Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Undirstrikar þörfina á að geta haft tvö lögheimili !

Börn sem búa við það að foreldrar þeirra búa ekki saman, búa oftast í lengri eða skemmri tíma hjá því foreldri sem barnið hefur ekki lögheimili hjá.  Þessi börn eiga þannig heima á tveimur heimilum, þó lögheimili sé bara hægt að skrá á einum stað.

Fólk sem á sumarbústaði, býr í lengri eða skemmri tíma í þeim, en þetta fólk á sitt lögheimili þar fyrir utan.  Þetta fólk á þannig tvö heimili, þá það sé að eins hægt að eiga eitt lögheimili.

Það er eðlilegt að fólk geti skráð sig með tvöfalt lögheimili, enda endurspeglar það veruleika margra Íslendinga.


mbl.is Eiga lögheimili í sveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi góður !

Ég kann vel við þessa greiningu hjá Bubba.  Aðstæður fólks út á landi hafa fengið litla umfjöllun.   Fyrir ríflega 10 árum störfuðu yfir 9000 manns við fiskveiðar og önnur ríflega 9000 manns við fiskvinnnslu. Nú eru um 4000 sjómenn og svipaður fjöldi fólks í fiskvinnslu.  Þetta er helmings fækkun í undirstöðu atvinnuvegi sjávarþorpanna.   Trúlega er svipaða sögu að segja úr landbúnaði.  Þessi þróun hefur þýtt fækkun í flestum þéttbýlisstöðum við sjávarsíðuna.  Hús fólks út á landi verða verðlítil og  þannig þarf fólk sem flytur, oft að byrja uppá nýtt með tvær hendur tómar í höfuðborginni.

Ég held að þau sem börðust sem mest á móti þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað austur á landi og mun verða við Húsavík ættu að koma með raunhæfar tillögur á borðið um uppbyggingu atvinnuvega úti á landi.  Önnur leið er að viðurkenna að það sé í lagi að viss svæði leggist í eyði.  Margir hugsa það en enginn hefur kjark til að segja það, a.m.k væri það kjarkaður stjórnmálamaður sem stæði fram og segði slíkt.  Við uppbygginguna austur á landi, þá urðu eignir fólks aftur einhvers virði. Fólkið fékk þannig frelsi til að selja og koma sér í burtu.  Flestir völdu að eiga sínar eignir og vera áfram.

Það er mikilvægt að það verði ekki einhver rétttrúnaður í samfélaginu að öll uppbygging atvinnuvega út á landi sé slæm.


mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynslóðabil í sifjamálum.

Guðrún Erlendsdóttir hrl,  hæstaréttardómari til margra ára lýsti því yfir í Morgunblaðinu þann 12. febrúar 2006 að hún væri algerlega á móti því að sameiginleg forsjá væri gerð að meginreglu.  Þá lá fyrir Alþingi tillaga frá Dómsmálaráðherra Birni Bjarnasyni að  lögfesta þá meginreglu að foreldrar fari áfram sameiginlega með forsjá barna  sinna eftir skilnað. Öll Norðurlönd höfðu þá þegar þessa reglu sem og velflest vestræn ríki.    Það var mjög sérstakt að tveir dómarar, annar hæstarréttadómari,  þ.e. Guðrún Erlendsdótti og hinn héraðsdómarinn Jónas Jóhannssón tjáðu sig um fyrirhugaða lagasetningu.  Bæði voru mjög á móti þessum réttarbótum fyrir börn á Íslandi.  Rétt eftir þetta fór Guðrún Erlendsdóttir á eftirlaun.  Um þetta er fjallað í blaði Félags ábyrgra feðra(foreldrajafnrétti) á bls 25

Guðrún Erlendsdóttir með dætrum sínum Jóhönnu og Guðrún Sesselju.

Glæsilegar mæðgur.  Guðrún Erlendsdóttir og dæturnar Guðrún Sesselja og Jóhanna Vigdís Arnardætur: (mynd fengin af www.heimur.is)

Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl  er dóttir Guðrúnar Erlendsdóttir hrl  og Arnar Clausen hrl.   Ég var að drekka kaffi með konunni minni á Bakarameistarnum og var að fletta júní blaði  Mannslífs.  Þar rakst ég á viðtal við Guðrúni Sesselju og þar  tjáir hún sig um sifjamál.  Hún er greinilega fylgjandi sameiginlegri forsjá sem meginreglu, hún er fylgjandi því að dómarar hafi heimild til að dæma í sameiginlega forsjá, líkt og tíðkast allstaðar í hinum vestræna heimi og hún er fylgjandi því að börn geti átt tvö lögheimili. M.ö.o. hún er hlynnt foreldrajafnrétti.

Það var fróðlegt að rekast á þetta viðtal við Guðrúnu Sesselju, því ég mundi viðtalið við móðir hennar í Morgunblaðinu þann 12.febrúar 2006.  Skoðanamunur þeirra mæðgna um þessi mál endurspeglar kynslóðamun í sifjamálum.  Viðhorf Guðrúnar Sesselju er á leið inn á meðan viðhorf Guðrúnar Erlendsdóttur á leið út.  Það er hið besta mál.

 


Enn um álver !

Ég rakst á snilldar grein hjá á síðu Björn Bjarnasonar Dómsmálaráðherra, en þar fjallar hann um tónleika Bjarkar og veltir fyrir sér um hvað málið snýst.  Hann segir m.a: Tilvitnun byrjar:

"Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu 28. júní:

„Ég vil undirstrika það sem ég hef oft sagt: ég er ekki á móti virkjunum. Ég er á móti samstarfi við Alcoa og flest svipuð erlend stórfyrirtæki. Mér finnst þau ekki vera holl Íslandi eða Íslendingum.“

Feitletrun er mín. Ummælin eru í ætt við stefnu gegn fjölþjóðafyrirtækjum, sem sósíalistar höfðu í hávegum, áður en hnattvæðingin gerði stefnuna að pólitískum minjum. Björk er ekki á móti því, að orka sé virkjuð - þó ekki í þágu Alcoa. Spyrja má: Hvað um álfyrirtæki almennt?  Í íslenskri eigu? Eða Norðmanna?

Á tímum kalda stríðsins þótti mikils virði að semja við hlutlausa Svisslendinga, það er eigendur Alusuisse, um álverið í Straumsvík, til að forðast ágreining, sem byggðist á ásökunum um of mikil tengsl við bandaríska kapítalista. Ég hef oft áður vakið máls á því, að  þá hefði þótt saga til næsta bæjar, að forráðamenn í Neskaupstað (litlu Moskvu) myndu nokkrum áratugum síðar berjast af mestum þunga fyrir samningum við bandarískan álrisa, Alcoa." Tilvitnun endar.

Ég tek undir með Birni Bjarnasyni,  ég skil ekkert í málflutningi hennar Bjarkar, en það er sannarlega gott að fjöldi fólks skemmtir sér á tónleikum með henni.

Gaman að Björn minnist á kommana heima á Norðfirði.  Þeir skyldu það að til að samfélög þrífist þá þarf fólk að hafa vinnu og afkomu.   Tilkoma virkjunar við Kárahnjúka og bygging Fjarðaráls á Reyðarfirði hefur hleypt nýju lífi í fjórðunginn.    Slíkt hefur ekki gerst síðan skuttogarbyltingin var, en hún hófst árið 1971 er Barði NK 120 fyrsti skuttogari Íslendinga kom til heimahafnar í Neskaupstað.  Á þeim tíma var Lúðvík Jósepsson Sjávarútvegsráðherra.   Það er vonandi að það líði ekki aðrir 3 áratugir áður en næsta innspíting í atvinnulíf eystra á sér stað.

Það er vonandi ekki að verða rétttrúnaður hér á landi að ekki megi virkja og álver séu alslæm sérstaklega ef erlendir aðilar eiga þau.  Það er sorglegt ef þetta verður jafn ríkjandi viðhorf hér á landi eins og andstaða við hvalveiðar er erlendis.  Það er engin skynsemi að vera á móti því að nýta landið og miðin á skynsamlegan hátt. 


Áskorun til Bjarkar Guðmundsdóttir !

Í dag 17.júní 2008 birtist í Morgunblaðinu grein eftir Margréti Jónsdóttir  frá Akranesi, undir yfirskriftinni "Áskorun til Bjarkar Guðmundsdóttir".  Þetta er snilldargrein og þar eru margir góðir punktar um mótsagnarkenndan málflutning Bjarkar, eins og þó Björk telji það fyrir neðan sína virðingu að vinna í álveri, þá notar hún afurðir með áli dags daglega á sínum þeytingi um heiminn.  Hún segir m.a.

"Að vernda íslenska náttúru er ekki fólgið í því að koma í veg fyrir að við virkjum okkar aðalauðlind, vatnið, til hagsældar fyrir íbúana. Og verndunin er heldur ekki fólgin í því að koma í veg fyrir álverksmiðjur"

Niðurlag greinarinnar er:

"Hættum að telja okkur trú um að hér sé allt „tært, hreint, ósnortið og óspillt“, en snúum okkur að vandamálinu og leysum það. Endurheimtum gróðurinn og burtfokinn jarðveg og berjumst gegn rusli og ólíðandi fnyk frá verksmiðjum. Það gerir náttúrunni miklu meira gagn heldur en að reyna að telja fólki trú um að það megi ekki nota okkar dýrmætu auðlind, vatnið."

Orð í tíma töluð og tek ég undir áskorun Margrétar.


Álftanes – Umdeilt deiliskipulag samþykkt

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Gísli Gíslason skrifar um skipulagsmál á Álftanesi: "Samþykkt skipulag sem er með sömu grunnþáttum og íbúar mótmæltu, þ.e. með Skólaveg og sundurklippta Breiðumýri."

Á bæjarstjórnarfundi Álftaness hinn 22. maí sl. var samþykkt nýtt miðbæjarskipulag. Það var samþykkt með atkvæðum meirihluta Á-lista gegn atkvæðum minnihluta D-lista. Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að senda deiliskipulagstillöguna til samþykktar hjá Skipulagsstofnun og auglýsa niðurstöður. Skipulag þetta hefur verið skírt Grænn miðbær.

Á Álftanesi hefur lengi verið ágreininngur um skipulag og uppbyggingu miðsvæðisins. Þannig risu á síðasta kjörtímabili mótmæli, sem byggðust á huglægum rökum eins og að gildandi skipulag uppfyllti ekki kröfur íbúa, hús væru ljót o.s.frv.

Við síðustu kosningar náði Á-listi meirihluta með þriggja atkvæða mun. Þeir hreinlega hentu því skipulagi sem var í gildi og köstuðu þar með tugmilljónafjárfestingum í þeirri vinnu. Ekki tókst betur til með nýtt skipulag en að nú risu aftur mótmæli, kröftugri en nokkru sinni fyrr. Ríflega helmingur kosningabærra manna mótmælti. Megininntak mótmælanna var að ekki skyldi leggja svokallaðan Skólaveg og ekki skyldi klippa veginn Breiðumýri í sundur.

Það skipulag sem var samþykkt í bæjarstjórn hinn 22. maí sl. er áfram með Skólaveg, sem þó hefur fengið nýtt nafn og stefnu vegarins aðeins verið hnikað. Áfram á að klippa í sundur Breiðumýri. Margvíslegar aðrar breytingar hafa þó verið gerðar eins og að lækka hús um 10 sm, minnka byggingarmagn og flytja bensínstöð. Það er óhætt að segja að þessar breytingar eru til bóta, enda það skipulag sem kynnt var meingallað. Á heimasíðu bæjarins er bókað: „Bæjaryfirvöld þakka fyrir áhuga og þátttöku íbúa, en niðurstaða deiliskipulagsvinnunnar er einmitt dæmi um það hvernig umræða frá íbúum leiðir til nýrri og betri lausna í skipulagi.“

Staðreyndirnar tala sínu máli. Á-listi hefur nú samþykkt skipulag sem er enn með sömu grunnþáttum og ríflega helmingur kosningabærra íbúa mótmælti, þ.e. með Skólaveg og sundurklippta Breiðumýri. Það er sérkennilegt að þakka íbúum fyrir ábendingar um leið og ekki er tekið tillit til helstu grunnþátta sem íbúar gerðu athugasemdir við.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu Miðvikudaginn 11. júní, 2008 - Aðsent efni

Mogginn um álið !

Sú var tíð að maður bar mikla virðingu fyrir ritstjórnar greinum Morgunblaðsins.   Ég held að velflestir séu sammála að blaðið og ritstjórnarstefna þess hefur veikst verulega á síðustu árum. Mogginn hafði m.a. miklar efasemdir um ágæti framkvæmda við Kárahnjúka og byggingu álvers á Reyðarfirði.  Mér  fannst blaðið falla í nákvæmlega sömu gryfju og aðrir fjölmiðlar hér á landi með einhliða fréttamennsku af þessum framkvæmdum.  Það er því sérstaklega ánægjulegt að lesa leiðar Morgunblaðsins í dag þar sem segir m.a:

 "Þegar jafnt net- sem bankabólur springa verður framleiðsla á hrávörum eins og áli hlutfallslega verðmætari en áður. Viðskiptajöfnuður, sem margir horfa til þegar styrkur efnahagslífsins er metinn, er hagstæðari en ella. Verðmæti sem felast í fallvötnum og jarðvarma eru nýtt. Fjöldi fólks hefur lifibrauð sitt af því að starfa í álverum eða starfsemi þeim tengdri. Tekjur hins opinbera af þessari starfsemi nema milljörðum króna sem notaðir eru til að veita mikilvæga opinbera þjónustu.

Erfiðar aðstæður í efnahagslífinu setja þennan ávinning af starfsemi álvera í nýtt samhengi. "

Þessi tónn er raunsær og ánægjulegur.  Vonandi er þetta upphafið að endurreisn Morgunblaðsins.


Orð í tíma töluð hjá Árna Johnsen !

Þingmaðurinn og lífskúnsterinn Árni Johnsen skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag, sem ber yfirskriftina "Barnaleg Björk".  Hann fjallar þar um misskilda umhverfisvernd.  Margir aðilar gefa íslendingum "hollráð" að það megi ekki virkja og það megi ekki veiða hvali osfrv. Þetta á allt að skemma ímynd Íslands.  Árni segir m.a.: 

"Þessi „hollráð“ koma t.d. frá listamönnum eins og Björk sem hefur vissulega kynnt Ísland á sinn hátt, en alltaf út frá sínum forsendum. Hennar kynning hefur tvímælalaust verið jákvæð, en í draumum ævintýranna má ekki gleyma raunveruleikanum, fólkinu í okkar landi sem vantar vinnu, heilu landsvæðunum sem vantar grósku og drifkraft núna."

Það þurfa fleiri að vera eins og Árni Johnsen og þora að stíga fram og segja sínar skoðanir, líka þó þeir séu ósammála okkar frægustu listamönnum.   Ég gef Árna Johnsen fullt hús stiga fyrir grein sína í Morgunblaðinu í dag. 

Jafnframt ber ég virðingu fyrir skoðunum Bjarkar, sem ég held að sé nokkuð sem skoðanasystkyni hennar hafi ekki fyrir sjónarmiðum okkar sem viljum nýta hóflega landsins gæði.

 


Glæsilegur borgarstjóri!

Hanna Birna verður glæsilegur borgarstjóri og vonandi verður þetta upphafið að nýjum sóknarfærum fyrir  Sjálfstæðisflokkinn í borginni.  Lægð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er búin að vara alltof lengi. Það er ögrun fyrir Hönnu Birnu að gera Sjálfsætæðisflokkinn aftur  að leiðandi afli í borgarstjórnarmálum í höfuðborginni.
mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur Barnanna!

Dagur barnanna er í dag á Íslandi í fyrsta sinn.    Það er full ástæða til að óska öllum  börnum til hamingju með daginn.   Það er mikilvægt að landið merki einn dag á dagatalinu börnum og fjalli um stöðu þeirra í samfélagi nútímans.  Auðvitað sérstök kveðja til minna frábæru barna en þau heita Eyleif Ósk og Gísli Veigar.

Jól og áramót 2007 019

Þegar Félaga ábyrgra feðra (foreldrajafnrétti) gaf út sitt fyrsta blað árið 2006, sem hét Ábyrgir feður þá var fjallað um það í grein á bls 13 að hér á landi væri enginn feðradagur, enginn dagur barnsins og enginn dagur fjölskyldunnar.  Feðradagurinn er kominn og nú Dagur barnsins.   Vonandi verður einnig í framtíðinni einn dagur helgaður fjölskyldunni.  Fjölskyldan er áfram hornsteinn í okkar samfélagi en hún er orðinn fjölbreyttari og samsettari.  Það er full þörf á að samfélagið velti einnig fyrir sér stöðu fjölskyldunnar í samfélagi nútímans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 185996

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband