27.5.2010 | 13:48
Garðabær 6,4, Álftanes 7,2 og Hafnarfjörður 41,5 miljarða í skuld !
Íbúa tala Hafnarfjarðar var 25.850 og Garðabæjar 10.358 og Álftansess 2518 í lok árs 2009 skv Hagstofu.
- Hafnarfjörður hefði átt að skulda 16 milljarða en ekki 41,5 til að hafa sömu skuldir og skuldbindingar eins og Garðabær á hvern íbúa.
- Álftanes hefði átt að skulda 1,5 milljarða en ekki 7,2 til að hafa sömu skuldir og skuldbindingar eins og Garðabær á hvern íbúa.
Það skiptir máli hverjir meðhöndla útsvarið okkar.
Fjármálin í forgrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2010 | 13:18
Mjólka nytin úr kúnni!
Skattar munu hækka eitthvað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2010 | 15:33
Allar upplýsingar uppá borðið fyrir kosningar!
Á Álftanesi hefur geysað nánast skálmöld í bæjarstjórn alltof lengi en steinin tók úr þegar Á listi komst til valda og keyrði sveitarfélagið í þrot á 3 árum. Íbúar Álftanes eru í fordæmalausri stöðu og það er algert skilyrði að allar upplýsingar séu uppi á borðum fyrir kosningar.
Í framboði til sveitarstjórarkosninga á Álftanesi er fólk sem stjórnuðu bæjarfélaginu og voru í bæjarstjórn þegar skuldir og skuldbindingar voru auknar úr 1 miljarði í 7,4 miljarða. Það er algerlega nauðsynlegt fyrir kjósendur og þessa aðila að það liggi fyrir skýrsla um þessi mál áður en gengið verður til kosninga.
Það er vel þekkt að þegar fyrirtæki og einstaklingar fara á hausinn þá fara þeir sem bera mesta ábyrgð í afneitun og stundum verður nánasta umhverfi meðvirkt með afneituninni. Ég upplifi að forystumenn Á listans séu í algerri afneitun á eigin ábyrgð á gjalþroti Álftaness. Því er nauðsynlegt að skýrslan liggi fyrir til að skera úr um þessi mál.
Í mínum huga er nær að fresta kosningum á Álftanesi til að skýrslan liggi fyrir áður en gengið er kosninga, heldur en að kjósa áður en skýrslan er klár.
Skýrsla um Álftanes birt eftir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.5.2010 | 11:35
Ágæt frétt.
Þetta var að mínu viti ágæt frétt. Fólk vill
- Sameinast öðru sveitarfélagi sem fyrst.
- Leysa skuldavandann.
- Hlú að börnunum og ekki skera niður þjónustu sem snýr að þeim.
Það eru 5 framboð sem eru í boði. Eina framboðið sem viðhafði prófkjör til uppstillingar á lista var Sjálfstæðisfélagið. Á bakvið það framboð er því breiðasta þáttaka almennings við að stilla á listann. Þetta verða spennandi kosningar á Álftanesi.
Skuldir og sameiningarmál ofarlega í hugum Álftnesinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2010 | 12:42
Hvernig myndast orkuverðið??
Yfirleitt myndast verðlag á vöru og þjónustu á frjálsum markaði og til verður markaðsverð. Þegar um fákeppni eða einokun er um að ræða er verðið ákveðið með öðrum hætti og þá oft ákveðið verð sem stendur undir þeirri þjónustu sem um ræðir. Það er fákeppni eða alls engin samkeppni á orkumarkaði á Íslandi og því ætti verðið að vera ákveðið þannig að það stæði bara undir þeirri þjónustu sem verið er að veita. Orkusalan ætti að vera það sem er kallað "cost center" en ekki "profit center".
Hvernig mun verð á orku sem HS orka myndast ?? Hver ákveður það og hvaða ávöxtunarkröfu gerir þessi maður á sína fjárfestingu ??
Í mínum huga er eðlilegt að setja spurningarmerki við þetta ferli.
Ríkið fái forkaupsrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2010 | 09:24
Ánægjulegt.
Bakkaálver tekur á sig mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.5.2010 | 13:44
Sætti sig ekki við úrslit prófkjörs Sjálfstæðisfélagsins.
Það er þá ljóst að Guðmundur G. Gunnarsson sem verið hefur í forystu fyrir Sjálfstæðisfélagið á Álftanesi frá 1990 eða í 20 ár býður nú fram sér lista í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fyrir síðustu kosningar var hann oddviti og sitjandi bæjarstjóri og missti meirihlutann, nokkuð sem hafði hrikalegar afleiðingar fyrir samfélagið hér, enda tók það nýja valdhafa, Á listann einungis 3 ár að keyra bæjarsjóð í þrot og eftir situr skuldum vafið samfélag.
Sjálfstæðisfélagið viðhafði prófkjör til að stilla upp á lista og þar sóttist Guðmundur eftir oddvitasætinu. Hann náði ekki brautargengi í prófkjörinu og var ekki á meðal 6 efstu manna og tók ekki sæti á listanum. Hann á greinilega erfitt með slíta sig frá þessum málum og má með sanni segja að hún er oft skrítin þessi tík, pólitíkin. Kannski er hún hvergi skrítnari en hér á Álftanesi. Þörfin á sameiningu við önnur sveitarfélög er nauðsynleg.
L-listi stofnaður á Álftanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2010 | 22:55
Sjálfbærar hvalveiðar eða hvalveiðibann ?
Það er greinilegt að sjónarmið hvalveiðiþjóða er í verulegri vörn og IWC virðist vera stofnun sem vill stöðva mest allar hvalveiðar. Í plagginu sem fylgir þessari frétt segir að megintilgagnur með þessari tillögu sé:
"retain the moratorium on commercial whaling"
Það á að afmá hvalveiðar í atvinnuskyni ! Það fer ekkert á milli mála að stjórnvöldum og hagsmunaaðilum hér á landi hefur mistekist að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri. Þar hlýtur boðskapurinn að vera að sjálfbærar hvalveiðar sé hluti af sjálfbærri nýtingu heimshafanna. Í heimi þar sem fólki fjölgar jafnt og þétt er eðlilegt að nýta allar matarkistur, þ.m.t. hvali. Það er mikið verk að vinna að kynna málsstað Íslands. Er einhver sem sinnir því?
Málamiðlunartillaga um hvali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2010 | 09:41
Réttur barna til að þekkja líffræðilegan uppruna sinn.
Það er mikil réttarbót að foreldrar geti fengið egg eða sæði og eignast börn, en er ekki eðilegt að þessi börn fái að vita þegar þau eru orðin fullorðin hver sé hið líffræðilega foreldri?
Það er staðreynd að hver einstaklingur mótast af bæði erfðum og umhverfi. Er það ekki vafasamt að löggjafinn setji lög sem gera það að verkum að einstaklingar muni aldrei vita uppruna sinn ? Ég held að löggjafinn geti hreinlega verið að brjóta Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna með því að ætla um aldur og ævi að hylja þessi spor.
"2. gr.
1. Aðildarríki skulu virða og tryggja hverju barni innan lögsögu sinnar þau réttindi sem kveðið er á um í samningi þessum, án mismununar af nokkru tagi, án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, uppruna með tilliti til þjóðernis, þjóðhátta eða félagslegrar stöðu, eigna, fötlunar, ætternis eða annarra aðstæðna þess eða foreldris þess eða lögráðamanns. "
Er ekki verið að mismuna börnum þegar sum börn fá aldrei að vita sinn líffræðilega uppruna?
"7. gr.
1. Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra.
8. gr.
1. Aðildarríki skuldbinda sig til að virða rétt barns til að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling, þar með töldu ríkisfangi sínu, nafni og fjölskyldutengslum eins og viðurkennt er með lögum, án ólögmætra afskipta.
2. Sé barn ólöglega svipt einhverju eða öllu því sem auðkennir það sem einstakling skulu aðildarríkin veita viðeigandi aðstoð og vernd í því skyni að bæta úr því sem fyrst."
Það að virða rétt barns til að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling. Líffræðilegar erfðir auðkenna barnið frá vöggu til grafar.
Ég held að það væri eðlilegt að tryggja í þessum lögum að þegar þessi einstaklingar eru lögráða þá eigi þeir að eiga rétt til að vita sinn líffræðilega uppruna án þess að eiga neinn rétt til erfða osfrv.
Staðgöngumæðrun áfram til umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2010 | 10:41
Sama forysta og sigldi bæjarsjóði Álftanes í þrot !
Þegar hrunið varð á Íslandi þá varð almenn krafa að þau sem réðu ríkjum fyrir hrun myndu víkja, þannig eru ekki lengur á þingi Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún, Árni Matthiesen, Valgerður Sverrisdóttir o.fl. Trúlega þarf að gera ríkari kröfu að fjölga Alþingismönnum sem sem ekki voru þáttakendur þar fyrir hrun.
Það er óumdeilt að bæjarsjóður Álftanes stóð ekki illa þegar Á listi tók við völdum. Á þremur árum komu þau íbúum þessa sveitarfélags í fordæmalausa skuldastöðu. Á sama tíma og það var neikvætt veltufé frá rekstri öll árin, þ.e. bærinn átti ekki fyrir rekstri, en á sama tíma voru skuldir auknar þó engin væri greiðslugetan. Auðvitað er fjárhagsleg staða Álftaness orsökuð af fleiri þáttum en stærsti þátturinn er á ábyrgð þeirra er réðu, þ.e. Á listans undir forystu Sigurðar Magnússonar.
Eins og oft þegar gjaldþrot verður þá fara þau sem mesta ábyrgð bera í afneitun á eigin ábyrgð og aðrir verða meðvirkir með því. Afneitun og meðvirkni eru ekki góð meðul til að vinna Álftanes út úr þeim vanda sem samfélagið er í.
Álftaneshreyfingin vill ræða við Reykjavík um sameiningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 186004
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar