Gjaldskrá standi undir rekstri OR en ekki sukki.

Það er eðlilegt að gjaldskrá O.R. standi undir rekstri O.R. en svona rekstur á ekki að vera notaður til að greiða árlega miljarða inní borgarkerfið.  Borgin á að vera það vel rekin að útsvar og aðrar reglulegar tekjur dugi til að reka það sveitarfélag eins og önnur.   Það er eðlileg krafa að O.R. sé vel rekið og einbeiti sér að kjarnastarfsemi.   Þannig hefur það ekki verið og eru sorgleg dæmi um sukk eins og Línu Net, risa rækjueldi og árlegar niðurgreiðslur í borgarsjóð.   Vonandi markar þetta nýtt upphaf fyrir Orkuveituna, þar sem þetta þjónustufyrirtæki verði rekið sem slíkt en ekki sem mjólkurkú fyrir Reykjavíkurborg.
mbl.is 28,5% hækkun á gjaldskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlagsstefna orkufyrirtækja !

Verð á vöru og þjónustu myndast yfirleitt á markaði.  Í slíku samkeppnisumhverfi er gerð krafa um ákveðna ávöxtun og að rekstur skili ákveðnum hagnaði til eigenda sinna.  Nú er aftur á móti sum þjónusta sem ekki er í samkeppnisumhverfi og er þá verð ákveðið einhliða af seljanda.  Gott dæmi um það er sala á heitu vatni og rafmagni til húshitunar.  Lengst af var Hitaveita Reykjavíkur og Orkuveitan með lægsta verð hitaveitu vatni á landinu en skilaði jafnframt eiganda sínum miklum ágóða.  Hjá Orkuveitunni var í skjóli spilltra pólitíkusa fjármunum brennt í ýmsar dýrar tilraunir eins og Lína Net og risa rækju eldi o.fl.   Jafnframt hafa miljarðar verið greiddir úr Orkuveitunni til Borgarsjóðs.  Allt þetta er greitt af þeim sem kaupa þjónustuna af O.R..   Það þýðir það að þeir sem hafa verið að kaupa þjónustu af Orkuveitunni og búa ekki í þeim bæjum sem eiga OR, þ.e. Reykjavík, Akranes eða Borgarbyggð, eru að greiða óbeint útsvar til Reykjavíkur, Akranes og Borgarbyggðar, aðallega þó Reykjavíkur, þar sem OR hefur greitt miljarða inní Borgarsjóð á síðustu árum.

Þetta vekur spurningar um hvort fyrirtæki eins og Orkuveitan þar sem verð myndast ekki á markaði, eigi ekki að hafa verðlagsstefnu þar sem innheimt verð undir þeirri þjónustu sem veitt væri og ekkert meira en það.  Er eðlilegt að fyrirtæki eins og Orkuveitan sé að niðurgreiða Borgarsjóð um jafnvel miljarð(a) árlega ?  nú eða sé að  brenna fjármunum í fyrirtæki eins og Lína Net, risarækjueldi osfrv. Og fyrir það greiða líka notendur sem búa ekki í þeim 3 sveitarfélugum sem eru eigendur O.R.?


mbl.is Upplýst um gjaldskrárhækkanir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipað og hér á landi !

Alveg finnst manni á köflum að rökin hér á landi séu þau sömu og notuð eru í Noregi af andstæðingum aðildar þ.e. að andstæðingar aðildar séu séu talsmenn alþýðunnar gegn embættismannaveldi og illum, erlendum öflum.  Svona hálfgerð "Bjartur í Sumarhúsum" rök.  Hitt er annað að það er alls ekki sjálfsagt að ganga í EB, því þarf faglega fréttamennsku um koti og galla og ef ekki næst ásættanleg niðurstaða í sjávarútvegsmálum þá er okkur væntanlega betur borgið fyrir utan. Það er ánægjulegt að svona frétt rati í Morgunblaðið en ekki bara kranafréttamennska gegn aðild eins og hefur verið ráðandi.   Vonandi  gefur þetta fyrirheit um faglegri fréttamennsku þar á bæ.  Upplýst umræða hlýtur að hjálpa þjóðinni að taka upplýsta ákvörðun um hugsanlega aðild.


mbl.is Andstæðingar illra afla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldrajafnrétti og launajafnrétti !

Í jafnréttisumræðunni er litið á launamun kynjanna sem mikið samfélagslegt vandamál.  Framsetningin er að konur eru undir í karllægu samfélagi.  Ein megin orsök launamuns kynjanna er munur í foreldra ábyrgð.  Meiri ábyrgð kvenna á heimili og uppeldi barna rýrir sveigjanleika þeirra á vinnumarkaði.  Á sama tíma og konur og karlar vilja svo gjarnan að launamunur kynjanna hverfi á vinnumarkaði, þá gleymist það oftast að megin orsök launamunarins er munur í forledraábyrgð kynjanna.  

Eftir að hafa starfað í mörg að málefnum er snerta forsjárlausa feður, þá er ég handviss að drjúgur hluti kvenna vill alls ekkert foreldrajafnrétti.  Og samhengið á milli foreldrajafnréttis og launajafnréttis er eitthvað sem ekki er efst á lista jafnréttisiðnaðarins að fjalla um.

FORELDRAJAFNRÉTTI LEIÐIR TIL LAUNAJAFNRÉTTIS.  Þetta tvennt helst í hendur, og bakslag í að feður taki sér feðraorlof viðheldur launamun kynjanna.


mbl.is Færri karlar taka fæðingarorlof eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kirkjan æðri lögum??

Sr. Geir Waage segir að hann sé bundinn trúnaði við sóknarbörn sín sem skrifta.  Sá trúnaður sé alger,   leynd væri forsenda skrifta. Hún væri algjör eða engin.   Biskup hefur talað gegn þessu sjónarmiði og einnig Sr. Bjarni Karlsson sem gengur skrefinu lengra og krefst afsagnar eða brottvikningar Sr. Geirs Waage.  Kirkjan verður að tala skýrt í þessu máli og það verður að vera alveg á hreinu hvort prestar megi eða eigi að hafa algeran trúnað við þá er skrifta hjá presti.  Persónulega finnst mér óeðlilegt með öllu að prestar hylmi yfir lögbroti, sama hvers eðlis það.  Ég býst samt við að þeir sem gangi til skrifta vilji annars eiga trúnað prestsins síns, án þess að hægt sé að fara fram á að prestur hylmi yfir lögbrot.   Kirkjan og kristin trú getur ekki verið æðri landslögum.


mbl.is „Nú þarf Geir Waage að hætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt tekur enda.

Tímabil Spaugstofunnar er stórmerkilegur þáttur í sögu sjónvarpsins. Spaugstofan var með met áhorf í yfir 20 ár og ennþá með mikið áhorf þegar ákveðið er að hætta að framleiða þættina.  Þegar byrjað var að sýna Spaugstofuna og "Á tali hjá Hemma Gunn", þá fengu þessir þættir mikið áhorf, nokkuð sem undirstrikaði eftirspurn eftir innlendri sjónvarpsdagskrá.   Allt tekur enda og það er sjálfsagt ágætt að þessu er hætt áður en þættirnir "renna út á síðasta söludag".  Spaugstofan hefur létt mörgum lundina á síðustu árum og áratugum.  Það ber að þakka þeim félugum í Spaugstofunni fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar menningar síðasta aldarfjórðunginn.


mbl.is Engin Spaugstofa í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver verða viðbrögð stjórnvalda?

Það er staðreynd að Ísland er á eftir Norðurlöndum og hefur verið það í áratugi þegar kemur að réttindum barna þegar foreldrar búa ekki saman.  Það er staðreynd að

  1. Ísland var síðast Norðurlanda til að heimila sameiginlega forsjá sem val
  2. Ísland var síðast Norðurlanda til að gera sameiginlega forsjá að meginreglu.
  3. Ísland er eitt Norðurlanda eftir sem kveður ekki skýrt á í lögum að dómarí megi dæma í sameiginlega forsjá þegar  foreldrar deila um forsjá fyrir dómi.
  4. Á Íslandi er trúlega frumstæðasta meðlagskerfi í hinum vestræna heimi, þar sem allir eru skyldaðir að greiða eina ákveðna lágmarksupphæði, líka þeir sem eru með börnin til jafns á við lögheimilisforeldri.
  5. Á Íslandi eru ekki virk úrræði gegn einbeittum tálmunum eins og verið var að fjalla um og var ástæða þessarar fréttatilkynningar frá Félagi um foreldrajafnrétti.

Við Dómsmálaráðuneytið var lengi starfandi Sifjalaganefnd.  Saga og lagaþróun sifjamála hér á landi er falleinkun á þá nefnd, enda lagði Björn Bjarnason nefndina niður og hafi hann bestu þakkir fyrir. 

Það er fróðlegt að vita hvað stjórnvöld gera.  Það liggja tvö lagafrumvörp í ráðuneytinu, annað um endurskoðun á ýmsum ákvæðum barnalaga og hitt með tillögu að nýju meðlagskerfi.  Bæði þessi frumvörp var ýtt úr hlaði í tíð Björns Bjarnasonar og bæði virðast sitja núna föst í ráðuneyti Dóms og Mannréttinda.   Ríkisstjórnin hefur verk að vinna og því miður finnst manni eins og þessi mál séu ekki í forgangi.


mbl.is Stjórnvöld verndi íslensk börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræða um staðreyndir mikilvæg

Það hefur margt verið skrifað um EB og hefur Morgunblaðið haft forystu í að flytja neikvæðar fréttir um EB.  Það er mikilvægt að umræðan um EB byggist á staðreyndum en ekki goðsögnum eins og segir í þessari frétt.  Vonandi er þessi frétt fyrirheit um það að Morgunblaði taki upp vönduð vinnubrögð og fjalli faglega um kosti og galla EB.   Morgunblaðið hefur áratuga hefð fyrir faglegri fréttamennsku og neikvæðar tilfinningar  um EB á ritstjórn Morgunblaðsins  mega ekki eyðileggja orðspor trúverðugs fjölmiðils.

 


mbl.is Umræðan byggist á staðreyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitun

Þegar Á listinn tók við völdum árið 2006 þá var það þeirra fyrsta verk að kasta þá gildandi miðbæjarskipulagi með tilheyrandi kostnaði og seinkun á uppbyggingu og fjölgun íbúa.   Ef það skipuleg hefði haldið þá hefði staðan verið öll önnur og m.a. búið að byggja Eir og þar með hefði barnlausum íbúum fjölgað (eldri borgurum) og þannig fjölgað útsvarsgreiðendum sem ekki voru með börn í skóla.   Í staðinn henti Á listinn þessu skipulagi og seinkaði allri uppbyggingu og á meðan blæddi bæjarsjóði og kreppan rak svo bæjarstjóð endanlega í þrot.

Auðvitað ber öll bæjarstjórn ábyrgð á stöðu mála á Álftanes en ábyrgð Á listans er lang mest á þessari ógæfu.  Það staðfestir skýrsla Ríkisendurskoðunnar.


mbl.is Hátt hlutfall barna og unglinga ástæða erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfesting !

Það var mikið sem gekk á hér á Álftanesi eftir að Á-listi náði völdum árið 2006 með 2 eða 3 atkvæða mun.  Framganga þeirra var sorgleg,  allt sem búið var að gera var kastað fyrir róða sem seinkað uppbyggingu á miðsvæðinu.  Mikil átök voru hér á þessu fallega og annars friðsæla Álftanesi.  Það er mikilvægt að þessi skýrslar staðfestir að sú gagnrýni sem Á listinn fékk átti algerlega við rök að styðjast.   Á sama tíma og tekjur sveitarfélagsins dugðu ekki fyrir reglulegum útgjöldum þá voru skuldir 7 faldaðar. Ég teldi eðlilegt að Sigurður Magnússon og Kristín Fjóla forystumenn Á listans sem ennþá sitja í bæjarstjórn, Sigurður sem aðalmaður og Kristín Fjóla sem varamaður hans, myndu sjá sóma sinn í því að segja af sér og sæti þar með ábyrgð.

Hvað sem því líður þá skiptir núna máli að íbúar og bæjarstjórn horfi út um framrúðuna og finni og vinni að lausn á þessum málum.  Á Álftanesi er frábært samfélag á fallegum stað og það eru verðmæti í nútíð og framtíð sem ekki verða af íbúum tekin.


mbl.is Ákvarðanir sveitarstjórnar leiddu til greiðsluþrots Álftaness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 186002

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband