22.7.2010 | 10:31
Moggafréttir EB!
Það dylst engum að það er fjárhagsleg kreppa sem gengur yfir hinn vestræna heim. Mér skilst að upphaf kreppunnar megi a.m.k að hluta rekja til undirmálslána á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum og þaðan hafi kreppan breiðst út. Ísland og hin veikari lönd innan EB hafa orðið illilega fyrir barðinu á kreppunni.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem kreppa ríður yfir hinn vestræna heim eða einstök lönd. Við lok síðustu aldar lentu frændir vorir Færeyingar í mikilli kreppu og menn muna fjárhagskreppur í S-Ameríku löndum eins og Brasilíu og Argentínu. Það varð meira að segja bankakreppa í olíuríkinu Noregi uppúr 1990. Og þessi kreppa núna hefur líka víðstæk áhrif í Bandaríkjunum. Allt eru þetta lönd sem eru utan EB og hafa samt lent í efnahagskreppu. Hvert af þessum ríkjum fer svo sína leið útúr kreppunni. Norska ríkið átti næga peninga til að endurreisa bankakerfið, Íslendignar fá aðstoð frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, Færeyingar fengu erlend lán og Portúgal, Írland, Grikkland og Spánn þurfa að reiða sig á fjármögnun frá Evrópska seðlabankanum. Mogginn keppist við að segja frá vandræðum Írlands, Grikklands, Portúgals og Spánar.
Máttur fjölmiðla er mikill. Það er skemmst frá því að segja þegar núverandi ritstjóri Moggans var Forsætisráðherra og vildi setja fjölmiðlalög til að tryggja dreift eignarhald og ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla í landinu, þá risu Baugsmiðlarnir upp gegn því. Úr varð einhver mesta múgsefjun í seinni tíð sem Forseti vor kórónaði svo með því að neita að skrifa undir lögin. Fjölmiðlalögin voru sögð beint gegn Baugsmiðlunum og dómsmál gegn Baugi var einnig túlkað sem persónuleg árás forystumanna Sjálfstæðisflokksins á Baug. Og þjóðin fór að trúa þessu enda var það hamrað inn í vitund fólks af fjölmiðlum Baugs. Baugsmiðlunum tókst að verja eigendur sína og móta álit þjóðarinnar og koma því inn að þetta væri allt persónuleg óvilld forystumanna Sjálfstæðisflokksins gegn Baugi. Og Samfylkingin var mikið meðvirk með Baugi og Fréttablaðinu í þessum öllu saman. Dettur einhverjum í hug í dag að ekki hafi verið eitthvað óhreint í pokahorninu hjá Baugi ? Dettur einhverjum í hug að Baugsmiðlarnir hafi flutt hlutlausar fréttir um fjölmiðlalögin og Baugsmálið svonenfnda?
Nú er það eins með umræðuna um EB. Með Moggafréttum af EB þá er ritstjórn blaðsins að ná þeim árangri að landsmenn eru að orðnir fráhverfir því að fá kosti og galla aðildar uppá borðið. Það á bara alls ekki að ræða EB yfirhöfuð. Þetta minnir mig á Baugsmálið að því leyti að síendurtekin ritstýrð fréttamennska mótar skoðanir fólks. Þörfin fyrir opna og gagnrýna fréttamennsku er aldrei ríkari en núna. Ekki bara um EB heldur um uppgjörið eftir hrunið, hvernig við endurreisum þetta þjóðfélag og hvernig við bætum samfélagið osfrv. Það er ljóst að Morgunblaðið er ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að umræðan sé gagnrýnin og opin heldur ræður ritstýrð fréttamennska för. Dettur einhverjum í hug að Moggin flytji hlutlausar fréttir um EB?
Þa væri kannski ráð að dusta rykið af gömlu fjölmiðlalagafrumvarpinu, sem Forsetinn neitaði að undirrita. Með smá lagfæringum þá gætu þau verið nauðsynleg lagabót fyrir okkar samfélag.
![]() |
Reiða sig á líflínu Evrópska seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
16.7.2010 | 10:09
Jafnréttisstofa full af hégóma !
Það er skondið að lesa viðbrögð Jafnréttisstofu um málefni Álftanesskóla. Auðvitað er nafngiftin á þessum námskeiðum ekki í nokkrum takti við tíðarandann.
Jafnréttisstofa ætti samt að líta sér nær þegar talað er um hégóma. Jafnréttisiðnaðurinn á sér rætur í gömlu kvennréttindabaráttunni og hefur aldrei náð að lyfta orðræðunni á það stig að um eiginlega jafnréttisumræðu sé að ræða, heldur er fjallað um vandamál kvenna og karlmenn gerðir ábyrgir fyrir öllu sem aflaga fer. Ekki fjallar Jafnréttissofa af neinum krafti um þá hluti sem hallar á karlmenn eins og í forjsár og umönnurmálum. Því miður er Jafnréttisstofa ennþá fyrst og fremst málgagn kvennréttinda. Það eru geysileg sóknarfæri fyrir Jafnréttisstofu að ná að verða Jafnréttisstofa.
![]() |
Segir skólann fullan hégóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2010 | 09:25
Hvað með feðurna?
![]() |
Sækja stuðning til annarra kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.7.2010 | 09:58
Ósmekklegt !
Á Íslandi hafa menn margar leiðir við að koma skoðunum sínum á framfæri og trúlega eru fá lönd jafn opin m.t.t. tjáningarfrelsis og er það gott. Ég verð að segja að mér finnst það smekklaust að vera að mótmæla fyrir utan heimili stjórnmálamanna og skiptir þá engu hvort viðkomandi er Þorgerður Katrín eða Steingrímur J. Mér finnst að allir mótmælendur ættu að koma sér saman um að láta heimili fólks í friði. Virða friðhelgi heimilisins. Á heimilinum eru bæði makar og börn og jafnvel barnabörn sem eiga heimili og skjól á viðkomandi stað. Þau eiga ekki að þurfa að upplifa það að mótmælendur séu að trufla heimilislífið.
![]() |
Mótmæltu við heimili Steingríms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2010 | 12:31
Ritstjórnarstefna Morgunblaðsins í EB málum
Það er með ólíkindum að Morgunblaðið tekst að birtar margar greinar sem gerir málsstað Evrópusambandsins veikan. Varla ratar nokkur frétt í síður Mbl sem fjalla um EB á hlutlausan eða jákvæðan hátt.
Morgunblaðið er að mínu viti ekki lengur hin gangrýni samfélagsrýnir sem fjallar um báðar hliðir á málum eins og manni fannst blaðið vera þegar Matthías og Styrmir voru ritstjórar.
Mér þykir vænt um Morgunblaðið og vona að það verði aftur sjálfstæður samfélagsrýnir þar sem mál er krufin en ekki málgagn ákveðinna sjónarmiða sem ráða því hvaða fréttir þar birtast.
![]() |
Vill að Bretar gangi í EFTA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
6.7.2010 | 09:53
Gagnast svona málstað jafnréttis?
Það hefur margt verið skrifað um launamun kynjanna. Einu sinni voru konur heimavinnandi og karlar fyrirvinnur. Þá var launamunur kynjanna alger. En konur ráðstöfuðu oftar en ekki stærstum hluta heimilisteknanna, þar sem þær sáu um heimilið. Í dag bera konur ennþá meiri ábyrgð á heimilinu og uppeldi barna og bera þ.a.l minna úr bítum á vinnumarkaði en karlar. En gaman væri að vita ef til væri rannsókn á því, hvort það séu konur eða karla sem eyði meira af heimilistekjunum. Sjálfsagt er kynbundinn munur þar líka. En kvennsetinn jafnréttisiðnaður hefur væntanlega ekki áhuga á slíku enda ærið starf að reikna út launamun kynjanna. Það er iðnaður sem gerir konur að fórnarlömbum og karlmenn eiga að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Svona aðgerð eins og það að brenna peningum er því miður engum til gagns og allra síst baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.
![]() |
Femínistar brenna peninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.6.2010 | 16:48
Börn utan hjónabands erfa ekki krúnuna í Mónakó!!
Það eru ekki margir áratugir síðan stúlkur gátu ekki erft krúnuna í mörgum löndum. Það hefur verið hægfara breyting í þá átt að frumburður erfir krúnuna óháð því hvort það sé stúlka eða drengur.
Það er með ólíkindum að lesa hér í þessari frétt að frumburður Alberts Mónakó prins erfir ekki krúnuna í Mónakó, og þá skiptir engu máli hvort barnið sé drengur eða stúlka, því blessað barnið er getið utan hjónabands, lausleikskrói, eins og það var nefnt hér denn. Þetta er ekkert annað hneyksli fyrir furstaríkið Mónakó að mismuna sínum börnum á þennan hátt.
![]() |
Albert Mónakóprins trúlofaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2010 | 12:34
Ísland eina landið í hinum vestræna heimi þar sem ekki má dæma í sameiginlega forsjá.
Ísland hefur verið sem meginregla verið á eftir nágrannalöndum í þróun á sviði sifjaréttar, þannig var Ísland síðast Norðurlanda til að lögfesta sameiginlega forsjá sem val og einnig síðast af Norðurlöndum til að gera sameiginlega forsjá að meginreglu og í dag er Ísland eitt eftir af löndum í hinum vestræna heimi sem heimilar ekki dómurum að dæma í sameiginlega forsjá, jafnvel þó það séu bestu hagsmunir barnsins samkvæmt mati. Í janúar 2010 lagði nefnd til að dómarar fengu heimild til að lögfesta sameiginlega forsjá sjá. http://www.domsmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/6911, en á sama tíma er lagt til að innihald sameiginlegrar forsjár sé áfram lítið og lögheimilisforeldrið sé í raun hið eiginlega forsjárforeldri, sem ræður öllu stóru og smáu í lífi barns og nýtur réttinda til opinberra bóta samkvæmt því. Þessi vinna var því að hluta smjörklípa sem viðheldur því að mest öll réttindi og skyldur foreldra eru hjá öðru foreldrinu en ekki báðum.
Það er eins með meðlagskerfið, það er viðurkennt að það er á eftir öðrum sambærilegum kerfum http://www.domsmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/6460 og búið er að skila skýrslu um tillögu að nýju kerfi sjá http://www.domsmalaraduneyti.is/frettatilkynningar/nr/6926. Allt þetta liggur í ráðuneytinu og það má spyrja sig hvort þar sé einhver vilji til breytinga yfirhöfuð.
Hæg þróun á sviði sifja og barnaréttar sé falleinkun á þá sem starfa í stjórnsýslunni í þessum málaflokki, fall einkun á þá sem fjalla um þessi mál í hinum akademíska heimi, falleinkun á þær stofnanir sem eigia að líta eftir hagsmunum barna og síðast en ekki síst þá er þetta falleinkun á okkar stjórnmálamenn, svo ekki sé talað um að hér eins og víða annarsstaðar vantar gagnrýna umfjöllun í fjölmiðlum um þessi mál.
Það er tími til kominn að á Íslandi séu réttindi barna sett í forgang og hinn aldni og úrelti móðurréttur fari í sögubækurnar. Á meðan bera konur að meðaltali meiri ábyrgð á börnum og uppeldi og á sama tíma bera þær að meðaltali minna úr bítum á vinnumarkaði. Því miður virðist lítið vera að gerast í þessum málum.
![]() |
85% barna í sameiginlegri forsjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2010 | 09:10
Hvernig myndast orkuverðið til neytenda??
þessi spurning er manni hugleikin. Í OR hefur stjórn og stjórendur farið ógætilega með almanna fé. Mislukkaðar fjárfestingar í Línu Net og eldi á risa rækju eru dæmi um slæma ráðstöfun á fjármunum. Margt fleira mætti nefna í þessu sambandi. Nú þurfa neytendur að greiða fyrir þess óráðssíu og boðað er að hækka þufri orkuverð um 37%!
Spurning er hvort stjórnmálamenn og stjórn OR þurfi ekki að marka verðstefnu fyrir orkuna. Verð á orkunni myndast ekki á markaði og því ætti í mínum huga það verð sem OR innheimtir að vera nægjanlegt til að standa undir þeirri þjónustu sem OR veitir. Það ætti ekki að safnast saman óeðlilegur hagnaður í OR sem svo rennur í niðurgreiðslu í borgarsjóð eða til ráðstöfunar fyrir í gæluverkefni stjórnar OR.
Hvað segir Besti flokkurinn ??? Nú þarf hann að finna "Bestu" lausnina !
![]() |
Heita vatnið þarf að hækka um 37% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2010 | 08:45
Besti flokkurinn: Snilld eða “tær snilld”
Það er ekki hægt annað en að taka hatt sinn ofan fyrir Jóni Gnarr & Co. Þeir hafa lífgað uppá samfélagið í kosningunum og fengið landann til að brosa og jafnvel skellihlæja. Að framboð með svona sterku grínyfirbragði verði stærsti flokkur í Reykjavík er einstakt í sögu landsins og þó víðar væri leitað. Það var eitt sinn sagt að innlánsreikningar íslenskra banka erlendis væru tær snilld enda þótti það framsækin leið að ná í fjármagn í íslenska bankakerfið þegar fækkaði möguleikum á erlendum lánum. Þessi tæra snilld átti eftir að reynast íslendingum dýrkeypt. Nú er hugtakið tær snilld orðið tákngervingur þess sem á einum degi lítur vel út en floppar svo.
Það er sagt að grín sé rammasta alvara og það á sannarlega eftir að koma í ljós hvort framboð Besta Flokksins sé snilld eða tær snilld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar