Uppgjör eftir hrun !

Samfélagið er ennþá að vinna úr málum eftir að bankakerfið hér þoldi ekki hina miklu efnahagslægð sem gekk yfir hinn vestræna heim. 

Það eru mýmörg dæmi um það í sögunni að óréttlátt uppgjör, sem jafnvel þótti réttlátt í samtímanum, leiði til slæmra afleiðinga seinna meir.  Gott dæmi er uppgjörið eftir fyrri heimsstyrjöld þegar Þjóðverjar voru dæmdir til að greiða miklar skaðabætur.  M.a. af því leiddi að Hitler komst til valda og ennþá verri hildarleikur átti sér stað í Heimstyrjöldinni seinni.  Dæmi frá Íslandi er hið svokallaða Hafskipsmál, en hlutaðeigendur voru úthrópaðir af samtímanum á sínum tíma en fengu svo samúð og að endingu eitt stykki Landsbanka til yfirráða.  Afleiðingin er sú að þjóðfélagið er að glíma við Icesave bölið. 

Það er mikilvægt að bæði fréttaumfjöllun og sá dómur sem kveðinn verður upp eftir þetta efnahagshrun standist ekki bara dóm og  reiði samtímans heldur einnig söguskoðun framtíðarinnar og standist á allan hátt tímans tönn. Því er mikilvægt að fá þennan dóm héraðsdóms og ég vil trúa að hæstiréttur staðfesti þennan dóm.  En mikilvægast í þessu öllu er að sérstakur saksóknari fari að ljúka sinni vinnu og kveðinn verði upp endanlegur dómur yfir þeim sem réðu bankakerfinu á Íslandi fyrir  hrun. 

Svo er full ástæða til að hvetja Svavar til að fjalla áfram á gagnrýninn hátt um siðleysi þeirra er höfðu endalausann aðgang að fjármunum í íslensku bönkunum fyrir hrun.   Það þarf að ná í þessa fjármuni og koma þeim til eigenda sinna.

 


mbl.is Pálmi tapaði meiðyrðamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 183969

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband