14.4.2011 | 10:20
Merkilegur Forseti.
Það var ekkert auðvelt að setjast í stól Forseta á eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. Vigdís var eins og fyrri Forsetar eins konar samnefnari þjóðarinnar og þó hún væri ekki óumdeild, þá naut hún mikillar virðingar bæði hér heima og ekki síst á alþjóðavettvangi, fyrsta konan í heiminum sem var kosin Forseti í lýðræðislegum kosningum. Fyrir það fékk bæði hún og Ísland heimsathygli. Hún sat á friðarstól sem Forseti og undirritaði öll lög sem hún fékk frá Alþingi. Það sama höfðu fyrri Forsetar gert. Ólafur var aftur á móti fræðimaður og umdeildur mjög úr sínu pólitíska starfi. Með þann bakgrunn sest hann í stól Forseta og tekur við af Vigdísi Finnbogadóttur. Ólafur hefur vart setið á friðarstóli, því hann var meðvirkur með ríkjandi fjármálaöflum og gekk erinda 365 þegar hann neitaði að undirrita fjölmiðlalögin um árið. Ég tel að það hafi verið mikið ógæfa, því við búum við ósjálfstæða fréttamennsku. Með því að neita að undirrita fjölmiðlalögin, þá kallaði einnig hann yfir sig reiði manna sem flestir voru ekki í sama flokki og hann hafði verið í. Nú hefur hann aftur á móti í tvígang sent Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu og uppskorið vinsældir hjá þeim sem áðurfordæmdu hann vegna fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir sem áður dásömuðu hann eru nú óánægð í meira lagi með framgöngu hans í Icesave. Það má því með sanni segja að Ólafur sé umdeildur en trúlega er hann eftir sem áður að verða einn merkasti Forseti Lýðveldisins Íslands, sem hefur skráð nafn sitt með afgerandi hætti á spjöld sögunnar.
Hlutverk forseta að veita stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
- raggig
- eyleifosk
- gummigisla
- andres08
- alla
- gattin
- eurovision
- doggpals
- saxi
- eysteinn-thor
- garibaldi
- killjoker
- gudrunkatrin
- gisliivars
- veravakandi
- heimirhilmars
- heg
- jakobbjornsson
- joik7
- kristinnagnar
- lauola
- magneak
- mal214
- nafar
- sigrunsveito
- sigurjonth
- sighauk
- slartibartfast
- sveinni
- valgerdurhalldorsdottir
- sparki
- btryggva
- keh
- seinars
- siggisig
- sigurjons
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.