Maður sem hefur verið mikilvægur fyrir Austurland.

Smári Geirsson, minn gamli kennari úr Gaggó er að draga sig í hlé í sveitarstjórnarmálum. Þegar uppbygging Kárahnjúka og bygging álvers var á fullu var hann einarður málssvari þeirra uppbyggingar.  Trúlega byggju um 1500-2000 færri einstaklingar á Austurlandi í dag ef ekki hefði komið til þessi uppbygging.

Smári er vinstri maður af gamla skólanum þar sem skilningur hans er að mikilvægt er að fólk hafi atvinnu, fjölskyldur hafi afkomu en séu ekki á atvinnuleysisbótum.  Það væri betur ef ríkisstjórnin hefði sömu sýn og hann. 


mbl.is Smári Geirsson að hætta eftir 28 ár í sveitarstjórnarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfa veiðar til að banna veiðar ?

Það virðist vera sem svo að Ný Sjálendingar vilji leyfa veiðar og þannig halda þeir að auðveldara verði að banna veiðar.  Hver skilur nú svona lagað.  Eðlilegast hlýtur að vera að þjóðir sættist á sjálfbærar veiðar á hvölum eins og annarri nýtingu náttúruauðlinda.


mbl.is Nýsjálendingar með hvalveiði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð þeirra sem komu samfélaginu í þessa samningsstöðu.

Ég held að margir óskuðu þess að sjá sveitarfélagið áfram sem sjálfstætt sveitarfélag ef það væri einn af valmöguleikunum.  Eftir 3 ára valdatíð Á listans þar sem fjármál sveitarfélagsins voru sett í þrot þá er það ekki lengur einn af valkostunum.  Ábyrgð Á listans algjör.  Það er búið að vera skálmöld í bæjarstjórn Álftanes og íbúar í þessu góða sveitarfélagi vilja og þrá að héðan komi jákvæðar fréttir (nóg er af þeim) og það ríki friður í bæjarstjórn.  Í þeirri stöðu sem er þá hlýtur nærtækast að vera að ræða við Garðabæ.  Lönd sveitarfélaganna liggja saman.


mbl.is Flestir Álftnesinga vilja sameinast Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg könnun.

Það er mikilvægt að skoð hug íbúa til sameiningar en í raun virðist um ekki endilega vera um val að ræða, hvort það vilji sameiningu heldur frekar hvaða sameiningu.   Fyrri meirihluti Á lista keyrði þetta sveitarfélag í þrot.  Það er því ótrúlegt að skoða bókanir og framgöngu þeirra í bæjarstjórn.  Það er eins og fulltrúar Á lista séu í algerri afneitun á eigin ábyrgð í þeirri erfiðu stöðu sem þau settu bæjarsjóð á Álftanesi í.    Afneitun er ekki gott meðal til að byggja upp nýtt Álftanes eftir hamfarir Á listans. 
mbl.is Hugur Álftnesinga til sameiningar kannaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jöfn foreldraábyrgð kynjanna skapar þeim sömu forsendur á vinnumarkaði.

Það eru um 14.000 mæður sem búa ekki með barnsfeðrum  sínum, en þær hafa lögheimili um 20.000 barna hjá sér, þ.e. barna yngri en 18 ára. Þær bera  þ.a.l. mesta ábyrgð á uppeldi þeirra og hafa stöðu, skattalega og félagslega sem foreldri og einstætt foreldri ef þær eru ekki í sambúð með nýjum maka. Það eru um 12.000 feður sem greiða meðlög með þessum 20.000 börnum og flokkast þeir skattalega sem barnlausir einstaklingar ef börn þeirra hafa ekki lögheimili hjá þeim. Trúlega er kynbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokki, sem telur 26.000 foreldra eða um 16% af vinnnandi fólki á Íslandi. Mismunur í foreldraábyrgð kynjanna í þessum hóp skapar þeim mjög ólíka stöðu á vinnumarkaði. Eðli málsins samkvæmt er þessi hópur á fyrri hluta síns starfsferils þar sem kjör þeirra til langframa eru oft mótuð.  

Allar stjórnvaldsaðgerðir sem jafna foreldraábyrgð skapar báðum kynjum sömu forsendur til  sóknar á vinnumarkaði.  Í mínum huga eru eðlilegra að skapa kynjunum sömu forsendur til sóknar á vinnumarkaði frekar en að handsnú einhverjum prósentu tölum upp eins og hér virðist vera að gera.


mbl.is Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veik frétt og fréttaumfjöllun.

Þessi frétt fjallar einungis um álit eins skosks þingmanns á fyrirhugaðri löggjöf EB.  Hér er ekki gagnrýnin fréttaskýring þar sem fjallað er um málið frá báðum hliðum.  Þetta er því miður einungis kranafréttamennska þar sem frétt þóknanleg ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins er sett undir grípandi fyrirsögn. 


mbl.is Óttast um fiskimiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar ef fjallað um sambærileg réttindi fyrir karla ?

Það virðist sjálfsagt að konur geti fengið sæði og eignast barn og barnið fær aldrei að vita hver líffræðilegur faðir er. Trúlega er þetta brot á Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna.

Svo er líka spurning hvað með sambærilegan rétt karla, þ.e. að fá fá egg og  staðgöngumóðir til að ganga með barn getið með sínu sæði ?  I allri jafnréttisumræðunni þykir sjálfsagt að hafa kynbundin mismun á réttindum einhleypra karla og einhleypra kvenna !


mbl.is Einhleypar megi fá gjafaegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð Á-listans mikil.

Ástæðan fyrir slæmri stöðu Álftanes er vissulega samspil margra þátta.  Stærsti einstaki þátturinn er slæm fjármálastjórnun Á listans.  Öll árin sem Á listinn stjórnaði á Álftanesi var neikvætt veltufé frá rekstri og á sama tíma voru skuldir auknar.  Þar liggur mikil, raunar mjög mikil ábyrgð hjá fáum einstaklingum sem voru í forystu fyrir Á-listann.
mbl.is Óttast fólksflótta frá Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð Á-listans er mikil.

Það er gott að íbúasamtök reyni að upphugsa nýjar leiðir.  Í kreppu eru oft fundin upp stærstu framfaramál samfélagsins.  Vonandi gerist það líka á Álftanesi. 

Ógæfa íbúanna er aftur á móti sú að árið 2006 komst til valda ábyrgðarlaus  meirihluti Á lista, sem sökkti góðu samfélagi í fordæmalausar skuldir.  Forsvarsmenn Á lista hafa talað um að hrunið hafi kostað Álftanes um 1 miljarð, en skuldir eru yfir 7 miljarðar og þá eru 6 miljarðar eftir og það er áætlað að sveitarfélagið geti staðið undir 2 miljörðum.

Því miður þá virðast þau er sitja í bæjarstjórn fyrir Á lista vera í algerri afneitun á eigin ábyrgð og einhverjir eru því miður meðvirkir í þeirri afneitun.   Það er mikilvægt að í framboði í vor verði nýtt fólk sem ekki er hluti af þessum gömlu væringum í bæjarstjórn.  Meðvirkni og afneitun er ekki gott veganesti inní framtíðina.  


mbl.is Íbúar Álftaness búnir að fá nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálamaður sem lítur á karlmenn sem vandamál !

Oft hef ég orðið undrandi á skrifum Sóleyjar.  Árið 2007 gat ég ekki stillt mig um að gera athugasemdir á blog hennar þegar mér fannst skrif hennar vera ekkert annað en karla rasismi.  Skrif hennar og athugasemdir má sjá hér. http://soleytomasdottir.is/?p=129

Ég held að hún sé ekki leiðtogi sem muni ná í jaðarfylgi fyrir VG, þó að hún eigi kannski traust innanbúðar fylgi.  

 


mbl.is Sóley sigraði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 186005

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband