrétti) á bls 25

Guðrún Erlendsdóttir með dætrum sínum Jóhönnu og Guðrún Sesselju.

Glæsilegar mæðgur.  Guðrún Erlendsdóttir og dæturnar Guðrún Sesselja og Jóhanna Vigdís Arnardætur: (mynd fengin af www.heimur.is)

Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl  er dóttir Guðrúnar Erlendsdóttir hrl  og Arnar Clausen hrl.   Ég var að drekka kaffi með konunni minni á Bakarameistarnum og var að fletta júní blaði  Mannslífs.  Þar rakst ég á viðtal við Guðrúni Sesselju og þar  tjáir hún sig um sifjamál.  Hún er greinilega fylgjandi sameiginlegri forsjá sem meginreglu, hún er fylgjandi því að dómarar hafi heimild til að dæma í sameiginlega forsjá, líkt og tíðkast allstaðar í hinum vestræna heimi og hún er fylgjandi því að börn geti átt tvö lögheimili. M.ö.o. hún er hlynnt foreldrajafnrétti.

Það var fróðlegt að rekast á þetta viðtal við Guðrúnu Sesselju, því ég mundi viðtalið við móðir hennar í Morgunblaðinu þann 12.febrúar 2006.  Skoðanamunur þeirra mæðgna um þessi mál endurspeglar kynslóðamun í sifjamálum.  Viðhorf Guðrúnar Sesselju er á leið inn á meðan viðhorf Guðrúnar Erlendsdóttur á leið út.  Það er hið besta mál.

 


Símamótið 2008.

Það ringdi á stelpurnar er tóku þátt í Símamótinu 2008 í Kópavogi.  Það breytti ekki því að leikgleðin var allsráðandi og eftir því sem ég best veit, þá var mótið ákaflega vel heppnað.  Dóttir mín Eyleif Ósk spilar með Leikni í 5.flokki.   Stór hluti af stelpunum í hennar liði var í sumarfríi og því Leiknir ekki með sitt sterkasta lið.  Liðið stóð sig samt mjög vel og er gaman að sjá framfarirnar sem verða undir stjórn Sævars þjálfara. 

Eyleif í landsliðið.

Í svona móti er valið í tvö úrvalslið mótsins, sem fá nafnið landslið og pressulið.  Eyleif dóttir mín var valin í landsliðið. Landsliðið og pressuliðið spiluðu á laugardagskveldi á aðalleikvanginum í Kópavogi. Það var gaman að sjá þessa myndarlegu krakka ganga inná völlinn í röð, stilla sér upp fyrir framan stúkuna.  Svo var hver og einn leikmaður kynntur í hátalarkerfinu og klappað fyrir hverjum leikmanni. Svo risu allir áhorfendur sætum er þjóðsöngurinn var spilaður.  Allt eins og í alvöru landsleik.  Það var ekki laust við að maður fylltist stolti. Landsliðið og pressuliðið gerðu stórmeistara jafntefli.  Myndirnar fékk ég að láni af vef símamótsins.

 

 simamotid landslid pressulid med þjálfurum og dómara

 

 Eyleif i landsliðinu á Símamótinu III


Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Júlí 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 187341

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband