Hverjum á að trúa ?

Það hefur verið almennt viðhorf hér á vesturlöndum að þessi maður sé ábyrgur fyrir grimmúðlegum fjöldamorðum og öðrum illvirkjum í Bosníu stríðinu.   Í Serbíu er hann aftur á móti jafnvel hilltur sem þjóðhetja.  Hvað veldur því að margir Serbar líta á Mladics sem þjóðhetju en vesturlönd sem stríðsglæpamann?  Fréttir sem okkur berast hljóta að vera allt aðrar en eru sagðar í Serbíu og þar í landi hljóta menn að líta á Bosníu stríðið allt öðrum augum en íbúar vesturlanda.   Ef þessi maður ber ekki ábyrgð á fjöldamorðunum, hver þá?

Það er búið að taka hálfan annan áratug að finna manninn og  hefur ákærvaldið við stríðsglæpadómstólinn því haft nægan tíma að safna sönnunum um meinta glæpi hans.  Það er mikilvægt að hann fái fagleg og sanngjörn réttarhöld en miðað við fréttaflutning af málinu þá ætti ekki að vera flókið að sanna sekt hans.  En ef það er aftur á móti flókið og viðamikið mál þá má spyrja um fagmennsku í fréttaflutningi af honum og Bosníustríðinu.  Miðað við fréttaflutning þá var það augljóst að maðurinn bar við annan eða þriðja mann mikla eða alla ábyrgð á fjöldamorðum í Srebrenica árið 1995.  Ég vona að þessu máli ljúki hratt og ég trúi því að a.m.k eitthvað sé rétt í þeim fréttum sem okkur bárust um þetta hörmulega stríð.  Ef ekki þá er þyrfti að setja stórt spurningarmerki við vestrænan fréttaflutning.  Ég vona stríðsglæpadómstóllinn finni sannleikann í málinu og hann sé í samræmi við fréttaflutninginn sem okkur hefur borist. Það væri alvarlegt ef það þyrfti að fara að endurskrifa og rannsaka fréttaflutninginn.


mbl.is Mladic neitar ásökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 183976

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband