Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.1.2008 | 19:14
Fathersdirect skiptir um nafn.
Þekktustu feðrasamtök í Bretlandi, Fathersdirect hefur skipt um nafn og heitir núna Fatherhood Institute. Ástæðan fyrir nafnabreytingunni ku vera sú að ýmsir í stjórnkerfinu ytra fannst nafnið Fathersdirect væri of harðskeytt, og direct væri í anda "direct action", en félagsskapurinn starfar á þveröfugan hátt, þ.e. vinnur með stjórnmálamönnum og stjórnkerfinu. Félagsskapurinn fjallar um hlutverk feðra í nútíma samfélagi á víðasta hátt. Forsjárlausir feður eru því aðeins hluti af því sem þeir fjalla um. En önnur samtök í Englandi eins og Families Needs Fathers fjalla nær eingöngu um þau mál og svo eru róttæk samtök eins og Fathers 4 justice sem seinna hétu Real fathers for Justice fjalla um forsjárlausa.
Það er því ekki bara Félag ábyrgra feðra, nú Félag um foreldrajafnrétti, sem skiptir um nafn í takt sem hluti af ímyndarátaki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2007 | 14:16
Bhutto fjölskyldan verður að goðsögn í Pakistan !
Það er ekki einungis að Benazir Bhutto falli í Pakistan heldur var faðir hennar Ali Bhutto tekinn af lífi eftir mjög umdeild réttarhöld árið 1979. Ali Bhutto var forseti Pakistans frá 1971 - 1973 og forsætisráðherra frá 1973-1977.
Hershöfðinginn Muhammed Zia -ul Hag, gerði byltingu og setti á fót sýndarréttarhöld og í framhaldinu var faðir hennar tekinn af lífi. Eftir aftöku hans árið 1979 þá fór Benazir Bhutto að verða virk í stjórnmálastarfi.
Nú þegar Benazir Bhutto er líka fallin frá þá fer þessi fjölskylda að verða sveipuð goðasagankenndum blæ. Vonandi verður goðsagnakenndur blær þessarar fjölskyldu til þess að virkt lýðveldi kemst á í Pakistan.
Benazir Bhutto látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 20:08
Samkvæmt rannsóknum eru kynin jafn ofbeldisfull, þó ofbeldið sé ólíkt.
Umræða feminista gengur oftast út á að konur séu fórnarlömb og karlar gerendur í nánast öllu ofbeldi. Svipuð umræða kemur frá þeim stofnunum samfélagsins sem á að fjalla um jafnréttismál. Ég vil benda á vísindagreinasafn sem fjallar um að konur eru minnst jafn ofbeldisfullar og karlar, þeirra ofbeldi er þó öðruvísi. Þar segir í samatekt.
#This bibliography examines 209 scholarly investigations: 161 empirical studies and 48 reviews and/or analyses, which demonstrate that women are as physically aggressive, or more aggressive, than men in their relationships with their spouses or male partners. The aggregate sample size in the reviewed studies exceeds 201,500. #
Skv öðrum alþjóðlegum rannsóknum eru oftast báðir aðilar ofbeldisfullir, þegar ofbeldi er í parasamböndum. Um það má lesa hér.
Það er eins með umræðuna um ofbeldi eins og umræðuna um jafnrétti. Hún er einhliða, stillir konum upp sem fórrnarlömbum og körlum sem gerendum. Sú mynd er röng.
Ekki um jólakort að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2007 | 23:30
Reykjavíkur flugvöllur og hreinlætisaðstaða fyrir stomaþega !
Foreldrar mínir komu suður í kvöld, en faðir minn er að fara í læknisskoðun á morgun til að ákveða frekari meðferð. Útlitið á honum fannst mér svipað og þegar hann fór austur og það gladdi mig.
Nú er faðir minn með stoma poka og hefur það gengið eftir atvikum þokkalega. Pabbi sýndi mér salernisaðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli. Eina WC aðstaðan sem hentar stomaþegum er inni á svæðinu sem lokast þegar Færeyjar og Grænlandsflug koma. Þar er eina salernið með vask og klósett í sama rými. Hann sagði að aðrir stomaþegar hefðu sagt sér frá þegar þeir hafa komið að austan og á sama tíma og Grænlands/Færeyjarflug og kakan hafi losnað. Þá eru þessir einstaklingar í ákaflega erfiðri stöðu, enda engin boðleg salernisaðstaða tilstaðar fyrir þá á Reykjavíkurflugvelli. Hitt salernið er með vaskana fyrir framan klósettin og henta þannig ekki til að skipta um stoma poka, hvað þá kökuna.
Pabbi var alveg undrandi á því að enginn skyldi fjalla um þetta aðstöðuleysi sem stomaþegar þurfa að búa við á Reykjavíkurflugvelli þegar flug frá Færeyjum og Grænlandi teppir þetta eina salerni sem hentar. Ég set því þessa punkta hér inn og vek athygli á þessu þarfa máli og deili skoðun og áhyggjum föður míns. Þetta er eitt af þessum málum sem maður leiðir ekki hugann að fyrr en einhver nákominn er í svona aðstöðu.
Ég held að hver einasti maður sé sammála því að almennt er aðstaðan almennt á Reykjavíkurflugvelli ekki í nokkrum takti við nútímann og í raun til háborinnar skammar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2007 | 15:40
Ótrúleg vinnubrögð Á lista og fréttamennska.
Meirihluti íbúa Álftaness vill Grænan miðbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 09:14
Hin klisjan um kynin
Rannsókn: Karlar eru málgefnari en konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2007 | 23:33
Feðradagurinn
Á vordögum 2006 gaf Félag ábyrgra feðra út blaðið Ábyrgir feður. Þar var m.a. fjallað um að enginn feðradagur var á Íslandi. Áður hafði félagið bent á það m.a. í útvarpsviðtölum og í blaðagreinum. En það var fyrir tilstuðlan tveggja kvenna sem Félagsmálaráðherra gerði annan dag í nóvember að sérstökum feðradegi.
Fyrsti feðradagurinn var haldinn 12.nóvember 2006. Af því tilefni hélt Félag ábyrgra feðra ráðstefnuna "Feður í samfélagi nútímans". Myndir af ráðstefnunni eru hér.
Ég held að þessi ráðstefna í fyrra og útgáfa á blaðinu Ábyrgir Feður hafi á margan hátt verið vendipunktur í starfsemi félagsins. Á sama tíma og málflutningurinn varð agaðri, þá varð hann einnig hófsamari en jafnframt einbeittari. Fleiri lögðu við hlustir þegar félagið hóf raust sína. Þannig var vel mætt á þessa ráðstefnu, fólk á öllum aldri, báðum kynum og bæði þingmenn og ráðherra.
Félag um foreldrajafnrétti (nýtt nafn á Félagi ábyrgra feðra), hélt aðra stórglæsilega ráðstefnu nú á öðrum feðradeginum hér á landi, þann 11.nóv sl. Almennt fannst manni eins og það væri einhugur á ráðstefnunni um það þarf að breyta mörgu. Málstaður foreldrajafnréttis er vaxandi, þ.e. að meginreglu skuli öll börn skuli alast upp hjá báðum foreldrum, óháð hjúskaparstöðu foreldranna.
Athyglisvert fannst mér að félagið dreifði aftur blaðinu Ábyrgir feður, sem þó var gefið út um vorið 2006, en efnið á ennþá fullt erindi inná borð svona ráðstefnu og til ráðamanna þjóðarinnar.
Foreldrajafnrétti er hinn hluti af jafnréttisumræðunni og hinn vanrækti hluti af þeirri umræðu. Þannig hefur Félag um foreldrajafnrétti mikilvægt hlutverk að stuðla að áframhaldandi breytingum í okkar samfélgi, börnum, foreldrum og samfélaginu til heilla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2007 | 18:25
Ástralía: Ömmur og afar í fæðingarorlof?
Ástralir ræða nú af fullri alvöru að veita ömmum og öfum rétt til að taka launalaust fæðingarorlof ! Núverandi ríkisstjórn í Ástralíu lofar þessu ef stjórnin nær endurkjöri þann 24.nóvember n.k. Eru andfætlingar vorir að snú öllu á haus eða er þetta bara hið besta mál að lögtryggja rétt ömmu og afa við að styðja við uppeldi á barnabörnunum ??. Ungur nemur gamall temur á sjálfsagt vel við hér og sannarlega forvitnileg tillaga hjá Áströlum.
Annars lýsi ég eftir íslensku orði fyrir grandparents ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2007 | 18:57
Dögg Pálsdóttir með þarft lagafrumvarp.
Dögg Pálsdóttir er lögfræðingur og varaþingmaður hefur lagt fram mjög þarft lagafrumvarp um breytingar á sifjalögum.
Dögg er sérfræðingur um sifjamál, enda starfað sem lögfræðingur á þessu sviði um árabil. Hún veitti forstöðu nefnd sem hét Forsjárnefnd og lagði fram framsæknar tillögur um breytingar á barnalögum. Þetta gerði nefndin bæði árið 1999 með áfangaskýrslu og með lokaskýrslu árið 2006. Því miður hafa mörg mál sem lögð voru til ekki hlotið lagagildi.
Dögg leggur nú fram frumvarp sit sem þingmaður og er það von að það hljóti brautargengi á þing. Frumvarpið er hér
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 21:01
Hvar er rætt um foreldrajafnrétti ???
Staðreyndin er að mesti kynbundni munur á kynjunum er í foreldraábyrgð !
Um það fjallar ekki frumvarpið!
Ný Jafnréttisstýra sagði í Fréttablaðinu þann 2 sept sl.
"Stundum heyrir maður raddir um að jafnréttisbaráttan hafi orðið til þess að tekið hafi að halla á karlmenn. Þar finnst mér umræðan komin í algert öngstræti. Það á sér stað mjög alvarleg umræða um forræðismál og réttindi einstæðra feðra. Það þarf að fara mjög gætilega í slíkum málum því fyrst og fremst eru það hagsmunir barnanna sem eiga að ráða".
Nú er allar rannsóknir sem sýna að báðir foreldar eru bestu hagsmunir barna og gott yfirlit um þær rannóknir hér. og einnig hér
Við jafna foreldraábyrgð sækja kynin á sömu forsendum fram á vinnumarkaði. En FORELDRAJAFNRÉTTI er ekki á dagskrá í frumvarpinu. Á meðan svo er þá verður alltaf halli á jafnréttismálum á Íslandi, konum og körlum í óhag.
Frumvarpi að nýjum jafnréttislögum dreift á Alþingi í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 186000
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar