Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.10.2007 | 11:48
Húrra fyrir Runólfi !
Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, skrifar mjög góða grein í Morgunblaðið í dag. Þar fjallar hann um hina hliðina á jafnréttismálum, þ.e. mun í foreldraábyrgð kynjanna. Hann segir m.a.
"Yfir 95% leikskólakennara hérlendis eru konur. Um 80% kennara við grunnskóla landsins eru konur. Margir ungir drengir búa hjá mæðrum sínum án daglegrar umgengni við feður sína eða aðra karlmenn. Konur sjá því um uppeldi, mótun og menntun sona okkar bæði á heimili og í skólunum. Hvar eiga drengir að fá eðlilegar fyrirmyndir í sínu uppeldi og sinni kynjamótun. Árangur þeirra í skólakerfinu er hörmulegur og spyrja má hvort hér séu tengsl á milli. "
Hann fjallar svo um að umræðan um jafnrétti snúist um að fjölga konum í stjórnunarstöðum en spyr hvort ekki vanti að fjölga körlum í umönnunarstörfum og auka vægi þeirra í uppeldi barna. Hann segir í niðurlagi.
"Er ekki kominn tími til að stokka upp þetta kynskipta samfélag þar sem karlar hugsa um peninga og konur um börn? Flest virðist benda til þess að slíkt muni skila okkur auknum árangri á báðum sviðum."
Á fyrsta feðradaginn á Íslandi í fyrra hélt Félag ábyrgra feðra ráðstefnu. Þar fjallaði ég um svipuð mál og Runólfur talaði um, en ræðan er hér og glærurnar hér.
Grein Runólfs er aldeilis orð í tíma töluð og þar bendir hann á hina hliðina á jafnréttismálum, sem vantar alfarið. Samfélagið þarf á þessari umræðu að halda og það er full ástæða að hrósa Runólfi fyrir þessa grein.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2007 | 13:40
Félag ábyrgra feðra ætti að fá jafnréttiviðurkenningu 2007.
Jafnréttisstofa auglýsir eftir tilnefningum til Jafnréttisviðurkenningar fyrir 2007. Ég vil leyfa mér að benda á að Félag ábyrgra feðra (Fáf) væri góður félagsskapur til að fá slíka viðurkenningu. M.a. vegna þess að
- Fáf er eini félagsskapur á Íslandi sem fjallar um jafnréttismál séð frá sjónarhóli barna og karlmanna og sérstaklega frá þeim sjónarhóli þegaar kynforeldrar búa ekki saman. Vefsíða félagsins er hér og má þar finna fleiri hundruð greina um jafnréttismál.
- Fáf hefur gefið út fyrsta jafnréttisblað karla á Íslandi og má finna það hér.
- Fáf hélt fyrstu ráðstefnu sem frjáls félagasamtök hafa haldið um jafnréttismál karla á fyrsta feðradaginn sl haust. Ráðstefnan hét Feður í samfélagi nútímans. Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur og fyrirlesari einnig m.a. frá hinum virtu bresku feðra samtökum www.fathersdirect.com.
- Fyrir tilstuðlan Fáf skilaði Forsjárnefnd lokaskýrslu og í framhaldi var lögum breytt þannig að nú er sameiginleg forsjá meginregla við skilnað foreldra, eins og tíðkast erlendis.
- Jafnréttismál sem Fáf hefur bent á er m.a.
- launamunur kynjanna er endurspeglun á mun í foreldraábyrgð kynjanna. Þannig muni þróun á foreldrajafnrétti og launajafnrétti haldast í hendur.
- Ísland er eina vestræna landið sem gefur dómurum ekki heimild til að dæma í sameiginlega forsjá, jafnvel þó dómari telji það barni fyrir bestu.
- að dómarar á Íslandi dæma þannig að barn eigi alltaf aðvera á aðfangadag hjá móður.
- meðlagskerfi á Íslandi er trúlega það frumstæðasta í heiminum, sem tekur ekki tillit til umfang samvista, né tekna forsjárforeldris osfrv.
- félagið hefur bent á hvernig forsjár mál hafa þróast erlendis eins og t.d. í Svíþjóð og Frakklandi, þar sem foreldrajafnrétti er komið mun lengra en hér á landi, m.a. lög um jafna búsetu meginreglan í Frakklandi síðan 2002.
- fyrir tilstuðlan félagsins eru fleiri og fleiri í samfélaginu komnir á þá skoðun að báðir foreldrar eru bestu hagsmunir barna við skilnað. Í framtíðinni mun löggjafin og framkvæmdavaldið vinna í samræmi við það.
- félagið hefur gert þó nokkrar umsagnir um lagabreytingar og annað, hitt nefndir á vegum bæði borgar og ríkisstjórnar.
- Fáf er 10 ára gamall félagsskapur um þessar mundir, var formlega stofnaður 10. september 1997. Jafnréttisumræðunni væri lyft á hærra plan ef karlatengd jafnréttisbarátta fengi viðurkenningu Jafnréttisráðs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.9.2007 | 18:53
Barn skal vera rétt feðrað.
Við gerð síðustu barnalaga var í fyrsta sinn opnað á þann rétt karla að höfða faðernismál, telji þeir sig faðir barns. Þetta kom ekki til af góðu. Karlmaður krafðist þess fyrir rétti að fá að vera faðir barns sem kona hafði fætt en hún feðraði ekki barnið við fæðingu. Fyrir Hæstarétti var honum veitt þessi heimild og í dag á þetta barn sinn föður eins og önnur börn. Í framhaldi af þessum dómi var sett í 10. gr barnalaga frá 2003 svohljóðandi:
"Stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns, enda hafi barnið ekki verið feðrað."
Hér er heimild karlmanns til að höfða faðernismál þrengt við það að móðir hafi alls ekki feðrað barnið. Þetta þýðir að ef gift kona verður ófrísk eftir annan mann, en kennir eiginmanni barnið og hann gengst við því, þá er engin leið fyrir hinn raunverulega föður að fara í faðernismál. Barnið getur aftur á móti farið fram á faðernismál þegar það er orðið lögráða.
Pater-est
Hér gildir svokölluð faðernisregla eða "pater-est"-reglan sem byggist á því að svo sterkar líkur séu fyrir því að barnið sé getið við samfarir konunnar við eiginmann sinn að gengið er út frá því sem reglu. Þessi regla var góðra gjalda verð áður en nútíma vísindi gátu staðfest með óyggjandi hætti rétt faðerni. Í dag er hægt að framkvæma svonefnt DNA-próf sem staðfestir með öruggum hætti rétt faðerni. Pater-est reglan á því heima í sögubókum.
Er karlmönnum ekki treystandi?
Ástæðan fyrir því að takmarka heimild feðra við að höfða faðernismál er sögð sú að koma í veg fyrir að feður séu að nauðsynjalausu að höfða faðernismál og gera þannig konum óskunda! M.ö.o. hefur löggjafinn áhyggjur af því að karlmenn séu svo illa innrættir að þeim sé ekki treystandi og þurfi þ.a.l. að skerða mannréttindi þeirra með þessum hætti. Þessi rök eru ekki svaraverð en afleiðingin er að árlega eru börn á Íslandi rangfeðruð.Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna stendur:
"7. gr. 1. Barn skal skráð þegar eftir fæðingu, og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra."
Í dag er unnt að réttfeðra barn og það eru mannréttindi hvers einstaklings að vera réttfeðrað og vita uppruna sinn og allir eiga rétt á því samanber 7. gr. Barnasáttmálans. Það þarf að bæta íslensk lög þannig að það sé tryggt að börn á Íslandi séu réttfeðruð. Ekki er ólíklegt að í framtíðinni fari öll börn og foreldrar í DNA-próf. Karlmenn eiga einnig að njóta sama réttar og konur og börn til að höfða faðernismál. Því miður mismuna íslensk lög körlum og konum að þessu leyti, körlum og þar með börnum í óhag. Hví fjallar Jafnréttisstofa ekki um svona mismunum nú eða Umboðsmaður barna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 10:01
Sameiginleg forsjá í sama hverfi er best.
Það er staðreynd að börn sem alast upp án föðurs eða aðeins hjá einu foreldri er mun hættara við að lenda afvega í lífinu. Rannsóknir sýna að þar sem að börn hafa áfram ríkt samband við báða foreldra þá minnka líkurnar á að barn lendi af sporinu. Það er áætlað að um 1 af hverjum 5 skilnaðarbörnum lendi afvega í lífinu. Í bókinni "Skilsmissa börn berättar" eða "Skilnaðarbörn segja frá" frá árinu 2002 fjalla sænsku Öberg-hjónin, Bente og Gunnar um afdrif barna sem höfðu jafna búsetu hjá foreldrum eftir skilnað foreldra. Rannsóknin stóð í yfir 20 ár. Niðurstaðan varð sláandi. Einungis eitt af þeim 50 börnum, sem fylgst var með, hafði lent illa afvega í lífinu. Fimm aðrir höfðu tímabundið lent í minniháttar vandamálum, en voru öll fjölskyldufólk í góðri stöðu við lok rannsóknarinnar. Ályktun Öberg-hjónanna var skýr eftir þessa rannsókn: Látum búsetu barna vera sem jafnasta hjá báðum foreldrum eftir skilnað. Öberg-hjónin bentu á að í slíku fyrirkomulagi hafi allir áfram hlutverk, hvorugt foreldrið er tapari í skilnaðinum og börnin njóta áfram ríkra samvista við báða foreldra. En báðir foreldrar hafa einnig ríkan tíma til byggja upp sitt eigið líf. Þannig eru foreldrarnir betur á sig komin að takast á við foreldrahlutverkið þá viku sem barnið er hjá þeim. Mikilvægt er að foreldrar búi í sama hverfi og að samkomulag sé gott. Raunar sýna rannsóknir að í slíku fyrirkomulagi hjaðna fyrr skilnaðardeilur foreldra. Langflestum í úrtaki Öberg hjónanna fannst þetta gott fyrirkomulag og myndu einnig vilja slíkt fyrirkomulag fyrir sín börn ef þau lentu í skilnaði við sinn maka. Margar aðrar rannsóknir styðja niðurstöðu Öberg hjónanna. Foreldrajafnrétti eru því bestu hagsmunir barnanna og besta forvörnin, einnig eftir skilnað foreldranna.
Sameiginleg forsjá snýst um það að foreldrar slái skjaldborg um hagsmuni barnanna og hluti af því hlýtur að vera að stuðla að því að barnið sé í sama hverfi hjá báðum foreldrum, eigi sömu vini osfrv. Rannsóknir sýna að það eru bestu hagsmunir barna.
![]() |
Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.8.2007 | 14:56
Réttindabarátta feðra erlendis.
Það eru miklar tilfinningar sem brjótast út hjá mönnum þegar föðurhlutverk þeirra er gengisfellt eins og gjarnan gerist við skilnað. Fréttir af baráttu feðra erlendis rata sjaldan í fréttir hérlendis, þó margar fréttir séu dauðans alvara eins og þessi. Trúlega er frægasta frétt af baráttu feðra, þegar menn klifruðu uppá Buckinghamhöll í búningi Batmann sem má sjá hér. Ég vildi gjarnan deila með lesendum youtube og öðrum fréttaskotum sem ég hef fengið. Sérstaklega finnst mér viðtalið við Bob Geldof (nr.1) sem lýsir ágætlega stöðu margra feðra.
- http://jurlex-ouderschap-nl.blogspot.com/2006/10/96.html
- http://uk.youtube.com/view_play_list?p=6DFFF15243FFC792
- http://www.youtube.com/profile?user=evenToddlers
- http://www.youtube.com/watch?v=Je4TZdMUihA
- http://www.youtube.com/watch?v=2D5w2qfB6bo
- http://www.bbc.co.uk/radio4/hometruths/20031004_fathers_access.shtml
- http://www.bbc.co.uk/radio4/hometruths/ram/20031004_fathers_access.ram
- http://www.middevonstar.co.uk/display.var.1087352.0.named_and_shamed.php
- http://www.bbc.co.uk/radio/aod/networks/wales/aod.shtml?wales/richardevans_wed
- http://www.youtube.com/watch?v=6e1KjS6Hx8k
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 09:53
Jafnrétti er gagnvirkur ferill.
Karita Bekkemellen hefur skilið fyrir löngu að til að konur nái jafnrétti á vinnumarkaði, þá þarf að jafna foreldraábyrgð kynjanna. Hún hefur því lagt til að ekki bara sameiginleg forsjá verði meginregla við skilnað foreldra heldur sameiginleg forsjá og jöfn foreldraábyrgð verði meginregla. Einfaldlega vegna þess að barn á tvo foreldra sem eiga að bera jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna, óháð hjúskaparstöðu foreldranna. Barn á rétt tveim jafnréttháum heimilum hjá bæði pabba og mömmu, þegar foreldrarnir búa ekki saman. Karita er sjálf 42 ára einstæð móðir tveggja barna.
Félag ábyrgra feðra hefur ítrekað bent á að Karita Bekkemellen skoðar jafnréttismál út frá hagsmunum beggja kynja. Um það má lesa hér. Hún hefur skynjað fyrir löngu að réttindabarátta karla verður að vera virkur hluti af jafnréttisumræðunni.
Karita Bekkemellen hefur einnig bent á að það þarf að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs. Um það má lesa hér . Þetta er hluti af þeirri hugsun að jafna beri foreldraábyrgð í uppeldi barna.
Karita Bekkemellen hefur einnig dreift barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna til allra grunnskólabarna í Noregi og kynnt þeim þannig rétt sinn. Um það má lesa hér. Börn í Noregi læra því að báðir foreldra eiga að bera jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna.
Hér á landi er jafnréttismál umræða kvennréttindamál, launajafnrétti og kvennfrelsi. Umræðan er einhliða sem stillir konum beint og óbeint upp sem fórnarlömbum karla. Það er lítið sem ekkert fjallað um réttindamál karla og hvernig jafnréttismál er gagnvirkur ferill. Og karlar hafa verið alltof feimnir að fjalla um þessi mál. Þannig er jafnréttis umræða hér á landi búin að vera í blindgötu í mörg ár
Það er full ástæða að óska Norðmönnum til hamingju með að þess nýju nefnd. Jafnframt er full ástæða að hvetja íslenska ráðamenn til að taka svipuð skref hér á landi.
![]() |
Karlar ræði karlréttindamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.7.2007 | 12:49
Mikið að gera hjá Kalla !
Þegar maður les svona fréttir þá getur maður ekki annað en brosað. Fólk sem lendir í hamförum fær þann heiður að fá heimsókn krónprinsins í Englandi. Maður spyr er ekki svona kerfi með kóngafólki löngu orðið úrelt ?? Blessaður Kalli fæðist sem prins og hefur aldrei haft neitt val um hvað hann vill verða. Hann bara fæðist sem prins og á að verða konungur Englands þegar móðir hans deyr. Og hans hlutskipti er að fjölmiðlar fylgja honum hvert fótmál. Mér finnst eins og svona menn fæðast ófrjálsir í hálfgerðu fangelsi fjölmiðla og búa við það alla ævi.
![]() |
Karl Bretaprins heimsækir flóðasvæðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2007 | 19:47
Feministar og jafnrétti
Í greininni Vinnur Feministafélag Íslands gegn jafnrétti er velt fyrir sér hvort jafnréttisbaráttan snúist á köflum of mikið um "konur á móti körlum" og segir í niðurlagi. "Við stelpur eigum að hætta að líta á karla sem óvininn og fá þá í lið með okkur í jafnréttisbaráttunni. Þeir eiga nú flestir mæður, konur og dætur sem þeir vilja ekki að búi við óréttlæti. " Mikið get ég tekið undir þetta sjónarmið en hér eins og oft í málflutningi feminista gleymist að geta þess að fullt af körlum býr við óréttlæti, og óréttlæti af hendi kvenna. Hér eins og alltaf eru feministar að horfa á aðra hlið á jafnréttismálum, þ.e. bara hlið kvenna og fá þ.a.l ekki heildarmyndina.
Mig langar að nefna nokkur mál sem eru jafnréttismál en ekki er fjallað um:
- Stærsti kynbundni munur á kynjunum í dag er munur í heimilis og uppeldisábyrgð og þetta verður sérstaklega skýrt þegar kynforeldrar búa ekki saman. Um þessi mál fjalla ekki feministar (a.m.k ekki mikið) en fjalla þeim mun meir um launamun kynjanna sem er endurspeglun af kynbundum mun í heimilis og foreldraábyrgð.
- Konur eru trúlega í meirihluta gerenda í ofbeldi gegn börnum. Þetta má m.a. lesa í bókinni, Heimilisofbeldi gegn börnum á Íslandi e. Jónínu Einarsdóttir, Sesselju Th. Ólafsdóttir, og Geir Gunnlaugsson frá 2004. Bókin er gefin út af Umboðsmanni barna og Miðstöð heilsuverndar fyrir börn. Í bókinni kemur fram á bls 39 Niðurstöður Freydísar Jónu(2003a) benda til þess að mæður beiti börn sín oftar ofbeldi en feður Um þetta fjalla feminstar ekki en þeim mun meira um ofbeldi þar sem að karlar eru gerendur.
- Ég vil benda á vísindagreinasafn sem fjallar um að konur eru minnst jafn ofbeldisfullar og karlar. Framsetning á ofbeldi hér á landi og í Skandinavíu er að karlar séu gerendur í 80-90% af öllu ofbeldi. Þetta er trúlega fjarri öllu sanni. Skv rannsóknum eru oftast báðir aðilar ofbeldisfullir, þegar ofbeldi er í parasamböndum. Um það má lesa hér. Um þetta er ekki fjallað, hvorki af feministum né öðrum.
Feminstafélag Íslands hefur gegnt miklu hlutverki í jafnréttisbaráttunni og á þakkir skyldir og ég ber mikla virðingu fyrir þeirra málstað, enda trúi ég að jafnrétti kynjanna sé samfélaginu mjög hollt. Ég er samt sammála því að jafnréttisbaráttan snýst of mikið um að þetta sé konur á móti körlum. Ég upplifi þannig stundum framsetningu feminista að verið sé að fjalla um karlmenn sem vandamál og konur þurfa að kenna körlum að vera ekki það vandamál sem þeir eru.
Bæði kynin þurfa að taka höndum saman til að jafnrétti kynjanna náist og þá verða bæði kynin að gera sér grein fyrir að jafnrétti er gagnvirkur ferill og bæði kynin verða að geta litið í eigin barm til að við náum fram jafnrétti kynjanna í okkar samfélagi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2007 | 13:01
Viðheldur launamun kynjanna !
Þegar kona er búinn að vera samfellt í 6 mánuði í fæðingarorlofi og karl slitrótt í samtals 3 mánuði, þá er augljóst að karlinn er að viðhalda sínum starfsframa en konan situr eftir í sínum frama á vinnumarkaði. Þetta styður og viðheldur launamun kynjanna.
HÉR ER ENN OG AFTUR STAÐFESTING Á ÞVÍ AÐ MUNUR Í FORELDRAÁBYRGÐ KYNJANNA ER MIKIL OG ENDURSPEGLUN AF ÞESSUM MUN Í FORELDRAÁBYRGÐ ER STAÐA KYNJANNA Á VINNUMARKAÐI OG LAUNAMUNUR KYNJANNA ER AFLEIÐING AF ÞVÍ.
Það er sorglegt að þegar verið er að fjalla um launamun kynjanna þá er ekkert fjallað um þetta samhengi. Ekki einu sinni leiðari Moggans, sem oft hefur verið framsækinn í skoðunum, hefur séð ástæðu til að benda á þetta samhengi.
![]() |
Fæðingarorlof styttra þar sem karlmenn stjórna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2007 | 17:34
Opinber blaðaútgáfa á Álftanesi ! Íbúar borga brúsann.
Nú hefur það gerst að Á-listi hefur gefið út sitt annað tölublað af Álftanes.is sem er fyrir íbúa á Álftanesi. Fyrsta eintakið var gefið út áður en formlegt samþykki bæjarstjórnar var fengið og áframhaldandi útgáfu til hausts er aðeins samþykkt með atkvæðum Á-listans gegn atkvæðum D-listans. Almennt er útgáfa blaða á höndum einkaaðila en ekki opinberra aðila. Þannig er útgáfa af Álftanes.is algert stílbrot í nútímanum. Ekki einu sinni á æskuslóðum höfundar austur í Neskaupstað, Litlu Moskvu gaf bærinn út blað. Það voru bara flokkarnir á staðnum, sem gerðu slíkt. Ég held að það þurfi því að fara austur til Moskvu á tímum Ráðstjórnarríkjanna til að finna hliðstæðu við opinbera útgáfu á fréttablaði eins og Álftanes.is
Þetta blað, rétt eins og Pravda forðum er gefið út fyrir skattpening íbúanna. Í Álftanes.is eru að mestu fréttir sem birtast einnig annarsstaðar. Þannig er enginn þörf fyrir þessa útgáfu. Þar er stuttlega fjallað um ársreikning sveitarfélagsins. Sú umfjöllun er ekki í nokkru samræmi við efni og forsendur fyrir slíkri frétt. Þar er látið hjá líða að segja frá því að ársreikningur sem hefur ríflega 900 miljón króna tekjur skilar tapi uppá ríflega 300 milljónir. Það er ekki gerð grein fyrir skoðanaágreiningi Á- og D-lista um ástæður slakrar rekstrarniðurstöðu. Hér eins og í Prövdu forðum er sannleikurinn stílfærður svo fréttin verði þóknanleg valdhöfum. Svo er skondið að í einni fréttinni er bæjarstjóranum hrósað undir rós, sagt bæjarstjóri gekk skörulega fram og bauð .. en bæjarstórinn er ábyrgðarmaður að blaðinu sem hrósar verkum hans. Ætli það þætti ekki sérstakt ef ritstjórn Moggans færi að hrósa yfirmanni sínum Styrmi Gunnarssyni með álíka hætti. Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Álftanes.is. Hann fjallar um gott sambýli sitt við fugla og náttúru hér á Álftanesi og ferst það ágætlega úr hendi. Hér eins og oft í Prövdu forðum er listamaður fenginn til að mæra fósturlandið. Fleira mætti tína til.
Það er engin þörf fyrir íbúa Álftaness að skattpeningum sé eytt í blaðaútgáfu. Eina spurningin sem situr eftir í mínum huga er hvort Á-listi telji að þörf á að beina athyglinni frá erfiðum rekstri sveitarfélagsins, með slíkri útgáfu.
Íbúar greiða með hæstu fasteignagjöldumSem íbúi og skattgreiðandi á Álftanesi finnst manni hreint út sagt sorglegt að Á-listinn skuli ekki fara betur með skattfé okkar íbúanna. Sérstaklega nú þegar rekstur sveitarfélagsins er eins þungur og raun ber vitni. Íbúar Álftaness greiða reikninginn, m.a. með hæðstu fasteignagjöldum á höfuðborgarsvæðinu. Meirhluti bæjarstjórnar, Á-listinn, ætti að ganga skörulega fram og hætta þessari útgáfu hið snarasta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar