Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
24.2.2008 | 18:27
Fermingarbarnamótið, mæting
Svona er staðan skv því sem ég kemst næst. Það eru bara tveir búnir að afboða sig en stór hópur á eftir að láta vita hvort þau koma. Væri gaman að sjá sem flesta.
Búin að tilkynna mætingu:
- Auðunn Konráðsson Klakksvík, Færeyjum
- Eysteinn
- Gunnar
- Kristín Kristins
- Jón Einar
- Gísli
- Sigga Axels
- Kristján J. Kristjánsson
- Sigurjón Antonsson
- Þorsteinn Sig
- Fiffi
- Fjóla Waldorf
- Sveinn Ásgeirs
- Bergur Hrólfs
- Axel
- Sigga Ósk
- Beddi
- Íris
Mæta ekki:
- Jón Finnur
- Eggert Brekkan
- Einar Ármanns
- Tóta Kela.
Óvíst hvort þau mæta
- Bjarni Halldór
- Þórstína
Ekki tilkynnt:
- Víðir Þór
- Baddi Óli
- Hilmar Ægir
- Halldór Þóris
- Jón Gunnar
- Ingvar Hrólfs
- Raggi Guðmunds
- Lára Kristins
- Magga Högna
- Ingvar Más
- Sveinbjörg
- Þórhildur
- Fúsi
- Árný
- Erik Gjöveraa
- Bryndís Baldurs
- Kristín Steingrímsdóttir (Danmörk)
- Högni
- Hrefna Hjálmarsdóttir (Noregi)
- Þór Sigurðsson
- Helga Guðmundsdóttir
- Óðinn Hauksson
- Einar Smárason
- Gunna Hilmars
- Gunna Sveins
- Elísabet Grettis
- Arnfinnur
Fleiri sem vantar?
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.2.2008 | 21:44
Sólarakaffi Norðfirðingafélagsins á morgun !
Kl. 15.00 í Fella og Hólakirkju. Meðal efnis:
- Tónlistaratriði Davíð Samúelsson
- Upplestur Jón Knútur Ásmundsson - Elísabet Karlsdóttir.
NORÐFIRÐINGAR Á SUÐVESTUR HORNINU: FJÖLMENNUM.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 20:39
Fermingarbarnamót 1964 árgangsins í Neskaupstað.
Þá er það ákveðið að 1964 árgangurinn frá Neskaupstað heldur uppá 30 ára fermingarbarnamót. Að sjálfsögðu verður þetta haldið í firðinum fagra fyrir austan um Sjómannadagshelgina.
Gamlar myndir af árgangnum má skoða hér.
Svo væri gott að fólk úr árganginum myndi kvitta í athugasemdir og staðfesta komu eða fjarvistir.
Hlakka til að sjá sem flesta.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.2.2008 | 10:16
Norðfirðingar á Næsta bar í kvöld!
Ég sá í Fréttablaðiðinu í morgun að Jón Knútur Ásmundsson heldur útgáfuteiti á Næsta bar í kvöld klukkan 6 í tilefni af útkomu bókarinnar "Nesk". Kristinn Pétursson útgefandi bókarinnar kallar hana fyrstu bloggbók á Íslandi.
Það kemur fram í fréttinni að hann er rauðhærður og er með bloggsíðu á vefslóðinni www.raudhausar.com og er forsenda að vera rauðhærður til að geta bloggað þar. Sniðugur húmor. Ef ég man rétt þá voru Skagamenn með keppni um rauðhærðasta íslendinginn, þegar þeir halda írska daga hátíðlega.
Í útgáfuteitinu mun Jón Knútur lesa úr bók sinni og Katrín Oddsdóttir fjalla um blogg. Þá mun Hlynur Ben spila en hann er líka norðfirðingur.
Fyrir fólk eins og mig og aðra Nobbara, sem hafa búið í aldarfjórðung eða meir fjarri heimahögunum, þá er Jón Knútur sonur Ása rauða og Hildar ljósu. Hlynur er sonur Benna og Röggu Hjálmars.
Það er full ástæða fyrir Norðfirðinga, Fjarðabyggðarbúa og alla austfirðinga til að mæta.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2008 | 00:23
Tími Þorrablóta.
Um síðustu helgi fórum við hjónin á þorrablót hér á Álftanesi. Það var margt um mannin, flott skemmtiatriði og Sigga Rósa og Rikki stjórnuðu þessu af mikilli list. Svo var flott ball en þetta var haldið í íþróttahúsinu. Þetta var frábær skemmtun. Lions klúbbur Álftaness og Kvennfélagið á Álftanesi eiga heiður skilin fyrir að halda árlega frábær þorrablót.
Nú erum við hjónin stödd á æskuslóðunum austur í Neskaupstað. Hér ríkir vetur rétt eins og á höfuðborgarsvæðinu. Alltaf fallegt á Austurlandi, sama hvort það er sumar eða vetur. Á morgun er kommablótið, þ.e. Þorrablót Alþýðublandalagsins í Neskaupstað og á það erum við að fara !!! Já Alþýðubandalagið í Neskaupstað er víst til og heldur eitt þorrablót á ári og það þarf ekkert flokksskírteini þar inn ! Ég býst við að það sé ekki á mörgum stöðum á landinu þar sem fólk kemur með þorramat í trogi, þ.e. hópar um hvert trog, en sá siður lifir góðu lífi hér og er skemmtileg stemmning. Svo er þetta líka flöskuball eins og í denn. Ég hef ekki farið á þorrablót í Neskaupstað síðan 1982 svo þetta verður spennandi.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2008 | 08:32
Neskaupsstað og Neskaupstað
Kennsla fellur niður í Neskaupstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2008 | 22:10
Gengur vel hjá þeim gamla í meðferðinni.
Hér fyrir nokkrum vikum sagði ég frá veikindum föður míns. Það er skemmst frá því að segja að hann var mjög veikur. Hann fór í stóma aðgerð sem gekk vel og svo hefur hann verið í lyfjagjöf og komið til þess á tveggja vikna fresti. Ekki spillir að hafa frábæran læknir Friðbjörn Sigurðsson og sama er að segja um hjúkrunarkonuna sem sér um lyfjagjöfina, sem og allt starfsfólk LSH. Það er marktækur munur á útliti hans og heilsu og það er greinilegt að lyfin hafa virkað vel á meinin. Svo þegar hann kemur suður og annað hvort fussar yfir veðrinu eða umferðinni hér í höfuðborginni, þá er það ekkert annað en skýr vísbending að hann er að ná fyrri heilsu.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2008 | 16:53
Afmælisdagur Eyja bróðir.
Dagurinn 5.janúar skipar alltaf sérstakan sess, þar sem að þetta var fæðingardagur Eyja bróðir. Eyleifur Þór fæddist 5. janúar árið 1973 en lést 12. febrúar árið 1989. Hann hefði því orðið 35 ára í dag. Minningin um góðan dreng lifir.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.12.2007 | 11:50
Áramót 2007/2008
Um leið og við sendum öllum vinum og vandamönnum bestu áramótakveðju, þá hlökkum við til að vera með Ragga og Birnu og fjölskyldu að Eikarási 3, Garðabæ í kvöld. Hjálögð mynd er af þeim þegar yngsti fjölskyldumeðlimurinn var skírður, Daníel Darri. Sr.Hans Markús, nágranni þeirra skírði
Svo er hér ein mynd frá gamlárskveldi, þegar hópurinn góði að Eikarási 3, skemmti sér yfir skaupinu.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2007 | 16:25
Eyleif dóttir mín 11 ára í dag.
Árin líða svo undurfljótt og í dag er Eyleif Ósk dóttir mín 11 ára. Gísli og Eyleif voru hér áðan og fleiri gestir. Það var glatt í góðra vina hóp. Hér er mynd af Eyleifu með bleiku húfuna sem hún fékk frá Sveinu og Geir í jólagjöf. Með henni eru Þórdís og Júlía Ruth Ragnars og Birnu börn. Áðan skutlaði ég svo Eyleifu og Gísla til móður sinnar en þar tók við annað fjölskylduboð með móðurfólkinu. Nóg að gera við að hitta vini og vandamenn. Jólin eru jú til að samgleðjast og treysta fjölskylduböndin.
Í dag hefði einnig nafni minn og frændi Gísli Sigurður Geirsson, orðið 50 ára gamall en hann lést árið 1993 úr krabbameini. Foreldrar Gísla voru Sveina frænka (systir pabba) og Geir Sigurjónss, þau er gáfu Eyleifu dóttir minni bleiku húfuna sem hún er með á myndinni.
Óska svo öllum blogg vinum Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir það liðna. Síðast en ekkí síst, stórt knús til afmælisbarnsins.
Vinir og fjölskylda | Breytt 26.10.2008 kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 186000
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar