Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.5.2007 | 13:20
Góð tíðindi fyrir Blaðið !
Það er sannarlega hægt að fagna því að Ólafur Þ. Stephensen verði ritstjóri Blaðsins. Ólafur er nútíma maður. Virtur blaðamaður, en sérstöða hans er ekki síst að fjalla um jafnréttismál frá sjónarhóli karla.
- Ólafur var í karlanenfnd Jafnréttisráðs, sem m.a. vann að bættum rétti feðra til fæðingarorlofs, sem trúlega er eitt stærsta jafnréttismál síðari tíma.
- Ólafur var einn af ræðumönnum á karlaráðstefnunni, "Karlar um borð", þar sem karlar fjölluðu um jafnréttismál. Þar fjallaði hann m.a. um hvað það væri gefandi að vera faðir í fæðingarorlofi.
- Ólafur var í Forsjárnefnd, ásamt Dögg Pálsdóttir hrl og Oddný Vilhjálmsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands. Forsjárnefnd lagði fram mjög framsækna áfangaskýrslu árið 1999 og lokaskýrslu árið 2005 (http://www.domsmalaraduneyti.is/media/Skyrslur/Forsjarnefnd-lokaskyrsla.pdf). Ennþá hefur aðeins hluti af því sem nefndin lagði til verið lögfest. Þeirra tillögur mættu mikilli andstöðu Sifjalaganefndar Dómsmálaráðuneytisins, sem lýsti dapurlegum gamaldags sjónarmiðum nefndarmanna þar. Ég er viss um að mest allt sem Forsjárnefnd lagði til á eftir að verða að lögum. Tíminn mun vinna með sjónarmiðum Forsjárnefndar og að sama skapi munu sjónarmið Sifjalaganefndar verða lýsandi um gamaldags sjónarmið þeirra sem þá nefnd skipa.
- Ólafur hefur ítrekað skrifað í leiðurum og Reykjavíkurbréfi um mikilvægi feðra og mikilvægi þess að jafnréttisumræðan fjalli líka um stöðu karla.
- Örugglega mætti týna margt fleira til um það sem hann hefur gert í jafnréttismálum.
![]() |
Nýr ritstjóri Blaðsins: Aukin áhersla á nánasta umhverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Alþjóðahvalveiðiráðið endurnýjar heimildir til frumbyggjaveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 11:32
Tala stjórnarflokkarnir einu máli ?
![]() |
Össur segir ríkisstjórnina ekki munu ráðast í Norðlingaölduveitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 14:17
Launajafnrétti og foreldraábyrgð.
Mikið hefur verið fjallað um kvennfrelsi og launamun kynjanna og er oft talað af mikilli tilfinningu um þessi mál. Eðlilega, launmunur kynjanna kemur við rættlætiskennd okkar allra.
Eitt sinn voru konur heimavinnandi og karlar fyrirvinnur heimilanna. Konur sóttu út á vinnnumarkaðinn og börnin fóru í leikskóla og í dag taka karlar almennt meiri þátt í heimilisstörfum og uppeldi barna. Ennþá bera konur að meðaltali meiri ábyrgð á heimili og börnum og karlar bera að meðaltali meira úr bítum á vinnumarkaði. Kynbundinn munur í heimilis- og foreldraábyrgð endurspeglar stöðu kynjanna á vinnumarkaði.
Jöfn foreldraábyrgð kynjanna er trúlega forsenda til að ná launajafnrétti á vinnumarkaði. Þannig voru lög sem tryggðu feðrum jafnan rétt til fæðingarorlofs stórt skref til að jafna foreldraábyrgð og mun einnig minnka launamun kynjanna.
Það eru um 14 000 mæður sem búa ekki með barnsfeðrum sínum , en þær hafa lögheimili um 20 000 barna hjá sér, þ.e. barna yngri en 18 ára. Þær bera þ.a.l. mesta ábyrgð á uppeldi þeirra og hafa stöðu, skattalega og félagslega sem foreldri og einstætt foreldri ef þær eru ekki í sambúð með nýjum maka. Það eru um 12 000 feður sem greiða meðlög með þessum 20 000 börnum. Trúlega er kynbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokk, sem telur 26 000 foreldra eða um 16% af vinnnandi fólki á Íslandi. Eðli málsins samkvæmt eru þessi 16% fólk á fyrri hluta síns starfsferils, og kjör þess á þessum tíma hefur mikil áhrif á gengi þeirra á vinnumarkaði. Meiri ábyrgð kvenna í foreldrahlutverkinu rýrir sveigjanleika þeirra á vinnumarkaði og viðheldur þannig bæði útskýrðum og óútskýrðum launamu.Undir forystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, var sameiginleg forsjá lögfest sem meginregla við skilnað foreldra. Þetta þýðir að löggjafinn gefur þau skýru skilaboð að við skilnað ber foreldrum að fara áfram sameiginlega með ábyrgð á börnum sínum. Að gefinni þeirri forsendu að sameiginleg forsjá þróist í jafna foreldraábyrgð, þá mun þessi löggjöf, eins og fæðingarorlofslögin, einnig jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Þannig minnkar launamunur kynjanna. Foreldrajafnrétti forsenda fyrir launajafnrétti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 14:43
Framsóknaflokkinn vantar fylgi á höfuðborgarsvæðinu !
Valgerður er þungavigtar stjórnmálamaður enda lengi verið ráðherra og haft mikil áhrif. Framsóknaflokkurinn fékk yfir 20% fylgi í hennar kjördæmi enda er norðaustur kjördæmið sterkasta vígi Framsóknar. Suður kjördæmi Guðna Ágústsonar er næst sterkasta vígi Framsóknar.
Vandamál Framsóknar, þessa gamla bændaflokks, er að flokkurinn höfðar ekki til kjósenda á höfuðborgarsvæðinu. Bæði Guðni og Valgerður eiga sínar rætur í sveitinni, enda bæði alin upp í landbúnaðarumhverfi. Það væri hollt og trúlega nauðsynlegt fyrir Framsókn að annar af tveimur forystumönnum flokksins kæmi af höfuðborgarsvæðinu.
![]() |
Valgerður: Tilbúin að takast á við varaformannsembættið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á árum seinni heimstyrjaldar og fyrir þann tíma var Knut Hamsun fylgismaður þeirrar þróunar sem átti sér stað í Þýskalandi. Uppgangur nasista í Þýskalandi áleit hann nauðsynlega, m.a. til að sporna við þróun kommúnista í austri. Okkar nóbel skáld, aftur á móti hafði samúð með þeirri þróun sem átti sér stað í Sovétríkjunum og trúði um tíma á kommúnísman þar eystra.
Báðir trúðu þannig um tíma á stefnur og samfélög, sem orsökuðu miklar hörmungar fyrir miljónir manna. Það breytir ekki því að bæði Knut Hamsun og Halldór Kiljan Laxness voru einir af merkustu rithöfundum Norðurlanda á síðustu öld og ritsnilld þeirra beggja óumdeild.
![]() |
Segir Halldór Laxness hafa öfundað Hamsun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 22:06
Kemur kraftur í jarðgangnagerð ?
Trúlega eru góðar samgöngur einar bestu almennu framkvæmdir sem ríkisvaldið gerir bæði fyrir þéttbýli og dreifbýli.
Kristján L. Möller er Siglfirðingur með meiru og talsmaður jarðgangna og almennt bættra samgangna. Hann er því kominn í draumaráðuneytið eins og hann segir sjálfur. Þýðir þetta breyttar áherslur í samgöngumálum ? Verður nú unnið samtímis að jarðgangnagerð í öllum landsfjórðunum ? Vestfirðingar vilja og þurfa fleiri göng, en verið er að vinna að göngum til Bolungarvíkur. Austtfirðinga dreymir um göng frá Héraði til Seyðisfjarðar og þaðan í gegnum Mjóafjörð til Norðfjarðar og áfram til Eskifjarðar. Þannig yrði miðausturland nánast eitt atvinnusvæði. Norðlendingar vilja Vaðlaheiðargöng sem óneytanlega tengir norðurland og austurland betur. Eyjamenn vilja göng til Eyja. M.ö.o. það er nóg af göngum á óskalista landsmanna.
Ég sem íbúí á Álftanesi horfi til þess að vonandi kemur vegur af Garðaholtinu og beint yfir í Vatnsmýrina með veg og brúartengingu.
Það eru næg verkefni í samgöngumálum en það er ljóst að hér eins og annarsstaðar verður að forgangsraða.
![]() |
Kristján: Samgönguráðuneytið skriðþungt skip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 15:54
Fjölskyldudagur Sameinuðuþjóðanna er í dag !
Í dag 15. mai er alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar.
Sameinuðuþjóðirnar samþykktu árið 1993 að 15. maí skyldi verða alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar. Á hverjur ári hefur fjölskyldudagur Sameinuðuþjóðanna þema. Þannig var þemað fyrir árið 2005, Fjölskyldan og Hiv/aids og fyrir árið 2006 "Breyttar fjölskyldur: Áskorun og möguleikar". Í ár er þemað Fjölskyldur og einstaklingar með fötlun, eða "Families and Persons with Disabilities". Tilgangur með árlegu þema fjölskyldudagsins er að vekja athygli á þeim einstaklingum sem búa við sérstakar aðstæður. Allir eiga að njóta sömu virðingar og jafnra tækifæra.
Um þetta má lesa á http://www.un.org/esa/socdev/family/
Það er sérstakt að enginn fjölmiðill hér á landi fjallar um að í dag er dagur fjölskyldunnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 186671
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar