Höfuðborg á að þjóna öllu landinu !

Það er eðlilegt að Samband Sveitarfélaga á Austurlandi álykti um þessi mál. Austurland er það landssvæði sem er lengst frá Reykjavík og þ.a.l það svæði sem mest er háð flugsamgöngum til Reykjavíkur. Þannig skiptir miklu máli fyrir þetta landsvæði að flugvöllur sem þjóna á öllu landinu sé sem næst bæði aðalsjúkrahúsi og ýmsum þjónustustofnunum. Með að fjarlægja flugvöllinn, þá ætti einnig að endurmeta staðsetningu LSH og já setja spurningarmerki við hvort Reykavík standi hreinlega undir nafni sem höfuðborg. Framtíðarstaðsetning innanlands flugvallar og ýmissa þjónuststofnanna ætti að skoða í samhengi. Það er ekkert sjálfgefið að allar helstu þjónustustofnanir landsins sé um aldur og ævi í gamla miðbæ Reykjavíkur.

mbl.is Afsalar sér hlutverki höfuðborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaklega ánægjulegar fréttir !

Það er jákvæt ef hinir litlu Sparisjóðir ná að lifa og halda sig við þá kjarna starfsemi að þjóna einstaklingum, heimilum og litlum fyrirtækjum, þ.e. starfsemi sem er ekki mjög áhættusækin. Það er eðlilegt að heimili, einstaklingar og lítil fyrirtæki beini viðskiptum sínum til slíkra stofnana. Svo geta aðrir stórir bankar og fjármálastofnanir sinnt sínum spekulasjónum á mörkuðum.

Ég verð áfram stoltur viðskiptamaður Sparisjóðs Norðfjarðar !!

Gleðilegt nýtt ár !


mbl.is Öllum tilboðum í sparisjóð hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnabætur fyrir suma foreldra

Það er þannig í okkar samfélagi að allir foreldrar hafa ávallt sömu framfærsluskyldu gagnvart sínum börnum. Þegar foreldrar búa saman þá búa þau börnunum sínum sameiginlegt heimili sem þau annast. Þegar foreldrar búa ekki saman þá tilheyrir barnið tveimur heimilum sem þá flokkast í lögheimili og svo hitt heimilið. Það foreldri sem ekki hefur lögheimili barnsins hjá sér, greiðir lögheimilisforreldrinu meðlag en bæði annast börnin þann tíma sem það er á hvoru heimili. Lögheimilisforeldrið fær jafnframt barnabætur, húsaleigubætur eða vaxtabætur. Hitt foreldrið aftur á móti nýtur ekki neins af þessum rétti. Báðir foreldrar hafa sömu framfærsluskyldu en mjög ólíka stöðu gagnvart opinberum bótum. Þetta getur engan veginn verið sanngjarnt.
mbl.is Barnabætur á ís síðustu þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðfjarðargöng: Mikil sorgarsaga, veggjöld eru eina vonin um lausn.

Það tók fjölda ára að byggja Oddskarðsgöng og trúlega voru þau úrelt áður en þau voru vígð árið 1977. Fljótlega eftir 1980 sem komu fram hugmyndir um svokölluð T-Göng sem áttu að liggja á milli Norðjarðar og Seyðisfjarðar í gegnum Mjóafjörð og úr Mjóafirði uppí Hérað. Tilgangurinn var m.a. að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og tengja þessa staði betur við ört vaxandi samfélag á Héraði. Stjörnvöld ákváðu að bora fyrst fyrir vestan, þ.e. frá Ísafirði yfir í Súgandafjörð og Önundarfjarðar. Um þetta var samstaða á milli Aust- og Vestfirðiga. Þegar búið var að bora fyrir vestan þá voru Austfirðingar ekki lengur samstíga í jarðgangnagerð. Á teikniborðið voru komin Fáskrúðsfjarðargöng, Hornafjarðargöng ásamt ítrekaðri kröfu um göng undir Hellisheiði til Vopnafjarðar. Einnig voru komin sterk rök fyrir göngum á milli Ólafsfjarðar til Siglufjarðar. T-göng lentu aftur fyrir röðina.

Það fór svo að gerð voru Hornafjarðar-, Fáskrúðsfjarðar og Héðinsfjarðargöng. Á sama tíma gerðu Norðfirðingar orðið ríkari kröfu um ný Oddskarðsgöng enda búð að stofna sveitarfélagið Fjarðabyggð. Krafan um T-göngin lenti því enn neðar í forgangsröðuninni. Svo fór að stjórnvöld gerðu jarðgöng til Bolungarvíkur og nú er ljóst að ekkert verður af nýjum Norðfjarðargöngum að svo komnu máli.

Frá þeim tíma sem byrjað var að tala um T-göng til að styrkja samgöngur til Norðfjarðar og Seyðisfjarðar, þá hefur fólki fækkað og samfélögin veikst á báðum stöðum.

Það að Íslendingar og austfirðingar eru ekki komnir lengra í jarðgangnagerð tel ég að megi rekja m.a. til eftirfarandi þátta:
a) Samstöðuleysi innan fjórðungsins um forgangsröðun.
b) Þingmenn fjórðungsins hafa ekki haft kjark eða dug eða hvorutveggja til að koma þessum málum áfram í hagsmunapoti við fjárlagagerð á Alþingi, enda baklandið heima í héraði ekki samstíga.
c) það hefur skort meira fjármagn í þennan málaflokk og það gerist bara með annaðhvort aukinni skattheimtu eða með að taka upp veggjöld. Eðlilega vill enginn greiða meira skatta og öll umræða um veggjöld hefur verið kæfð í fæðingu. Ef Íslendingar hefðu tekið upp veggjöld fyrir um 30 árum þá hefði verið mun meira fjármagn í þessum málaflokki og það væru trúlega í dag 3-5 fleiri jarðgöng á landinu.

Í mínum huga er eina leiðin til að setja aukinn kraft í jarðgangnagerð er að samfélgið samþykki að almennt skuli jarðgöng a.m.k að hluta fjármagnast með veggjöldum. Ef ekki næst samstaða um það, þá er bara að halda áfram að bíða eftir ríkinu og það sér ekkert fyrir endann á þeirri bið, því miður.


mbl.is Gamla fólkið þorir ekki í göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir hæfir leiðtogar !

Sjálfstæðisflokkurinn fór í gegnum einhverjar erfiðustu Alþingiskosningar árið 2009 þegar fylgið fór í sögulegt lágmark.  Síðan hefur flokkurinn styrkst og meirihluti þingflokksins styður Bjarna Benediktsson sem formann, enda er hann búinn að ganga með flokkinn í gegnum dimmann dal.  Ég held að flestir innan Sjálfstæðisflokksins séu sammála að Bjarni hefur vaxið sem leiðtogi.

Skoðanakannanir benda aftur á móti til að bæði meirihluti kjósenda og meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins líti á Hönnu Birnu sem framtíðarleiðtoga flokksins.  Trúlega í því ljósi hefur hún nú tilkynnt framboð sitt.  Hún hefur einnig sýnt leiðtogahæfileika í borginni, þegar hún varð borgarstjóri og stoppaði skálmöld sem var búin að ríkja í borgarmálum.

Sjálfstæðismenn geta því valið á milli tveggja mjög hæfra frambjóðenda.

Það vekur eftirtekt mína að bæði Bjarni og Hanna Birna boða mjög harða og neikvæða afstöðu til Evrópusambandsins og má helst skilja að þau telji hagsmunum Íslands betur borgið um aldur og ævi fyrir utan EB.  Já og bæði virðast ekki vilji sjá hvað kemur úr aðildarviðræðum sem nú er í gangi, því bæði vilja draga núverandi umsókn Íslands að EB tilbaka.  Þessi harða afstaða Sjálfstæðisflokksins til aðildarumsóknar er einnig ríkjandi skoðun í Framsóknarflokknum. 

Haldi bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur við sínar einstrengislegur neikvæðu EB ályktanir, þá heldur áfram að myndast tómarúm hjá stórum hópi fólks með borgaralegar skoðanir, sem kýs ekki vinstri flokkana en vill skoða aðild að EB með opnum huga.   Það versta sem kæmi út úr þessu öllu ef þetta skapaði pláss fyrir nýjan borgaralegan stjórnmálaflokk.  Það þarf ekki fleiri stjórnmálaflokka, en það þarf að styrkja innviði þeirra sem fyrir eru.  Vonandi verður formanns kosning í Sjálfstæðisflokknum til að styrkja innviði hans.


mbl.is Hanna Birna í herferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegir möguleikar "álvers andstæðinga" að búa til "önnur störf" !

Það er deginum ljósara að ekki verður byggt álver við Bakka á Húsavík og það er deginum ljósara að ekki heldur verður byggt í Helguvík.  Það er alveg ljóst að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna er nú að takast það ætlunarverk sitt að koma í veg fyrir frekari uppbyggingu á álverum á Íslandi.   Það eru góð og gild rök að finna eigi aðra orkukaupendur en álver. En nú þegar er hætt við bæð Bakka og Helgurvík þá situr eftir fólk sem vantar atvinnu. Atvinnuleysi er böl  sem verður að útrýma.  Á tímum Kárahnjúkadeilunnar var oftsinnis fullyrt að það væri ekkert vandamál að búa til önnur og betri störf en í álverum.  Það hefur lengi verið þörf á að fjölga störfum en nú er beinlínis nauðsyn.  Nú hefur ríkisstjórnin og allir þeir sem börðust hvað mest á móti framkvæmdunum fyrir austan sögulega möguleika á að koma fram með ný atvinnutækifæri.  


mbl.is Hverfandi líkur á að álver rísi í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm byrjun hjá nýjum valdhöfum í Líbíu.

Það má örugglega margt segja um það stjórnarfar sem var við lýði á meðan Múammar Gaddafi var við völd í Líbíu.  Hann drottnaði þar í yfir 40 ár sem einræðisherra og voru vinir og vandamenn í mörgum áhrifastöðum landsins.  Það má líka sjálfsagt segja að það hafi verið óheppilegt að hann hafi verið tekinn af lífi án undangengis dóms.  Trúlega hefði Líbýskur dómari dæmt hann til dauða ef hann hafði verið fangaður lifandi og dreginn fyrir dómsstól.  En óháð öllu þessu þá finnst mér líkama Múammar Gaddafi, eins og öllum öðrum líkum eigi að sýna virðingu.  Það að sýna líkið almeningi finnst mér vanvirðing við hann, fjölskyldu hans og afkomendur, sem og stuðningsmenn.

Einhvern veginn finnst mér það ekki boða gott með nýja valdhafa í Líbíu að þeir sýni líki Gaddafí ekki lágmarks virðingu.


mbl.is Lík Gaddafis í grænmetisgeymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt að birtist í Mbl

Mér hefur stundum blöskrað einhliða fréttamennska Mbl og Morgunblaðsins um EB og fundist tilgangurinn helga meðalið að flytja neikvæðar fréttir og þar með móta neikvætt álit almennings gagnvart EB.  Mér hefur fundist fréttamiðillinn hafa látið á sjá og vera ekki hinn sjálfstæði gagnrýni fréttamiðill.  Það er vonandi að Mogginn sé aftur að ná áttum og flytji fréttir af báðum hliðum mála eins og EB.
mbl.is Hefðum væntanlega ekki greitt neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ólyginn sagði mér"

Gróa á Leiti sagði víst "ólyginn sagði mér" þegar hún var að bera út sögur.  Þessi frétt fannst mér vera hálfgerðu söguburður.  Umkvörtunaraefni að þessi lögfræðistofa sé að leita sér að verkefnum.  Það hefur víst gerst áður að einstaklingar skipti um lögmenn og ætti varla vera neitt að því.  Mér fannst fréttin rýr og bera vott um að þarna væri verið að gera þessa tvo lögmenn ótrúverðuga. 
mbl.is Reyni að ná viðskiptum annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál HÍ að styrkir séu kannski óbeint skilyrtir ?

HÍ hefur útskrifað mikið af vel menntuðu fólki í hinum hefðbundnu HÍ greinum, eins og lögfræði, viðskiptafræði, guðfræði, og hinum ýmsu raungreinum.   Á hinn bóginn hefur maður það á trúnni að vísindasamfélagið í HÍ sé ekki sterkt.  Lengi framan af var HÍ fyrst og fremst að útskrifa Bs og Ba nema. Þannig voru nemendur í takmörkuð mæli að vinna rannsóknavinnu eins og Mastersgráðu og Doktorsgráðu nemar gera.  Það er sem betur fer breytt í dag.  En það er samt staðreynd að aldrei hefur neinn vísindamaður við HÍ verið nefndur sem líklegur kandidat til Nóbelsverðslauna. Og sem vísindastofnun skorar HÍ eða aðra háskólastofnanir ekki hátt. Á þessum vef http://www.webometrics.info/rank_by_country.asp?country=is&zoom_highlight=Iceland má sjá að HÍ er flokkað sem 425 besti háskóli í heiminum en aðrir Háskólar á Íslandi eru mun neðar.

Kannski er eitt vandamál HÍ að þegar hagsmunasamtök eða fyrirtæki styrkja ákveðnar stöður eða verkefni þá sé beint eða óbeint ætlast til að niðurstaða vinnunnar verði styrkveitendanum þóknanleg ?   Getur þetta verið ? Þetta finni vísindamenn HÍ og það hafi áhfrif á þá ? Í þessu máli er Þórólfur trúr sinni sannfæringu sem er ekki þóknanleg Bændasamtökunum sem draga sinn styrk tilbaka.  Það er spurning hvort fleiri svona styrkir séu af svipuðum meiði en þar séu vísindamennirnir ekki eins sjálfstæðir og Þórólfur og framleiða nðurstöður sem þarft þóknanlegar eru styrkveitenda. Slíkt væri ekki gott fyrir HÍ.

Háskóli Íslands er æðsta menntastofnun landsins.  Sem slík á hún að vera boðberi gagnrýnnar hugsunar.   Gagnrýnin hugsun er forsenda fyrir vísindalegum og öllum framförum.  Það er algerlega óásættanlegt ef minnsti grunur er um að styrkveitendi hafi hugsanlega áhrif á niðurstöður vísindamanna.  Og það er dapurt þegar skoðun eða skrif prófessors leiðir til þess að styrkir séu afturkallaðir.  Slíkir styrkir eru í raun skilyrtir og við slíkum styrkjum á akademísk stofnun ekki að taka við.  En Þórólfur Matthíasson er meiri maður í mínum huga.


mbl.is Þórólfur: Dæmir sig sjálft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 185996

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband