28.11.2008 | 09:10
Munur í foreldra- og heimilisábyrgð orsakar launamun kynjanna !
Á meðan konur bera meiri ábyrgð á uppeldi barna og ábyrgð á heimili þá verður launamunur kynjanna viðvarandi ! Er samfélagið og konur tilbúnar að koma á foreldrajafnrétti? Ég er hreint ekki viss um það.
Munur í foreldraábyrgð kynjanna er almennur, bæði þegar foreldrar búa saman en mestur þegar foreldrar búa ekki saman. Það eru um 14.000 mæður sem búa ekki með barnsfeðrum sínum, en þær hafa lögheimili um 20.000 barna hjá sér, þ.e. barna yngri en 18 ára. Þær bera þ.a.l. mesta ábyrgð á uppeldi þeirra og hafa stöðu, skattalega og félagslega sem foreldri og einstætt foreldri ef þær eru ekki í sambúð með nýjum maka. Það eru um 12.000 feður sem greiða meðlög með þessum 20.000 börnum og flokkast þeir skattalega sem barnlausir einstaklingar ef börn þeirra hafa ekki lögheimili hjá þeim. Trúlega er kynbundinn munur hvergi meiri en í þessum málaflokki, sem telur 26.000 foreldra eða um 16% af vinnnandi fólki á Íslandi. Mismunur í foreldraábyrgð kynjanna í þessum hóp skapar þeim mjög ólíka
stöðu á vinnumarkaði. Eðli málsins samkvæmt er þessi hópur á fyrri hluta síns starfsferils þar sem kjör þeirra til langframa eru oft mótuð.
Allar stjórnvaldsaðgerðir sem jafna foreldraábyrgð skapar báðum kynjum sömu forsendur til sóknar á vinnumarkaði.
Foreldrajafnrétti og launajafnrétti er endurspeglun af hvort öðru.
![]() |
Kynbundinn launamunur 19,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2008 | 11:20
Flokkur að pissa í skóinn sinn.
![]() |
Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 20:35
40 ára afmæli Norðfirðingafélagsins.
Norðfirðingafélagið hélt uppá 40 ára afmælið þann 13. nóv sl. í Fella og Hólakirkju. Það var mjög góð mæting. Myndir frá tónlistarhátíðinni má sjá á www.nordfirdingafelagid.is, en set hér einnig nokkrar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 08:55
Mjög gott hjá Jóni !
Þetta er mjög þörf áminning hjá Jóni. Útspil Samfylkingarinnar eru með ólíkindum. Það hleypur "kosningagredda" í flokkinn þegar flokkurinn sér ágæta útkomu í skoðankönnunum. Nær væri að sýna ábyrgð og reyna að stýra þjóðarskútunni í gegnum þennan ólgusjó og koma henni í höfn, Friðarhöfn. Í stað þess vilja sumir í Samfylkingunni fara að eyða tíma og peningum í kosningar. Þjóðin þarf ekkert á því að halda og slíkt tal er ábyrgðarleysi. Þegar kjörtímabilinu er lokið þá geta flokkarnir lagt sín verk í dóm kjósenda, þangað til ber þeim að vinna vinnuna sína, skv því umboði sem kjósendur hafa veitt þeim.
![]() |
Gagnrýnir Björgvin og Þórunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.11.2008 | 17:25
Snemmbær eftirlaun !
![]() |
Detta út af vinnumarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 12:49
Ónotuð íslensk nöfn.
Alfarinn, Andríður, Auðúlfur,Ásbera, Ásleif, Ásleifur, Ávaldi, Bálki,Bárekur, Bjálfi, Bjolllok,Brattur, Bresi, Brigíð, Brúnmann, Böðólfur, Böggvir, Bölverkur, Dufnall, Fastný, Geirröður, Geitir, Goti, Grenjaður, Grjótgarður, Gufa, Hallaður, Herröður, Hjálp, Hjör, Hjörr, Hneitir, Hrifla, Höggvandill, Járnskeggi, Hrani, Kenik, Kjalvör, Knjúkur, Koltorfa, Kriströður, Kúgaldi, Liður, Maddaður, Mýrún, Mæfa, Nefsteinn, Niðbjörg, Ormhildur, Ópía, Rafarta, Ráðormur, Reginleif, Reistar, Skarfur, Skólastika, Skúfur, Snartur, Stórólfur, Svartkell, Vaði, Vakur, Véfröður, Vilbaldur, Vilgeir, Þjóðar, Þorbeinir, Þórvé, Ögur, Öndóttur, Alrekur, Ármóður, Dufgús, Finnvarður, Gríss, Heinrekur, Hrolleifur, Hrosskell, Hyrningur, Hæringur, Jólgeir, Kaðall, Klaufi, Kleppur, Kolbrandur, Kýlan, Leggur, Ljótólfur, Oddkatla, Óblauður, Saxi, Sigvör, Skefill, Snærir, Valbrandur, Ægileif, Böðmóður, Fálki, Geirleifur, Grís, Heimlaug, Hlenni, Hróðgeir, Hrútur, Ísröður, Leiðólfur, Óleifur, Ósvífur, Rauður, Rjúpa, Snörtur, Stari, Söxólfur, Þjóðrekur, Þjóstólfur, Þorgestur, Áli, Brúni, Húnröður, Kleppjárn, Klyppur, Naddur, Skúmur, Sölvör, Valþjófur, Vébrandur, Þorljótur, Þraslaug,Ölmóður, Lambi, Otkatla, Þórhaddur, Ásbrandur, Konáll, Tófa, Kjallakur, Kollsveinn, Loðmundur, Refur, Kollur, Órækja, Sámur Sokki, Surtur, Eindriði, Hróaldur, Svertingur, Bótólfur, Þorleikur, Beinir, Hafur, Sveinungi, Gamli, Þorgautur, Ásvör, Kolli, Ásgautur, Svarthöfði, Krákur, Hemingur, Kálfur, Yngvildur, Hallótta, Svartur, Kolþerna, Alleif, Álaug, Broteva/efa, Etilríður, Eyfríður, Elíná, Fabían, Hegri, Ísleikur, Jóríður, Lífgjarn, Munnveig, Oddkell, Rustikus, Túnis.
Væntanlega þarf ekki leyfi mannanafnanefndar til að skýra eitthvað af ofangreindum nöfnum. Sum nöfnin eru alls ekki slæm eins og t.d. Ásleifur, Bresi, Ávaldi, Goti,Ásbrandur Þjóðar. Sum nöfn finnst mér hinsvegar nafnleysa og með neikvæða merkingu. En eitt sinn var ekki hægt að nota nafnið Mörður, vegna "Lyga Marðar". Nú er það nafn vel þekkt og samþykkt, þannig geta nöfn öðlast samþykki. Kannski eiga einstaklingar eftir að bera nafnið Fálki rétt eins og Hrafn og Örn. Íslenska málið býður uppá mörg ónotuð nöfn og kannski ekki nauðsynlegt að leita langt að nýjum nöfnum.
![]() |
Jón og Gunna heita nú Kári og Sara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2008 | 12:58
Feðradagurinn er í dag!
Það fer ekki mikið fyrir því í fjölmiðlum að í dag er feðradagurinn á Íslandi. Þetta er í 3ja sinn sem þessi dagur er hér á landi.
Í Morgunblaðinu í dag er ekkert um þennan dag, né um stöðu feðra. Í Fréttablaðinu er heilsíðu auglýsingu frá Félagi um foreldrajafnrétti, þar sem bent er á ýmsa vankanta í íslensku laga og reglugerðarverki.
Ég rakst á furðulega frétt í Daily Mail þar sem fyrirsögnin er "Þú mátt ekki hitta barnið þitt, en ertu tilbúinn að gefa því líffæri úr þér."
Michael Shergold í Bretlandi er faðir 3 barna úr fyrra hjónabandi. Hann hafði fengið forsjá barna sinna við skilnað og hann ól þau upp og þeim vegnar vel, en 2 börn búa ennþá heima hjá honum. Hann var um tíma í sambandi við konu, samband sem svo endaði og hann sá ekkert meir af þeirri konu. En svo kom í ljós að þegar þau hættu saman þá var konan ófrísk og eignaðist barn. Hún gaf barnið en Michael vissi ekkert um þetta og var aldrei látin vita. Svo var hringt í hann þegar barnið var 5 ára og spurt hvort hann væri tilbúinn að gefa barninu líffæri úr sér, því trúlega myndi það ekki lifa nema fá slíka líffæragjöf. Honum var gerð rækilega grein fyrir því að hann ætti ekki að mynda nein tengslið við barnið, sem væri hjá fósturforeldrum sem myndu ættleiða hinn 5 ára gamla dreng. En félagsþjónustan lagði að honum a gefa úr sér líffæri.
Michael vinnur við húsumsjón í grunnskóla, hefur ávallt lifað reglubundnu lífi. Hann er í dag giftur Alex sem á 3 uppkomin börn. Í greininni í Daily Mail veltir Michael fyrir sér hvað það er sem réttlætir það að hann fékk ekki að vita af fæðingu barnsins síns og af hverju var honum ekki boðið að fá barnið sitt, af hverju var það gefið til vandalausra?. Félagsþjónustan hundsar alveg tilveru hans sem líffræðilegs föðurs þegar barnið er komið fyrir í fóstri, en hann er greinilega nógu góður til að gefa barninu líffæri !
Á Íslandi er staðan þannig að barn sem fæðist í "laualeik" nýtur ekki sjálfkrafa forsjár beggja foreldra, heldur verður móðir að gefa sitt leifi fyrir sameiginlegri forsjá. Ef móðir rangfeðrar barn, þá hefur hinn raunverulegi faðir ekki lagalegan rétt á að fara í faðernismál. Trúlega gæti því áþekkt mál vel átt sér stað hér á landi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 00:11
Forvarnardagurinn!
Hjálagt er grein sem birtist eftir mig fyrir 2 árum. Enn í fullu gildi.
Forvarnardagurinn og foreldrajafnrétti
Báðir foreldrar eiga ávallt að vera virkir uppalendur barna sinna.
Forvarnardagurinn er hvatning fyrir foreldra að styðja enn betur við börnin sín. Rannsóknir sýna að börn sem búa ekki hjá báðum foreldrum eru um 10 sinnum hættara við að lenda afvega í lífinu, samanborið við börn hjóna og sambúðarfólks. Það er varlega áætlað að 1 af hverjum 5 skilnaðarbörnum lendi villu vegar í lífinu. Það er því ekki óeðlilegt að á Forvarnardegi Íslands sé staða þessara barna sérstaklega skoðuð.
Í bókinni "Skilsmissa börn berättar" eða "Skilnaðarbörn segja frá" frá árinu 2002 fjalla sænsku Öberg-hjónin, Bente og Gunnar um afdrif barna sem höfðu jafna búsetu hjá foreldrum eftir skilnað foreldra. Rannsóknin stóð í yfir 20 ár. Niðurstaðan varð sláandi. Einungis eitt af þeim 50 börnum, sem fylgst var með, hafði lent illa afvega í lífinu. Fimm aðrir höfðu tímabundið lent í minniháttar vandamálum, en voru öll fjölskyldufólk í góðri stöðu við lok rannsóknarinnar. Ályktun Öberg-hjónanna var skýr eftir þessa rannsókn: Látum búsetu barna vera sem jafnasta hjá báðum foreldrum eftir skilnað. Öberg-hjónin bentu á að í slíku fyrirkomulagi hafi allir áfram hlutverk, hvorugt foreldrið er tapari í skilnaðinum og börnin njóta áfram ríkra samvista við báða foreldra. En báðir foreldrar hafa einnig ríkan tíma til byggja upp sitt eigið líf. Þannig eru foreldrarnir betur á sig komin að takast á við foreldrahlutverkið þá viku sem barnið er hjá þeim. Mikilvægt er að foreldrar búi í sama hverfi og að samkomulag sé gott. Raunar sýna rannsóknir að í slíku fyrirkomulagi hjaðna fyrr skilnaðardeilur foreldra. Langflestum í úrtaki Öberg hjónanna fannst þetta gott fyrirkomulag og myndu einnig vilja slíkt fyrirkomulag fyrir sín börn ef þau lentu í skilnaði við sinn maka. Margar aðrar rannsóknir styðja niðurstöðu Öberg hjónanna. Foreldrajafnrétti eru því bestu hagsmunir barnanna og besta forvörnin, einnig eftir skilnað foreldranna.
Á Íslandi eru um 4.000 börn í hverjum árgangi. Af þeim eru um 1.100 börn sem greitt er meðlag með, þar sem kynforeldrarnir búa ekki saman. Ef eitt af hverjum fimm skilnaðarbörnum á Íslandi lendir afvega þá eru það 220 af 1.100 börnum í árgangi . Ef það er einungis eitt af hverjum 50 eins og reyndin var samkvæmt rannsóknum Öberg-hjónanna, við jafna búsetu, þá fækkar þessum ógæfueinstaklingum úr 220 í 22 börn í hverjum árgangi. Þetta þýddi að 200 börnum á Íslandi í hverjum árgangi myndi vegna betur!
Forvarnardagurinn skilgreinir réttilega að bestu hagsmunir barna er rúmur tími foreldra með þeim, ásamt því að börn stundi íþrótta og æskulýðsstörf. Það er aldrei mikilvægara en þegar til skilnaðar kemur að báðir foreldrar séu áfram uppalendur barna sinna. Það þarf að koma þeirri meginreglu á að barn geti átt lögheimili á tveimur jafnrétt háum heimilum. Það er ögrun samfélagsins að tryggja öllum börnum jafnan rétt til foreldra sinna, enda sé það ekki andsætt hagsmunum þeirra. Það er besta forvörnin fyrir þennan hóp barna sem eru í mestri hættu að lenda afvega í samfélaginu.
Það er full ástæða til að óska aðstandendum Forvarnardagsins til hamingju með mjög þarft framtak.
Gísli Gíslason
Höfundur er markaðsstjóri og formaður Félags ábyrgra feðra.
Greinin birtist í Fréttablaðinu 15. október 2006
http://www.visir.is/article/20061015/SKODANIR03/110150002/1079/SKODANIR
3.11.2008 | 08:45
Birtingarmynd kreppu !
Ég fékk hjálagða sögu senda í tölvupósti. Fannst hún góð og langar að deila henni með ykkur.
Smá dæmisaga vegna hinnar svokölluðu "kreppu"
Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn að því að hann fengi áframhaldandi styrk.
En allt er breytingum undirorpið í henni veröld og ýmislegt getur vissulega haft áhrif á afkomu Frónbúans og getu hans til að láta gott af sér leiða. Hún var að velta því fyrir sér hvort rétt væri að reyna að segja honum frá gangi mála hér á landi, þ.e. kreppunni og öllu því. Og það gæti því miður reynst nauðsynlegt að skera eitthvað niður styrkinn vegna hins breytta ástands hérna megin. Það eru nefnilega tiltölulega litlar líkur á því að fréttir af Íslenska skipbrotinu hafi borist alla leið til hans þarna í Entebbe. Og svo er alls ekki víst að hann skilji alvöru málsins á sama hátt og við hér heima. En ef reynt væri að útskýra hið Íslenska kreppuástand fyrir honum sem virðist ætla að fara langt með að sliga þjóðina einhver þó nokkur ár inn í framtíðina, gæti það samtal orðið á eftirfarandi nótum.
*Heyrðu félagi, það er úr vöndu að ráða. Íslenska þjóðin er gjaldþrota!
Hvað segirðu, en leiðinlegt að heyra, eigið þið þá ekki fyrir baunum og maís?
*Jú reyndar eru búðir fullar af mat og enginn vöruskortur.
Hvað segirðu, þið eigið þá mat. Það er gott. En eigið þiðþá ekki þak yfir höfuðið lengur!
*Jú við eigum reyndar íbúð eins og flestir og það eru fáir heimilislausir á Íslandi.
En hvað segirðu mér þá? Gengur plága yfir landið, eru allir veikir og heilbrigðiskerfið lamað?
*Nei nei reyndar ekki, við fáum nánast ókeypis læknaþjónustu og erum með ágætt heilbrigðiskerfi.
Nú jæja. Það var gott að heyra. En eru þá skólarnir að loka og fá kannski ekki allir tækifæri til að læra að lesa lengur og sérstaklega þá ekki konur.
*Jú reyndar er 99,9% læsi á Íslandi og menntakerfið er ágætt, margir með háskólagráður og konur ekki síður en karlar.
Það er nú gott, en þið verðið þá að passa er að lenda ekki í stríði við nágrannaþjóðir ykkar.
*Uuuu við erum reyndar ekki með her og teljumst nú frekar friðsæl þjóð. En við þurfum bara að hlusta á bullið og stríðsyfirlýsingarnar í fíflinu honum Gordon Brown. Það er það sem við munum líklega komst næst því að fara í stríð.
Ok. Segðu mér nú samt ekki að þið komist ekki í hreint vatn.
*Við eigum reyndar besta vatn í heimi.
Nú, er vegakerfið þá ónýtt? Hérna í Afríku ganga allir eða nota asna og stundum reiðhjól. Það eru líka til strætisvagnar hérna, en þeir eru alltaf yfirfullir.
Eru kannski strætóarnir hjá ykkur hættir að ganga?
*Neeee... Það er verið að ræða um hvort almenningssamgöngur hér eigi að vera ókeypis, en það eru flestallir vegir malbikaðir og næstum allir eru á nýlegum bílum.
Eigið þið þá enga peninga til að gera ykkur glaðan dag? Ég meina, þú sagðir að þjóðin væri gjaldþrota.
*Flestir eiga reyndar einhvern sparnað á bókum þó sumir hafi tapað honum eða hluta hans síðustu daga. Það verður alla vega erfitt að kaupa stærri flatskjái og utanlandsferðunum verður að fækka.
Já, ég á kannski einhvern tíma eftir að fara til útlanda, en ég er nú líka frá Uganda. Hefur kannski enginn vinnu og þurfið þið núna öll að betla?
*Neiiij...! Atvinnuleysið er um 2% en við verðum að flytja Pólverjana aftur heim og fara sjálf að vinna vinnuna sem þeir unnu.
Hmmm... Svo þið hafið peninga, mat, húsaskjól, heilbrigðiskerfi, menntakerfi, búið við frið, eigið nóg hreint vatn og samgöngur eru góðar.
Segðu mér, hvert var vandamálið aftur?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Gísli Gíslason
Bloggvinir
-
raggig
-
eyleifosk
-
gummigisla
-
andres08
-
alla
-
gattin
-
eurovision
-
doggpals
-
saxi
-
eysteinn-thor
-
garibaldi
-
killjoker
-
gudrunkatrin
-
gisliivars
-
veravakandi
-
heimirhilmars
-
heg
-
jakobbjornsson
-
joik7
-
kristinnagnar
-
lauola
-
magneak
-
mal214
-
nafar
-
sigrunsveito
-
sigurjonth
-
sighauk
-
slartibartfast
-
sveinni
-
valgerdurhalldorsdottir
-
sparki
-
btryggva
-
keh
-
seinars
-
siggisig
-
sigurjons
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar