Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Húrra fyrir Guðlaugi Þór !

Það er full ástæða til að hrósa Guðlaugi og starfsfólki hans fyrir þarft framtak. Skrifaði um krabbameins mál hér  og vakti athygli á þessum málum.  Þakka ber það sem vel er gert.


mbl.is Karlmenn séu vakandi fyrir krabbameinseinkennum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldrajafnrétti í Noregi !

Þessi ágæta kona er á móti því að feður fá aukinn rétt til fæðingarorlofs þar sem það skerði sjálfsagðan rétt móður til að vera með sitt barn fyrsta árið.   Í Noregi fá feður 5 vikur en mæður 12 mánuði.  Finnst einhverjum sanngjarnt?? Svona kerfi hefur afgerandi áhrif á frama móður á vinnumarkaði og viðhaldur þannig lauanmun kynjanna.   Ímyndið ykkur móðir sem eignast 3 börn eftir háskólanám á aldrinum 26-36, samaborið við föður á sama aldri.

Það að feður fái jafnan rétt til að umgangast börn sín er jafnréttismál en ekki síður bestu hagsmunir barna.   Rannsóknir sýna að börn sem mynda rík tengsl við báða foreldra spjara sig betur, jafnvel þó foreldrar búa ekki saman.  Fordómar útí foreldrajafnrétti seinkar að launajafnrétti kynjanna náist.

Viðhorf Anniku Huitfeldt opinberar viðhorf margra kvenna er telja sig jafnréttissinna.  Þeim finnst sjálfsagt að beita sértækum reglum til að tryggja að konur séu a.m.k 50% í stöðum og stjórnum í samfélaginu.  Hinsvegar er þessi sami hópur alltaf á bremsunni þegar jafna á rétt barna til beggja foreldra.   Þar er sjálfsagt að konur og mæður ráði áfram og mæður hafi 12 mánaða fæðingarorlof samanborið við 5 vikur fyrir feður.

Fyrir nokkru var jafnréttisráðherra í Noregi Karita Bekkemellen. Hún stefndi að foreldrajafnrétti, bæði með fæðingarorlofslögum sem og að báðir foreldrar bæru sameiginlega ábyrgð á börnum eftir skilnað.   Henni var vikið til hliðar og nú er önnur kona tekin við eftir að innflytjandi millilenti í ráðuneytinu.  Nýja konan, Annika,  er á móti foreldrajafnrétti og það virðist frændum vorum í Noregi þóknanlegt.

Viðhorf Anniken Huitfeldt enduspeglast líka hjá áberandi einstaklingum á Íslandi, sem gefa sig út fyrir að vera jafnréttissinnaða.  Þannig líkti Kolbrún Halldórsdóttir Félagi um foreldrajafnrétti við fótboltafélag á alþingi og framkvæmdarstjóri Jafnréttisstofu hefur sagt að barátta forsjárlausra foreldra sé ekki hluti af jafnréttibaráttunni.  Þannig hafa þeir feður og karlar sem vilja benda á hina hlið jafnréttismála mætt fordómum þeirra sem telja sig eiga þennan málaflokk. 

Á meðan þeir sem telja sig sjálfskipaða málsvara jafnréttis fjalla bara um kvenntréttindamál, þá verður einstreymisloki á umræðunni og umræðan verður áfram í blindgötu. Jafnrétti er gagnvirkur ferill og þá þarf að viðurkenna það og fjalla um það.  Það eru því miður litlar líkur á því á meðan áberandi þingmenn líkja Félagi um foreldrajafnrétti við fótboltafélag og æðsti embættismaður jafnréttimála segir að barátta forsjárlausra sé ekki hluti af jafnréttisumræðunni.

Foreldrajafnrétti og launajafnrétti mun haldast í hendur !


mbl.is Nýr ráðherra í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spádómur í fyrirsögninni.

Það er eins og blaðamaður geri ráð fyrir að uppsagnir eigi eftir að verða fleiri, enda sagt "uppsagnir hafnar" og þá er meira í farvatninu.  Hefði ekki allt eins verið hægt að skrifa, "bankar bregðast við breyttum aðstæðum með hagræðingu" e.þ.h.

Það erhægt að tala væntingar í efnahagsmálum upp og niður.  Svona fyrrisögn getur verið hluti af því að tala eða skrifa efnahagsástandið inní kreppu.  Ábyrgð blaðamanna er mikil.


mbl.is Uppsagnir hafnar í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfestir fjölda annarra rannsókna !

Allar rannsóknir hníga að því að báðir foreldrar eru ávallt bestu hagsmunir barna. Langar að benda á gamlan link af heimasíðu Félags um Foreldrajafnrétti (áður Félags ábyrgra feðra), en þar er vitnað í fjölda rannsókna sem allar staðfesta það sem þessi sænska rannsókn staðfestir.

Einnig má benda útdrátt af vefnum The Liz Library.  Þar segir  í hnotskurn að að börn tapa aldrei á sameiginlegri forsjá.

“Joint custody and shared parenting have been studied for more than a quarter-century, with the majority of studies indicating significant benefits for children. About a third of existing studies show no difference between joint and sole custody for children's adjustment to divorce. The critical factor appears to be conflict between parents. When parents cooperate and minimize conflict, children do better with shared parenting. If there is significant conflict between parents, however, shared parenting provides no benefits and children do no better (and no worse) than they do in sole custody. This section summarizes some of the research published in the past decade.” [1]

Þegar allt þetta er skoðað þá undirstrikar það mikilvægi þess að frumvarp Daggar Pálsdóttir hljóti brautargengi í þinginu.   Báðir foreldrar eru bestu hagsmunir barna.

mbl.is Pabbar auka hamingjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat hún ekki haldið sambandi við hann í fangelsinu?

Það er ekkert nýtt að einstaklingur sem skortir  föðurímynd í uppeldinu lendir frekar afvega í lífinu.  Það er eins og Lohan hafi misst samband við föður sinn þegar hann lenti í fangelsi vegna ógæfu sinnar.   

Á heimsvísu er kynbundinn munur á því hvernig feður og mæður eru meðhöndluð þegar þau lenda í fangelsi.  Ef móðir lendir í fangelsi þá er unnið að því að tryggja og treysta sambandið við barnið, jafnvel fær móðirin að hafa barnið með sér í fangelsi.   Feður lenda bara í fangelsi og oftar en ekki slitnar þá sambandið við börnin og jafnvel talið best að börnin hafi ekkert samband.   Í hjálagðri færslu er fjallað um hvernig þetta er í Bretlandi.    Þar kemur m.a. fram að börn sem áfram njóta samvista við föður sinn, einnig þegar hann er í fangelsi spjara sig betur.  


mbl.is Skorti föðurímynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvarnir í heilbrigðismálum !

Það má hrósa Alþingi Íslendinga fyrir að ræða af alvöru um að setja á fót skimun fyrir blöðruháls og ristilkrabbamein.   Á Íslandi er regluleg krabbameinsleit fyrir bæði brjósta- og leghálskrabbamein.  Ég velti fyrir mér af hverju er ekki reglubundin skimun til að greina fleiri sjúkdóma ?   

 

Í töflu hér að neðan má sjá að á 10 ára tímabili eru margir sjúkdómar sem leggja  jafn marga eða fleiri en þeir sjúkdómar, þar sem stundaðar eru regluleg krabbameinsleit.

 
Dánarorsakir1986-2005
Eyðni26
Illkynja æxli í leghálsi, legi og  eggjastokki493
Brjóstakrabbamein755
Lagnvarandi alkóhólismi50
Flutningaóhöpp.662
Sjálfsvíg648
Blöðruhálskirtill854
Ristill, endaþarmur964
Heimild.  www.hagstofa.is 

Eyðni.

Trúlega er það virkum forvörnum að  þakka að þessi sjúkdómur varð ekki að faraldri.  Einnig hafa forvarnir aukið upplýsingar um sjúkdómin og þar með minnkað vanþekkingu og fordóma.

 

Æxli í leghálsi, legi og eggjastokkum og brjóstakrabbamein.

Konur fara reglulega í skimun fyrir bæði brjóst og leghálskrabbameini.  Þannig er mörgum lífum bjargað og oft er baráttan við illvígan sjúkdóm hafin mun fyrr sem eykur líkur á bata.

 

Langvarandi alkóhólismi.

Umræða og upplýsingar ásamt virku starfi SÁÁ hefur skilað samfélaginu ómældum forvörnum og hjálpað hundruðum einstaklingar að ná fótfestu til að lifa með þennan illvíga sjúkdóm. 

 

Flutningaóhöpp.

Við sjáum reglulega í auglýsingar og uppstillt bílflök  við þjóðvegin o.s.frv.  Þetta hefur ríkt forvarnargildi og  bjargar árlega mörgum frá að lenda í alvarlegum bílslysum þar sem afleiðingar geta verið ýmist andlát eða örkuml.

 

Sjálfsvíg.

Það eru svipað margir sam hafa fallið fyrir eigin hendi á síðutu 10 árum og hafa látist í umferðarslysum.  Hér erum við trúlega nánast á byrjunarreit, lítið sem ekkert forvarnarstarf og þögnin er ennþá þung um þennan málaflokk.

 Blöðruhálskirtill.

Það eru fleiri  karlmenn sem látast úr krabbameini í blöðruhálskirtli en konur úr brjóstakrabbameini.  Það er rík þörf á að komið verði á fót reglubundinni krabbameinsleit, eins og tíðkast við leit að brjósta og legháls krabbameini.

 

Ristill og endaþarmur.

Á 10 ára tímabili látast tæplega 1000 manns og það eru bæði konur og  karlar.   Það er rík þörf  að koma á fót reglubundinni krabbameinsleit fyrir þennan sjúkdóm. 

  Niðurlag.

Það er mikilvægt að samfélagið setji á fót krabbameinsleitarstöðvar til að skima  krabbamein bæði í blöðruhálsi,  ristli og endaþarmi.  Við að greina sjúkdóma  á frumstigi, þá aukast líkur á bata.  Færri einstaklingar þurfa að fara í miklar og erfiðar krabbameinsmeðferðir. Að greina sjúkdóminn snemma gerir baráttu sjúkllingsins auðveldari og sparar jafnframt hinu opinbera fjármuni við erfiðar og langvinnar lækningameðferðir.  Þeir fjármunir eru betur nýttir í forvarnarstarf.


Margir karlar eiga líka í vanda.

Umræða um ofbeldi gengur oftast út á að konur séu fórnarlömb og karlar gerendur í nánast öllu ofbeldi.    Ég vil benda á vísindagreinasafn sem fjallar um að konur eru minnst jafn ofbeldisfullar  og  karlar, þeirra ofbeldi er þó öðruvísi.   Þar segir í samatekt.

#This bibliography examines 209 scholarly investigations: 161 empirical studies and 48 reviews and/or analyses, which demonstrate that women are as physically aggressive, or more aggressive, than men in their relationships with their spouses or male partners.  The aggregate sample size in the reviewed studies exceeds 201,500. #

Skv öðrum alþjóðlegum rannsóknum eru oftast báðir aðilar ofbeldisfullir, þegar ofbeldi er í parasamböndum. Um það má lesa hér.  

Það er eins með umræðuna um ofbeldi eins og umræðuna um jafnrétti. Hún er einhliða, stillir konum upp sem fórrnarlömbum og körlum sem gerendum.   Sú mynd er röng.

Í Noregi er til karlaathvarf sem fjallar um vandamál karla í samfélaginu.   Heimasíða þess er http://www.reform.no/    Ég trúi því vel að þörf væri fyrir karlaathvarf á Íslandi. 


mbl.is Karlaathvörf yfirfull í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson góðir yfirheyrslu fréttamenn !

Ég fylgdist með Kastljósi í kvöld, þar sem Helgi Seljan tók þá Óskar Bergsson og Ólaf F Magnússon á beinið.   Helgi er góður yfirheyrslu fréttamaður raunar held ég bara sá besti í þessu ásamt Sigmari Guðmundssyni. 

Það er ekki sama hvernig menn eru yfirheyrðir  Mér finnnst þeir tveir ná að "mjólka" þær upplýsingar sem þarf út úr þeim sem þeir yfirheyra, þeir stjórna viðtalinu og þeir eru ekki dónalegir.  Þetta er hárfín lína.  Nútíma fréttamenn báðir.


Áfram Álftanes !

Nú gerist það í annað sinn að Álftnesingar mótmæla deiliskipulagi fyrir miðsvæði Álftanes. 

Á síðasta kjörtímabili var mótmælt.  Kröftug mótmæli en mótmælin voru almenn og  huglæg, þ.e. að hús væru ljót, steinkubbaldar og skipulagið uppfylti ekki væntingar og mótmælendur vildu fá að velja um fleiri kosti. 

Nýr meirihluti komst til valda og  var gildandi skipulagi hreinlega hent, þrátt fyrir að 49,9% af búum væru á bakvið það.  Í gang fór löng og dýr vinnusyrpa, sem hefur kostað mikið, raunar mjög mikið og trúlega hundruði milljóna þegar allt er tekið saman.  Um fjármála óreiðu meirihlutans mætti skrifa lærða grein.

Hönnun á nýju deiliskipulagi á miðsvæði Álftaness byggð á vinningstillögu Gassa virtist oft vera einleikur bæjarstjóra með arkitektum.   Að auki hefur sjálfumgleði meirihlutans hefur verið mikil, fyrst var sagt að nú væri búið að búa til sátt um miðbæjarskipulagið, svo var sagt að afmarkaður hópur væri óánægður.   Mótmælin eru víðtæk og trúlega mun almennri nú en á síðasta kjörtímabili, enda mun minni vinna sem nú fór fram við að safna undirrskriftum sem þó skilaði 700 undirrskriftum.  Málflutningur Á lista um sátt eða afmarkaðan óánægjuhóp er því hreinlega röng.

Að þessu sinni snúast mótmælin um ákveðna þætti í skipulaginu sem lýtur að umferðaröryggi öryggi barna á Álftanesi.  Mótmælin nú er því hlutlæg með rökum ólíkt huglægum mótmælum á síðasta kjörtímabili.

Það er mikilvægt að bæjarstjórn, meiri- og minnihluti, finni sameiginlega leið að lausn útúr þessum málum.  Forsenda fyrir því er að í bæjarstjórn verði slíðruð sverðin og bæjarstjóri og meirihlutinn komi niður úr þeim fílabeinsturni sem þau virðast hafa verið í og vinni saman að lausn á skipulagsmálum bæjarins.  HAGSMUNIR ALLRA ÍBÚA ER AÐ VEÐI og FULLTRÚAR ALLRA ÍBÚA EIGA AÐ KOMA AÐ MÁLUM MEÐ BEINUM HÆTTI.


mbl.is Álftnesingar mótmæla nýju deiliskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldsjávarækjan hefur misst forystuna í Englandi.

Fyrir utan allskonar sætindi og jólavörur þá eru mandarínur trúlega ein af þeim fáu hollu neyslu vörum sem aðeins er í búðum fyrir jól.  Áður voru epli og appelsínur svona jólavara en er í dag hversdagsvara.   Eitt sinn var pilluð kaldsjávarrækja svona jóla vara í Englandi.   “Prawn cocktail” var hluti af af þeirra jólastemmningu rétt eins og hjá okkur að fá mandarínur í búðir.  Nú er pilluð rækja búin að vera í mörg ár eins og epli og appelsínur þ.e. hverdagsvara.hz1l3147_640  

 

Breski markaðurinn hefur tekið um 50% af pillaðri rækju úr Atlantshafinu. Á síðustu árum fóru að koma ýmsar aðra rækjutegundir frá fjarlægum löndum inná breska markaðinn.    Oft eru þetta stærri rækjur en kaldsjávarrækjan, jafnvel með sterkari lit.  Nú er ég ekki hlutlaus en almennt finnst mér heitsjávarrækjur ekki eins bragðgóðar og pilluð rækja úr Atlantshafinu. 

Jólin 2007 í Englandi eru trúlega  fyrstu jólin þar sem  heitsjávarrækja er ráðandi í auglýsingum frá súpermörkuðunum en ekki okkar kaldsjávarrækja.   Forysta kaldsjásvarrækju, sem hefur staðið í áratugi er því lokið á breska markaðnum.  Með heitsjávarrækju kom alls konar vörunýjungar sem hentugra er að gera á stærri rækjum.

seafood party pack

 

Nú er samkeppnin ekki endilega innbyrðis á milli þjóðanna  eða framleiðendanna sem framleiða rækju úr Norður Atlantshafi, heldur er samkeppnin ekki síður almennt  við rækju sem framleidd er í Asíu og þá oft framleidd í eldi.  Sú rækja eykur markaðshlutdeild sína hratt á okkar hefðbundnu mörkuðum.

 

heitsjávarrækja  Samherji lokar rækjuverksmiðjunni Strýtu.Nú var í fréttum að Samherji er hættur að framleiða pillaða rækju.  Áður höfðu mörg öflug fyrirtæki eins og Eskja, Sigurður Ágústsson, Hraðfrystihúsið Gunnvör og Þormóður Rammi hætt framleiðslu á pillaðri rækju.  Ýmis önnur fyrirtæki í greininni höfðu orðið gjaldþrota eða hætt starfsemi. 

Trúlega heldur framleiðendum á kaldsjávarrrækju áfram að fækka þar sem að samkeppnin verður áfram hörð, bæði innbyrðis en ekki síst við ýmsar tegundir af rækju frá fjarlægum löndum eins og Asíu. 


mbl.is Rækjuvinnslu hætt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gísli Gíslason

Höfundur

Gísli Gíslason
Gísli Gíslason
Höfundur er 45 ára frá Norðfirði, búsettur á Álftanesi, faðir og áhugamaður um jafnréttismál
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_3280
  • m6 toll plaza great wyrley
  • Vegatollur-banner2
  • Vegatollur-banner2
  • isbjörn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 185998

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband