Færsluflokkur: Bloggar

Eðlilegt að rétta yfir þessum 9 einstaklingum

Miðað við fréttir og myndir sem hafa sést, þá réðust þessir einstaklingar inní Alþingi og í mínum huga er það algerlega óásættanlegt og hlýtur að brjóta í bága við lög.  Í mínum huga er því fullkomnlega eðlilegt að þau þurfa að mæta fyrir héraðsdóm.  Til þess þess höfum við þrískiptingu valdsins sem er grunnsteinn okkar þjóðfélags. Það er ekki Alþingismanna að skipta sér af því hverjir fari fyrir héraðsdóm, þeir eru kosnir til að starfa við löggjafarsamkomu landsins.
mbl.is Skelfilegt að fylgjast með réttarhöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegt að Mogginn birti þessa grein.

Það er ljóst að blaðið hugnast ekki EB og helst má Ísland ekki ræða við EB og Evran er ekki góður kostur fyrir Íslendinga.  Þannig á VG bandamann í ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins.  Oft hefur mér fundist fréttamennskan Morgunblaðsins vera döpur og til þess fallin að styrkja ritstjórnarstefnu blaðsins og mörgu tjaldað til þess. Blaðið hefur m.a. fjallað ítrekað um að Þjóðverjar vilji helst fá gamla Markið aftur og fjallað um vandamál Evru ríkja þannig að helst megi skilja að ekkert hefði vandamálið orðið ef ekki hefði verið Evra og EB.  Það að blaðið birti frétt þess efnis að Angela Merkel telji það útilokað að taka upp Markið og það þurfi frekar að bæta samstarf Evru ríkjanna frekar en að leggja Evruna niður eða skipta Evrulöndum uppí svæði.  Það að blaðið birti svona frétt gefur fyrirheit um faglegri fréttamennsku. Hvorki EB eða Evrulönd eru að líða undir lok.


mbl.is Merkel vill ekki þýska markið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ríkisstjórnin berst gegn atvinnu uppbyggingu ?!

Lengst af hafa Íslendingar ekki þurft að glíma við atvinnuleysi.  Hinir hefðbundnu atvinnuvegir veittu öllum vinnu og lengst af var einnig flutt inn erlent vinnuafl til að vinna við ýmis störf sem ekki náði að manna með íslensku vinnuafli.

Með hruninu breyttist margt í íslensku þjóðfélagi og til varð atvinnuleysi í áður óþekktum stærðum.   Það hefur dregið úr atvinnuleysinu en einhversstaðar las ég að það væri aðallega vegna þess að það fækkaðí á vinnumarkaði, þ.e. fólk skráð atvinnulaust flyst erlendis eða fer í nám og hverfur þar með af vinnumarkaði.

Ríkisstjórnin virðist frá upphafi hafa barist með oddi og eggi gegn áformum um uppbyggingu álvera bæði í Helguvík og á Bakka við Húsavík.  Það á eitthvað annað að koma í staðinn en því miður virðist ekkert handfast í þeim efnum.  Á meðan er geysilegt atvinnuleysi bæði hjá ungu fólki og öðrum.  Atvinnuleysi er þjóðarböl og mikill harmleikur fyrir þá sem í því lenda.  Það þarf að búa til mikið af nýjum störfum og þá hlýtur áfram störf við virkjanir og álver að vera hluti af þeirri lausn sem þarf að vinna að.


mbl.is 15,4% ungs fólks án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegtollar eru nauðsynlegir til að koma framkvæmdum af stað !

Enginn vill greiða óþarflega háa skatta né gjöld, eðlilega.  En nú er staðan sú að ríkisstjóður er tómur og það þarf að koma af stað framkvæmdum.  Einhvern veginn þarf að fjármagna það og þá eru a.m.k tvær meginleiðir til þess a) auka skatta í ríkissjóð eða b) setja vegtolla.   Í mínum huga er er eðlilegt að nota vegtolla til að fjármagna að hluta eða að öllu leiti ákveðnar gatna-, brúar-, eða gangnaframkvæmdir.  Með því að fjármagna í gegnum vegtolla þá er tryggt að fjármagnið fer í það sem það á að fara á meðan auknir skattar fara bara í stóra ríkissjóðinn, sem er bæði galtómur og hriplekur.   Með veggjöldum þá greiða líka þeir sem nota, sem er ákveðin sanngirni og með vegtollum er hægt að ráðast fyrr í framkvæmdir heldur en ef beðið er eftir að röðin komi að þeirri framkvæmd í göggunarröðinu hjá hinu opinbera.  

Það er góð reynsla af Hvalfjarðargöngunum enda er sú framkvæmd ákaflega arðbær.  Vegtollarnir hafa borgað alla þá framkvæmd en það má líka hugsa sér að við aðrar framkvæmdir þar sem umferð er ekki eins mikil, þá  borgi vegtollar hluta af framkvæmdarkostnaði. 

Ég bjó í hinu olíu ríka Noregi í ríflega 6 ár á níunda áratug síðustu aldar.  Þá var mikið verið að brúa firði, gera göng og aðrar vegaframkvæmdir.  Oftar en ekki voru gjaldtökuhlið og þótti ekki tiltöku mál enda sýnt að viðkomandi samgöngubót hefði komið mörgum árum seinna ef ekki hefði komið til vegtollur.    Ekkert er ókeypis, hvorki vegir eða salt í grautinn.   Ef menn vilja samgöngubætur þá kostar það.  Það er ekki hægt bara að krefja um að koma framkvæmdum af stað. Það verður að svara spurningunni hvernig það er fjármagnað.  Vegtollur er að mínu viti betri kostur en auknir skattar.  Það þarf að koma framkvæmdum af stað svo verktakar hafi verkefni og fólk fái vinnu.  Oft var þörf en nú er nauðsyn og ef það þarf vegtolla til þess, þá verður svo að vera.


mbl.is Margir Suðurnesjamenn gegn vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðargjaldmiðill?

Ísland er hluti af EES og grunn forsenda EES er fjórfrelsið svonefnda og hluti af því er frjálst flæði fjármagns.  Nú eru gjaldeyrishöft og því uppfyllum við ekki skilyrði EES.   Dettur einhverjum í hug að íslenska krónan geti verið framtíðargjaldmiðill þar sem gjaldeyrisviðskipti eru frjáls ?
mbl.is Rýrnun krónunnar 99,95%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt vandamál, lítill vilji til lausna

Það er staðreynd að síðustu áratugi hafa að jafnaði verið um 4000 manns í vanskilum vegna meðlaga.  Þetta eru um 95% karlmenn.   Þessir einstaklingar hafa verið í neðanjarðarhagkerfinu og greiða þ.a.l. ekki skatt til samfélagsins. 

Það er staðreynd að meðlagskerfið hér á landi er steinrunnið, m.a. vegna þess að

  1. það tekur ekki tillit til umfangs samvista barns við föður.
  2. það tekur ekki tillit til tekna móður.
  3. það tekur ekkert tillit til ferðakostnaðar.  Ísland eitt landa í hinum vestræna heimi dæmir að ferðakostnaður sé ekki sameiginlegur heldur alfarið á hendur föður (umgengnisforeldris).
  4. umgengnisforeldri hefur engar barnabætur, þó það hafi sömu framfærsluskyldu og forsjárforeldrið.
  5. umgengnisforeldri fær ekki vaxtabætur sem foreldri þó það hafi sömu framfærsluskyldu og forsjárforeldrið.
  6. umgengnisforeldrið fær ekki húsaleigubætur sem foreldri þó það hafi sömu framfærsluskyldu og forsjárforeldrið.

Ég skrifaði skýrslu fyrir Dómsmálaráðherra sjá http://www.domsmalaraduneyti.is/media/frettir/Medlagskerfi.pdf og í framhaldi var skipuð nefnd sem gerði tillögur að nýju meðlagskerfi.   Ekkert hefur gerst, enda kom kreppa í millitíðinni.  Á meðan eru margir feður í neðanjarðarhagkerfinu og á því tapa allir.

 

 

 


mbl.is Meðlagsskuldir rúmir 20 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósjálfstæði fréttamiðla !

Það voru eitt sinn samin fjölmiðlalög og samþykkt á Alþingi. Þau áttu m.a. að tryggja sjálfstæði fjölmiðla og faglega fréttamennsku.  Bausmiðliarnir fóru hamförum gegn frumvarpinu og sögðu það einelti Davíðs Oddssonar og Sjálfstæðisflokksins gegn Baugi.  Það reis mikil múgsefjun gegn lögunum og margir trúðu samsæriskenningunni.  Forsetinn sem var meðvirkur á þeim tíma með þessum öflum neitaði að undirrita lögin.  Sjálfstæði í fréttamennsku er ábótavant. Kannski er rík ástæða fyrir hruninu að ekki var nein gagnrýnin fréttamennska sem setti spurningarmerki við þróun mála. 

Þessi könnun sem Credit Info gerir fyrir Björgólf Thor, staðfestir enn og aftur ósjálfstæði fréttamiðla.  Það er engin tilviljun að minna er fjallað um Jón Ásgeir í fréttamiðlinum sem hann á sjálfur.   Það var og er rík þörf á fjölmiðlalögum.


mbl.is Prentmiðlar fjalla mest um Jón Ásgeir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggin orðinn Pravda Íslands !

Eitt sinn var Morgunblaðið, blað allra landsmanna.  Blaðið var hinn gagnrýni samfélagsrýnir sem fjallaði um mál faglega.  Ritstjórnarstefnan var sjálfstæð og ekki endilega í anda ráðandi afla í samfélaginu.  Fréttamennskan var sjálfstæð og fagleg.  Nú er öldin önnur.

Pravda var málgagn Sovéska kommúnista flokksins.  Þjóðviljinn var málgagn sósíalista á Íslandi.  Bæði blöðin fluttu fréttir til að þóknast sinni ritstjórnarstefnu.  Fréttablaðið hefur löngum þótt flytja fréttir þóknanlegar eigendum sínum. Sérstaklega var það áberandi fyrir hrun með þeim árangri að fólk var farið að trúa að Sjálfstæðisflokkurinn og D.O væru í heilögu stríði Jón Ásgeir og Baug.  Fólk trúði því að þörf fjölmiðlalög vær gerð af illum hvötum Sjálfstæðisflokksins og DO gegn Baugsveldinu.  Máttur fjölmiðla er mikill og vandmeðfarin og þegar fréttamennska er einhliða þá er auðvelt búa til hálfgerða fjöldaklikkun sbr umræðan um fjölmiðlallögin um árið.   Nú er Morgunblaðið komið í þennan sama flokk enda má blaðið muna sinn fífil fegurri.  Fréttaflutningur stjórnast af ritstjórnarstefnu blaðsins.  EB og Evran kemur úr neðra ef lesið er á milli lína blaðsins um þessi mál.  Það hlýtur að vera markaður fyrir blað þar sem kranafréttamennska sem styður ritstjórnarstefnuna sé ekki ríkjandi.  Það er dapurt að Morgunblaðið er orðið Pravda Íslands, með á köflum ágætum minningargreinum.

 


mbl.is Svar Evrópusambandsins við Grín-Alí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarft framtak !

Það er mikilvægt að berjast gegn ofbeldi:  Þannig er full ástæða að fagna framtaki Unifem í samvinnu við mannréttindasamtök og kvennréttindahreyfinguna á Íslandi. 

En er ofbeldi eins kynbunið eins fjallað er um þennan málaflokk hér á landi?

Við California State University, Long Beach í Bandaríkjunum starfar Martin S. Fiebert við sálfræðisdeild Háskólans.  Hann vill meina að ofbeldi sé ekki kynbundið, bæði kynin séu svipað ofbeldishneigð.  Rannsókn hans má lesa á  http://www.csulb.edu/~mfiebert/assault.htm en þar segir í samantekt:

SUMMARY:  This bibliography examines 275 scholarly investigations: 214 empirical studies and 61 reviews and/or analyses, which demonstrate that women are as physically aggressive, or more aggressive, than men in their relationships with their spouses or male partners.  The aggregate sample size in the reviewed studies exceeds 365,000. 

Vantar hér á landi eitthvað í umræðuna um ofbeldi?


mbl.is Gengið gegn kynbundnu ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miskunasemi fyrir botni Miðjarðarhafs

Það er fátt ömulegra í sögu síðustu aldar en helförin gegn Gyðingum, Sígaunum og öðrum hópum sem lentu í útrýmingarbúðum Nasista.

Það er ótrúlegt að þjóð eins og Gyðingar sem hafa gengið í gegnum helförina í seinni heimstyrjöldinni, skuli ekki sýna meiri mannúð og mildi í samskiptum sýnum við Palestínumenn.  Í nafni trúarinnar hefur á síðustu árum og áratugum minnkað það land sem Palestínumenn hafa til umráða.   Alþjóðasamfélagið er máttlaust gegn þessu.  Það er deginum ljósara að það er enginn kristilegur kærleikur sem ræður gjörðum Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum fyrir botni Miðjarðarhafs.


mbl.is Ný skýrsla um helförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 183970

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband