Afneita staðreyndum !

Sigurður Magnússon og Kristín Fjóla hafa haft völdin á Álftanesi síðustu 3 árin ásamt félugum sínum í  Á-listanum.  Þau hafa komið sveitarfélaginu í fjárhagslegt þrot og virðast lifa í algerri afneitun á eigin ábyrgð í þessari atburðarrás.

Heimagerðar afsakanir þeirra um áhagstæða aldurssamsetningu samfélagsins og að sveitarsjóður eigi inni hjá Jöfunarsjóð miklar fjármuni eru smjörklípa á staðreyndir málsins en þær eru m.a. að eftir 3 atkvæða sigur í síðustu sveitarstjórnarkosningum þá hentu þau gildandi miðbæarskipulagi og hættu við samning við Eir um uppbyggingu í miðbænum  m.a. fyrir eldri borgara. Með því köstuðu þau miklum fjármunum skattgreiðenda á glæ og  og þar með frestaðist uppbygging á miðvæðinu og fjölgun íbúa gekk ekki eftir en slík fjölgun þýddi auðvitað meiri útsvarstekjur, m.a. frá eldri borgurum.  Nánast allt sem búið var að gera af fyrri meirihluta var kastað á glæ, það var meira að segja skipt um endurskoðendur, lögfræðing bæjarsins osfrv.  Þetta var ekki ósvipað eins og gert var í Sovjét í denn þegar nýr leiðtogi tók við.  Það kostar að henda skipulagi og hætta við samninga og það kostar þegar uppbygging sveitarfélags stöðvast og auknar tekjur skila sér ekki inn.   Rekstur sveitarfélagsins var alla tíð í molum hjá þeim Sigurði og Kristínu Fjólu með neikvætt veltufé frá rekstri.   Þegar þau svo fara að tala um að skuldir séu ofmetnar þá er manni öllum lokið.  Nær væri að þau myndu biðja íbúa Álftaness afsökunar og þau ættu að fara í alvarlega sjálfskoðun og hætta þessari afneitun staðreynda.

Það er mikilvægt að íbúar Álftanes standi saman í þessum þrengingum og finni lausn á þessari erfiðu stöðu.

 


mbl.is Gagnrýna skýrslu um Álftanes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Útrásavíkinga hvað? Þarna eru örfáir kjörnir aðilar að setja heilt sveitarfélag í algjört þrot og þau þurfa ekki að bera ábyrgð á einu né neinu annað en að vera ekki kosin aftur, í versta falli.

Eftir sitja íbúar sveitarfélagsins með gífurlegan skuldabagga í mörg mörg ár og litlar sem engar framfarir á meðan, útsvarið í botni etc.

Og svo er verið að tala um að draga útrásavíkinga fyrir dóm? Hvað með þetta fólk? Og þau dirfast að malda í móinn, það er það besta! 

Sigurjón Sveinsson, 16.12.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er a.m.k. mikil afneitun á staðreyndum hjá þeim.  Staðreyndin er að sveitarstjóður er gjaldþrota eftir að þau voru búin að halda um stjórntaumana í 3 ár.  Hvort teygja meig skuldir eða eignir aðeins til eða frá, þá breytir það ekki megin niðurstöðunni að sveitarfélagið er komið í þrot. 

Gísli Gíslason, 16.12.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Leitt hvernig komið er fyrir sveitarfélaginu ykkar. Hvað er framundan?

Eysteinn Þór Kristinsson, 17.12.2009 kl. 10:17

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Ekki gott að segja hvað verður, en hér býr fólk og hér er gott samfélag og það verður það áfram.   Það er ótrúlegt að eftirlitsnefnd sveitarfélaga skuli ekki grípa inn fyrir löngu.  

Gísli Gíslason, 17.12.2009 kl. 18:18

5 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Já það er ekki eins og vandinn sé frá því í gær! Skuldir afskrifaðar og þið þvinguð í sameiningu?

Eysteinn Þór Kristinsson, 21.12.2009 kl. 23:06

6 Smámynd: Gísli Gíslason

Vonandi verður eitthvað hægt að semja um skuldir.  Það er slæmt ef sameining er þvinguð fram, en þetta kemur allt í ljós.

Gísli Gíslason, 22.12.2009 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband