Þarf að auka forvarnir, líka fyrir karla.

 Á Íslandi er regluleg krabbameinsleit fyrir bæði brjósta- og leghálskrabbamein.  Ég velti fyrir mér af hverju er ekki reglubundin skimun til að greina fleiri sjúkdóma ?    

Í töflu hér að neðan má sjá að á 10 ára tímabili eru margir sjúkdómar sem leggja  jafn marga eða fleiri en þeir sjúkdómar, þar sem stundaðar eru regluleg krabbameinsleit.

 
Dánarorsakir1986-2005
Eyðni26
Illkynja æxli í leghálsi, legi og  eggjastokki493
Brjóstakrabbamein755
Lagnvarandi alkóhólismi50
Flutningaóhöpp.662
Sjálfsvíg648
Blöðruhálskirtill854
Ristill, endaþarmur964
Heimild.  www.hagstofa.is 

Eyðni.

Trúlega er það virkum forvörnum að  þakka að þessi sjúkdómur varð ekki að faraldri.  Einnig hafa forvarnir aukið upplýsingar um sjúkdómin og þar með minnkað vanþekkingu og fordóma.

 

Æxli í leghálsi, legi og eggjastokkum og brjóstakrabbamein.

Konur fara reglulega í skimun fyrir bæði brjóst og leghálskrabbameini.  Þannig er mörgum lífum bjargað og oft er baráttan við illvígan sjúkdóm hafin mun fyrr sem eykur líkur á bata.

 

Langvarandi alkóhólismi.

Umræða og upplýsingar ásamt virku starfi SÁÁ hefur skilað samfélaginu ómældum forvörnum og hjálpað hundruðum einstaklingar að ná fótfestu til að lifa með þennan illvíga sjúkdóm. 

 

Flutningaóhöpp.

Við sjáum reglulega í auglýsingar og uppstillt bílflök  við þjóðvegin o.s.frv.  Þetta hefur ríkt forvarnargildi og  bjargar árlega mörgum frá að lenda í alvarlegum bílslysum þar sem afleiðingar geta verið ýmist andlát eða örkuml.

 

Sjálfsvíg.

Það eru svipað margir sam hafa fallið fyrir eigin hendi á síðutu 10 árum og hafa látist í umferðarslysum.  Hér erum við trúlega nánast á byrjunarreit, lítið sem ekkert forvarnarstarf og þögnin er ennþá þung um þennan málaflokk.

 Blöðruhálskirtill.

Það eru fleiri  karlmenn sem látast úr krabbameini í blöðruhálskirtli en konur úr brjóstakrabbameini.  Það er rík þörf á að komið verði á fót reglubundinni krabbameinsleit, eins og tíðkast við leit að brjósta og legháls krabbameini.

 

Ristill og endaþarmur.

Á 10 ára tímabili látast tæplega 1000 manns og það eru bæði konur og  karlar.   Það er rík þörf  að koma á fót reglubundinni krabbameinsleit fyrir þennan sjúkdóm. 

Niðurlag.

Það er mikilvægt að samfélagið setji á fót krabbameinsleitarstöðvar til að skima  krabbamein bæði í blöðruhálsi,  ristli og endaþarmi.  Við að greina sjúkdóma  á frumstigi, þá aukast líkur á bata.  Færri einstaklingar þurfa að fara í miklar og erfiðar krabbameinsmeðferðir. Að greina sjúkdóminn snemma gerir baráttu sjúkllingsins auðveldari og sparar jafnframt hinu opinbera fjármuni við erfiðar og langvinnar lækningameðferðir.  Þeir fjármunir eru betur nýttir í forvarnarstarf.


mbl.is Karlar látast frekar vegna krabbameins en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Gísli ! þetta er fróðleg færsla hjá þér um dánarorsakir, og ótrúlegar tölur sem þarna koma fram. Það hefur verið á síðustu árum rætt um að gera leit að krabbameini í blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi er það ekki ?

Ég þakka þér Gísli fyrir athugasemdirnar sem þú settir við bloggið mitt um Sjómannadaginn, gat því miður ekki svarað þér þar sem tíminn var úrrunninn. Þú kemur þar með hugmynd sem vert er að hugsa um.  Mig langar að skrifa meira um það hvernig Sjómannadagurinn er að breytast sjómönnum í óhag.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.6.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Heill og sæll

Jú það hefur verið rætt að setja á fót skimum fyrir ristil og endaþarmskrabba ásamt blöðruhálskirtli.  Full þörf á því og sjálfsagt þurfum við karlmenn að vera duglegri að benda á þörfina á þessu. 

Ég held að það sé full ástæða að taka opna umræðu um sjómannadaginn, til að tryggja að hann verði áfram sá veglegi dagur sem manni finnst hann eigi að vera.

Gísli Gíslason, 17.6.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 183959

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband