Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.6.2007 | 13:59
Launamunur kynjanna og foreldraábyrgð!
Gott hjá Jóhönnu að tala vasklega eins og hún gerir oft. Jóhanna hefur ríka réttlætiskennd og það er gott að hafa slíka manneskju sem Félagsmálaráðherra.
Alltaf finnst mér vanta að fjalla um samhengið á milli foreldraábyrgðar og launamuns kynjanna. Hér má lesa grein þar sem fjallað er um þennan þátt. Foreldrajafnrétti skapar forsendur fyrir launajafnrétti, en þetta tvennt mun haldast í hendur. Í dag er ennþá það mikill munur á foreldraábyrgð kynjanna að launamunurinn verður viðvarandi.
![]() |
Félagsmálaráðherra ræddi jafnréttismál á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 13:23
Sorglegt !
Það er sorglegt þegar annað foreldrið hverfur úr lífi barns eftir skilnað. Oftast eru það feður, eðli málsins samkvæmt þar sem að börn búa yfirleitt áfram hjá mæðrum eftir skilnað.
Börn sem alast upp án feðra vegnar almennt verr í lífinu, það má lesa um það hér.
Börn, sem alast áfram upp hjá báðum foreldrum eftir skilnað, spjara sig betur. Það má lesa um það hér:
Ástæður fyrir að feður hverfa úr lífi barna má m.a. lesa í eftirfarandi vísindagrein.
Ástæður sem feður gefa fyrir því að hafa ekki samband er summarað í töflu 1 í greininni. Þar segir segir að 36 af þeim 40 feeðrum sem rætt var við gáfu þá skýringu að barnsmóðir eða fjölskylda hennar kæmi í veg fyrir samband og þannig hefði sambandið með tímanum alfarið rofnað.
Um allan heim eru til félög sem berjast fyrir foreldrajanfrétti, þ.e. að báðir foreldrar eigi að vera jafn virkir í uppeldi barnanna óháð hjúskaparstöðu foreldranna. Eðli malssins samkvæmt eru þetta feðrafélög að uppistöðu til.
Í ljósi ofangreindra greina, þá er ljóst að það er barni geysilega mikilvægt að eiga tvo foreldra, en það er líka mikilvægt fyrir almennt jafnrétti, t.d. stöðu kynjanna á vinnumarkaði að jafna ábyrgð kynjanna í uppeldishlutverkinu. En fyrst og fremst eru það bestu hagsmunir barna að eiga bæði pabba og mömmu til að halla sér að.
![]() |
Faðirinn olli vonbrigðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2007 | 20:34
Spara aurinn og kasta krónunni !?
![]() |
Nýr samgönguráðherra kynnti sér vinnu við Grímseyjarferju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 12:01
Hengja bakara fyrir smið?
Bovíkingar lýsa vonbrigðum á Hafró. Það er ljóst að enginn er hafinn yfir gagnrýni en maður veltir fyrir sér hvort það sé alfarið við Hafró að sakast. Í dag er fiskveiðidauði af mannavöldum eftirfarandi:
a)opinber afli, sem skráist í opinberar tölur.
b)afli landaður framhjá vigt, sem skráist ekki í opinberar tölur,
c)afli sem er hent aftur út, sem múkkin fær á matseðilinn sinn.
Aðeins a) skráist sem fiskveiði í opinbera tölfræði, sem svo Hafró byggir sínar niðurstöður á. Ef fiskveiðidauði væri árlega það sem Hafró legði til í aflamarksreglu, þá væri ástandið trúlega betra. Ef engu væri landað framhjá vigt og engu hent út um lensiportið, þá myndi allur veiddur afli skrást, sem gerist ekki í dag. Hvernig á að koma í veg fyrir að afla sé landað framhjá vigt eða að afla sé hent ? Það er verðugt verkefni fyrir stjórnvöld og samfélagið allt að finna lausn á.!
![]() |
Lýsa miklum vonbrigðum með aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2007 | 17:35
Tvær hliðar á svona málum!
Ég reyki ekki og gleðst yfir því að geta farið út að skemmta mér eða á kaffihús og allt í reyklausu umhverfi.
Ég skil vel að það eigi að vera algert reykingarbann á opinberum stöðum, s.s. sjúkrahúsum, flugvöllum og öðrum stöðum þar sem maður hefur ekkert val um að velja á milli sambærilegra staða. Sem dæmi, ef maður ætlar út á land fljúgandi, þá þarf maður að fara í gegnum Reykjavíkurflugvöll. Það er ekkert val og sá staður á eðlilega að vera reyklaus.
Ef um veitingahús er að ræða, þá hefur maður val í flestum tilvikum. Ef eigandi kaffihúss vill að kaffihúsið hans sé bara fyrir reykingamenn eða þá sem sætta sig við reykingar, þá fær viðkomandi ekki starfsleyfi fyrir slíka starfsemi. Við sem ekki viljum vera inná á slíkum reykingarstöðum, færum þá bara á önnur kaffihús sem væru reyklaus. Þannig hefur maður val og maður myndi velja það reyklausa. Kaffihúsið fyrir reykingarfólk, fær trúlega sína kúnna, sem er aðallega reykingarfólk. Er eðlilegt að útloka reykingar alveg frá t.d. kaffihúsum. Reykingar eru skaðlegar en ekki ólöglegar.
Ég bara velti fyrir mér hvort forræðishyggjan gangi hér of langt ?
![]() |
Hvað mega veitingamenn gera fyrir reykingamenn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 23:17
Launamunur kynjanna og foreldraábyrgð
Gísli Gíslason skrifar um forsjá barna
Gísli Gíslason skrifar um forsjá barna: "Kynbundinn munur í heimilis- og foreldraábyrgð endurspeglar stöðu kynjanna á vinnumarkaði."
Eitt sinn voru konur heimavinnandi og karlar fyrirvinnur heimilanna. Konur sóttu út á vinnumarkaðinn og börnin fóru í leikskóla. Ennþá bera konur að meðaltali meiri ábyrgð á heimili og börnum og karlar bera að meðaltali meira úr býtum á vinnumarkaði. Meiri ábyrgð kvenna í foreldrahlutverkinu rýrir sveigjanleika þeirra á vinnumarkaði og viðheldur þannig bæði útskýrðum og óútskýrðum launamun. Kynbundinn munur í heimilis- og foreldraábyrgð endurspeglar því stöðu kynjanna á vinnumarkaði.
Munur í foreldraábyrgð kynjanna er almennur, bæði þegar foreldrar búa saman en mestur þegar foreldrar búa ekki saman. Það eru um 14.000 mæður sem búa ekki með barnsfeðrum sínum, en þær hafa lögheimili um 20.000 barna hjá sér, þ.e. barna yngri en 18 ára. Þær bera þ.a.l. mesta ábyrgð á uppeldi þeirra og hafa stöðu, skattalega og félagslega sem foreldri og einstætt foreldri ef þær eru ekki í sambúð með nýjum maka. Það eru um 12.000 feður sem greiða meðlög með þessum 20.000 börnum og flokkast þeir skattalega sem barnlausir einstaklingar ef börn þeirra hafa ekki lögheimili hjá þeim. Trúlega er kynbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokki, sem telur 26.000 foreldra eða um 16% af vinnnandi fólki á Íslandi. Mismunur í foreldraábyrgð kynjanna í þessum hóp skapar þeim mjög ólíka stöðu á vinnumarkaði. Eðli málsins samkvæmt er þessi hópur á fyrri hluta síns starfsferils þar sem kjör þeirra til langframa eru oft mótuð.
Allar stjórnvaldsaðgerðir sem jafna foreldraábyrgð skapar báðum kynjum sömu forsendur til sóknar á vinnumarkaði. Þannig voru lög sem tryggðu feðrum jafnan rétt til fæðingarorlofs stórt skref til að jafna foreldraábyrgð og mun einnig minnka launamun kynjanna.
Sameiginleg forsjá var lögfest sem meginregla við skilnað foreldra á síðasta kjörtímabili. Þetta þýðir að löggjafinn gefur þau skýru skilaboð að við skilnað ber foreldrum að fara áfram sameiginlega með ábyrgð á börnum sínum. Að gefinni þeirri forsendu að sameiginleg forsjá þróist í jafna foreldraábyrgð, þá mun þessi löggjöf, eins og fæðingarorlofslögin, einnig jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.
Foreldrajafnrétti skapar forsendur fyrir launajafnrétti, en þetta tvennt mun haldast í hendur.
Höfundur er lífefnafræðingur og faðir tveggja barna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2007 | 11:13
Heimskt er heimaalið barn!
Eitt af einkennum langskólagenginna Íslendinga var að hlutfallslega margir höfðu lært erlendis. Með auknu námsframboði hér á landi, þá velti maður fyrir sér hvort þessi einkenni myndu minnka. Það virðist ekki vera, enda fjölgar námsmönnum á háskólastigi ár frá ári og áfram sækja námsmenn út fyrir landssteinana. Góð menntun er ein af mikilvægum forsendum útrásar Íslendinga og þeirri velmegum sem þjóðin býr við. Það að margir fara í víking erlendis er einnig mikilvægt, enda gildir hið fornkveðna "heimskt er heimaalið barn". Það er mikilvægt að íslenskir námsmenn haldi áfram að fara í nám erlendis, jafnvel þó framboð hér heima sé mjög gott.
![]() |
Íslendingar stunda nám í 34 löndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vil minna á grein sem ég skrifaði hér á blogg síðuna mína, http://www.gisligislason.blog.is/blog/gisligislason/entry/222957/ Trúlega er leiðin að launajafnrétti að jafna foreldraábyrgð kynjanna.
![]() |
Löngu tímabært að fram fari endurmat á kjörum kvenna hjá hinu opinbera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2007 | 21:21
Steingrímur verður áfram í stjórnarandstöðu.
Það virðist ljóst að fáir treysta sér til að vinna með VG og þ.a.l er það hlutskipti þeirra að vera í stjórnarandstöðu. Það eru allar líkur á að svo verði áfram um fyrirsjáanlega framtíð. Hitt er ljóst að fáir eru betri ræðuskörungar en Steingrímur J. en það dugar ekki til að gera VG stjórntæka.
![]() |
Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 21:09
Glæsilegur og hófsamur leiðtogi.
Geir Hilmar Haarde er hófsamur, glæsilegur og góður leiðtogi. Að gefinni þeirri forsendu að Samfylkingarliðið fari ekki á sólo ferðalag í stjórnarsamstarfinu, þá er ég viss um að þessi stjórn verði farsæl fyrir land og þjóð, rétt eins og fyrri ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins sl 16 ár.
Ég hygg að 16 ára valdatími Sjálfstæðisflokksins á Íslandi síðan 1991 sé nánast einsdæmi í hinum vestræna heimi. Aldrei hefur orðið meiri breyting á samfélaginu og það breyting til batnaðar, enda jók flokkurinn við sig fylgi eftir 16 ára stjórnarsetu. Það er söguleg staðreynd að mestu framfaraskeið þessa lands hafa orðið til undir forystu Sjálfstæðiflokksins og vonandi ber nýrri ríkisstjórn gæfa til að halda áfram að vinna góð verk fyrir land og þjóð.
![]() |
Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.10.2008 kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 186671
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar