18.12.2009 | 10:10
Umhugsunarvert !
Auðvitað er það nauðsynlegt að takmarka og minnka losun gróðurhúsaloftegunda. Nú vill Umhverfisráðherra skuldbinda þjóðina til að minnka losun um 30%, sem er ekki lítið. En við eigum umvherfisvæna orku, raforku sem fengin er með ýmist vatnsaflsvirkjunum eða gufuaflsvirkjunum. Í þessu eru sóknarfæri fyrir Ísland, jafnvel að fá hingað til lands starfsemi, sem myndi auka okkar losun en minnka losun á heimsvísu.
En ef starfsemi er sett niður hér á landi og hún gefur frá sér X magn gróðurhúsalofttegunda og þessi starfsemi leysir af hólmi sambærilega starfsemi annarsstaðar sem gefur frá sér 2X magn gróðurhúsaloftegunda, þá hefur Ísland lagt af mörkum mikilvægt skref til minnkunar á losun gróðurhúsaloftegunda þó að losunin hér á landi aukist.
Að sama skapi ef starfsemi er ekki sett niður hér á landi eða í öðrum löndum sem hafa umhverfisvæna orkugjafa en er í staðinn sett niður á stöðum þar sem að brennd eru jarðefni þá eykur það losun gróðurhúsa loftegunda á heimsvísu. Gott dæmi er það þegar Alcoa reisti álver í arabaríki þegar framkvæmdum seiknaði við Húsavík. Ef álver á Bakka hefði losað X magn gróðurhúsaloftegunda þá losar álverið sem reist var í staðinn 2x þar sem orkuöflun kemur frá brennslu jarðefni. Slíkar framvinda minnkar kannski losun Íslendinga en eykur losun á heimsvísu.
Mér sýnist það vanta ákvæði í svona skuldbindingar að hægt sé að flytja losunarkvóta á milli landa enda leiði það til þess að það minnki heildarlosun á gróðurhúsaloftegundum á heimsvísu.
![]() |
Ísland minnki losun um 30% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 186600
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta endar með því að þessi loftlagsumræða fer á svipaðan stað og hvalaumræðan úti í heimi.
Denni (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.